Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. janúar 1980 a.uiii.ia.1 5 l Kaupmanