Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 11
10 IMI Þriðjudagur 29. janúar 1980 Þriðjudagur 29. janúar 1980 11 Geðhjálp: Geðsjúklingar njóta hvorki lágmarks heilbrigðisþjónustu né mannréttinda yfirleitt Fundur haldinn 15. janúar 1980 I Geöhjálp, félagi geðsjúklinga, aðstandenda og velunnara sam- þykkir eftirfarandi ályktun, sem send hefur verið yfirvöldum félags- og heilbrigðismála. „I þjóðfélagi okkar njóta geð- sjúklingar hvorki lágmarks heil- brigðisþjónustu, né mannréttinda yfirleitt. Við bendum á, að ekki eru til sjúkrarúm nema fyrir brot af þeim geðsjúklingum sem á þurfa að halda og þar að auki eru mörg þeirra sem til staðar eru gjörsamlega ófullnæg jandi. Algengt er að geðsjúklingar þurfi aö biða eftir plássi á geðsjúkra- húsi i fangageymslum lögregl- unnar og þeir geðsjúklingar sem framið hafa afbrot sitja inni i almennum hegningarhúsum fyrir sjúkdóm sinn og er engu likara en geðsýki sé talin refsiverö á Islandi. Geðdeild Landspitalans er nú tilbúin til notkunar og við krefjumst þess aö hún taki til starfa strax. Við krefjumst þess aö s jálfræðissvifting geösjúklinga verði lögð niður, en i staðinn skuli álit þriggja manna,sem allir hafi annaðhvort læknis- eða sálfræði- menntun, nægja til að setja geð- sjúkling í þá meðferð sem ofan- greindum aðilum þykir nauðsynleg. Aðstandendur geð- sjúklinga skulu á engan hátt vera ábyrgir fyrir sjálfræðissviftingu, þar sem slikt er hættulegt bæði geðsjúklingum og aðstandendum. Við krefjumst þess, að neyöar- þjónusta veröi opin allan sólar- hringinn, þar sem hægt verði að hringjaog fá hættulega veikt fólk flútt samstundis á sjúkrahús, af mönnum sem lært hafi með- höndlun geösjúkra. Við krefjumst þess, að þeir geðsjúklingar sem þurfa aö vera á lyfjum eða mæta ágöngudeildir.en gera ekki, eins og algengt er, séu undir eftirliti læknis eða sálfræöings sem heim- sæki þá a.m.k. vikulega og oftar ef þörf krefur. Fylgist meö ástandi þeirra og aðstandenda þeirraog reyni aö greiða úr þeim vandamálum sem skapast kunna. Við krefjumst aukinnar þjónustu sálfræðinga inni á sjúkrahúsum ogteljum sumtaf þvisem félags- ráðgjafar nú starfa við, geti sál- fræðingar betur gert. Við krefj- umst aukinna likamlegra rann- sókna á geðsjúklingum. Við krefj- umst þess, að enginn geðsjúk- lingur sé rekinn nauöugur frá geðsjúkrahúsi. Við krefjumst þess að geðsjúklingar, sem koma sjálfir og leita hjálpar, fái hjálp þegar þeir biðja um hana, en séu ekki látairblða þar til þeir gefast upp, hins vegar teljum viö mjög heimskulegt aö ætlast til þess, að allir geðsjúklingar biöji um hjálp sjálfir, þvi' margir eru ekki færir um það. Við teljum það skyldu félagsráögjafa, að útvega geð- sjúklingum vinnueðaskólavist og aðhjálpa þeim að standa sig í þvi sem valist hefur. Við krefjumst þess, að öllum geðsjúklingum verði hjálpað til að stunda nám eða vinnu eftir óskum og getu hvers og eins á vernduðum vinnu- stöðum, sem þarf að fjölga mjög, og utan þeirra. Við krefjumst þess, aö þeir geðsjúklingar, sem ekki erufærir um aö stunda neitt utan stofnunar fái tækifæri og hjálp til aöstunda launaða vinnu, bóklegt og verklegt nám, eftir óskum og getu inni á stofn- ununum sjálfum. Vinna geðsjúk- linga skal borguð eftir almennun launatöxtum, hvort sem hún er stunduð á vernduðum vinnu- stöðum eða utan þeirra. Við krefjumst þess, að á hverju geð- sjúkrahúsi verði sérstakt geð- sjúklinga- og aöstandendaráð og sérstakur trúnaðarmaöur geð- sjúklinga og aðstandenda. Við krefjumst aukinnar fræðslu um geðsjúkdóma til almennings. Viö krefjumst þess sfðast en ekki slzt, aðþeim geðsjúklingum, sem ekki þurfa aö dvelja inni á sjúkrahúsi en geta ekki búið hjá aðstand- endum sínum verði séð fyrir góðum vernduðum heimilum, sem llkist venjulegum heimilum svosem frekasterkostur, og veiti heimilismönnum góða hjálp til aö stunda nám eða atvinnu utan eöa innan heimilis eftir þvi sem við á. Frá slikum heimilum skal óheim- ilt að vlsa fólki nema I nauösyn- lega meðferð inn á sjúkrahús. Það sem við förum fram á hér, er aðeins það, að bætt verði úr sárustu neyðinni og við gerum okkur grein fyrir að margt fleira má betur fara. Sjónarmið geð- sjúklina og aðstandenda þeirra hafa hingaö til lltiö heyrst, en viö bendum á, að það er fólkið sem þekkir best þau félagslegu vanda- mál sem geöveiki skapar og I þeim efnum stendur engin menntun reynslunni á sporði. Að slðustu minnum við alla ráða- menn á, að geðveiki er algeng- asta fötlun sem til er og biðjum þá að íhuga hvortþeim þætti þessar kröfur of miklar, ef sú persóna sem þeim er kærust yrði þeirri fötlun að bráö.” Danski rithöfundurinn Erik Stinusflytur fyrirlestur I Nor- ræna húsinu þriöjudaginn 29. janúar kl. 20:30 og nefnir „Rejser pa jorden”.Þar fjallar hann um eigin ritverk. Verið velkomin NORRÆNA HÚSIÐ Útboð Bændaskólinn á Hólum óskar eftir tilboð- um i eftirtalin efni fyrir hitaveitu. 1. Stálrör fyrir aðveitu. 2. Þenslustykki. 3. Einangrun fyrir aðveitulögn. 4. Dreifikerfislagnir. Útboðsgögn fást afhent á Verkfræðistof- unni Fjölhönnun h.f. Skipholti 1, Reykja- vik. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 11 mánudaginn 25. febrúar 1980. Útboð þetta er gert með þeim fyrirvara að fé fáist til framkvæmdanna. Verkfræðistofan Fjölhönnun h.f. Tilboð óskast i ýmsa vefnaðarvöru ætlaða fyrirÞvottahús rikisspitalanna, t.d. efni í: Lök, sloppa, kjóla, buxur, handklæði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Borgartúni 7, og verða tilboð opnuð á sama stað föstudaginn 15. febrúar 1980, kl. 11:30 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 Seglskip tekin í notk un sem farþegaskip? Hið sögufræga seglskip Sea Cloud, sem nú siglir með skemmtfferöamenn um Atlantshafið. menn fyrirtækisins segja, að þetta séu breyttir timar. Rika fólkið notar flugvélar, en skipa- félögin sinna millistéttunum, og til skamms tima voru þaö eink- um Bretar er notuðu skipin, sem eru Queen Elizabeth 2. er siglir um allan heim, en tvö önnur stórskip eru á Karabiskahafinu i skemmtiferðum, þau heita Cunard Countess og Cunard Princess, en allt eru þetta fræg skip. 'Sem áður sagði, þá voru það einkum Bretar er sigldu með þessum skipum, en smám sam- an stækkaði markaðskerfið og menn af ýmsum þjóðernum fóru að nota þessi skemmtiskip, en þróunin er sú, að ferðir með þeim eru ekki aðeins boðnar i enskumælandi löndum, heldur hefur sölukerfið verið teygt um alla Evrópu, og núna siðast til Þýskalands. Á fjórum tungumálum. Það þykir tiðindum sæta að hin 67.500 tonna Queen Eliza- beth 2. skuli nú sigla til Þýska- lands i fyrsta skipti, eftir að hún byrjaði siglingar. (Byggð eftir strið). Astæðan er sú, að skipulagðar hafa verið tvær ferðir til Norð- urlandanna á árinu 1980. Siglt verður til Bergen, Þrándheims, Stavanger og fleiri staða, enn- fremur til Hammerfest og fleiri staða nyrst i Noregi. Gert er ráð fyrir að um það bil 1000 Þjóðverjar muni notfæra sér þessar ferðir, sem farnar verða frá Bremerhaven. Eftirleiðis er gert ráð fyrir að Þjóðverjar, Frakkar og Sviss- lendingar verði tiðir gestir um borð, auk manna frá nálægum þess að halda fyrirlestra um fræði sin og svara spurningum gesta. Hefur þetta gefist ótrú- lega vel. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, að stóru farþegaskipin, sem voru um það bil að hverfa af höfunum, eru aftur að ná vin- sældum. Flugið hafði gert útaf við þau, og þá einkum Atlants- hafsflugið. Skipin voru ekki samkeppnisfær. En eftir að orkukreppan skall á, hafa viðhorfin breytst. Enn eitt stórskip lætur úr höfn Nýlega hefur frægt banda- riskt stórskip UNITED STATES verið sett i slipp, og verður skip- ið nú tekið I notkun eftir nær tveggja áratuga „iðjuleysi”. United States er 53.329 tonn — og með stærstu skipum af þess- ari gerð — og það er talið hrað- skreiðasta skip i heimi,ef und- anskilin eru örfá herskip. Það hreppti Bláa borðann árið 1952. Skipinu var lagt árið 1970, en samt hefur þvi verið haldið mjög vel við. Er I toppstandi, eins og það heitir á bllasölu- máli, en það er rikissjóður Bandarikjanna sem á skipið, og það hefur verið i umsjá flotans, þvi það er ætlað til herflutninga á ófriðartimum, en það má nota sem slikt. Það er nýstofnað útgerðar- félag sem tekið hefur skipið á leigu, United States Cruises heitir félagið, og hefur það varið 30 milljónum dala til þess að búa það húsmunum og öðru. Verður þetta eina farþegaskipið (stórskip) I heiminum, er siglir undir bandariskum fána. CUNARD skipafélagið hefur sölukerfi um allan heim og tölvuvætt bókunarkerfi, alveg eins og stóru flugfélögin. Hér er Lesley Wills, bókunarstjóri Cunards að tala við sinn „Gabriel”. Drottningar úthafanna QE 2. og United States í fullu starfi Starfsmenn hins heimsfræga breska út- gerðarfélags, CUNARDS minnast oft fornrar frægðar, sem þó er ekki með öllu glötuð, — en fyr- ir daga flugsins, þá réði félagið á höfunum, ef svo má að orði komast, en Drottningarnar tvær sigldu árið út milli Sout- hampton og New York og héldu yfirleitt „Bláa borðanum", sem var virðingarmerki fyrir að sigla þessa leið á sam skemmstum tíma, eða með öðrum orðum, áttu hraðametið á þessari miklu siglingarútu. Þrjú stórskip i förum. Aðalstöðvar félagsins eru núna I gömlu, virðulegu hóteli niður við Thames ána, rétt viö járnbrautarstöðina, en þar komu flugrikir farþegar og hefðarfólk viö á leið sinni til Southampton, þar sem skipin lágu við festar. Núna eru þar hrað söluskrif- stofur fyrir skemmtiferðamenn, og tölvur sjá um bókanir. Tals- þjóðum, og talsvert er oröið um spænska ferðamenn um borð i Cunard-skipunum. Talsmenn skipafélagsins segja, að þaö hafi til skamms tima verið rótgróin imyndun, að ekki væri gott að sigla með far- þegaskipum, þar sem þeirra eigin tungumál voru ekki töluð um borð, nær einvörðungu. Til þess að koma til móts viö erlenda ferðamenn, eru nú öll skilti um borð i QE 2. á fjórum tungumálum, ensku, spönsku, frönsku og þýsku. Mateðillinn er prentaður á þessum fjórum málum, og ennfremur er „dag- blaðiö” prentað á þessum mál- um um borö. „Pressan” (frétt- ir) eru lesnar á sömu málum um hátalarakerfi skipsins, og á það er bent, að I skipshöfninni eru menn frá mörgun löndum og alls talar skipshöfnin 20 tungu- mál, fyrir utan ensku. Tungu- málavandinn er þvi úr sögunni. Frægir skemmtikraftar og fyrirlesarar Mjög vel er séð fyrir öllu um borð i QE 2. Tveir bankar eru I skipinu, er skipta gjaldeyri, og ekki þarf að tala um veitingar. Þá er skemmtidagskrá skipu- lögð. Frægir skemmtikraftar koma fram, og það nýjasta er aö fá heimsfræga menn, spekinga, rithöfunda og visindamenn, til Meöan var og hét var örtröð I sólarlandaferðum. Nú viröist feröa- mátinn vera nokkuð aö breytast, meöal annars eru siglingar á skemmmtiferöaskipum, sem áöur voru aöeins viö hæfi auömanna aö veröa almenningseign á ný og hvert stórskipiö af ööru er tekiö I notkun. UnitedStates mun sinna marg- háttuðum verkefnum, verða i hnattferðum, auk annars, en átta mánuði ársins er ráðgert að það sigli milli Hawaii og vestur- strandar Bandarikjanna. ■ Vandað skip United States er mjög vandað skip. Það var smiðað árið 1950 og það sérkennilega við skipið er það, að i þvl eru tvö algjör- lega aðskilin vélarún. Annað vélarrúmiö er lokaö fá frlöar- timum, en með bæði vélarrúmin á fullu, öslar það hraðar en nokkurt annað skip. Annað vél- arrúmið nægir þó til þess aö halda uppi ganghraöa sem sam- bærilegur er við hraöskreiðustu skemmtiskip úthafanna. Þá vakti það athygli á sinum tima, að enginn hlutur var úr tré um borð (eða gat brunnið), nema stokkurinn sem mat- sveinarnir notuðu til að höggva kjötið á. Mjög fullkomið öryggiskerfi er um borð (vatnsheld skilrúm) og er skipið þvl hið nýtlskuleg- asta þrátt fyrir aldurinn. Seglskipin komin aftur. En olíukreppan er ekki aðeins að breyta samkeppnisaðstöðu skipa og flugvéla, heldur er nú hver sótraftur á sjó dreginn, eins og stundum er sagt. Það nýjasta er að Þjóðverjar hafa byrjað að gera út stórt seglskip, sem tekið getur 80 farþega. Sea Cloud heitir það, en þetta er fjórmastraö eða fjórsiglt bark- skip. fjórum tungumálum Þegar hann var drepinn, áriö 1961, var skipið selt aftur til Bandarikjanna, en nú hefur það sem sé verið tekið i notkun, m.a. I ferðir milli Karabiska hafsins og Vestur-Evrópu. Matseöillinn er líka Skipið hefur hvorki meira né minna en 3.160 fermetra af segl- um uppi, þegar öllu er tjaldað, og það er búið hjálparvélum og ljósavélum. 60 manna áhöfn er á skipinu. Skipið hét áöur HUSSAR og var i eign margmilljónarans Huttons. 1 slðari heimsstyjöld- inni var það I strandgæslu og notað sem þjálfunarskip fyrir bandariska flotann. Síðar var skipið selt Trujillo, einræðisherra i Dóminiska lýð- veldinu. Mun það t.d. fara eina slika ferð frá Kaupmannahöfn og þangað aftur. Annars eru skipu- lagðar lengri og skemmri ferð- ir. 7 daga ferðkostar 2.100 DM en þriggja vikna túr 12.000 DM. JG Allar leiðbeiningar eru nú á fjórum tungumálum um borö I QE 2. en þaö heföi þótt saga til næsta bæjar fyrr á öldinni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.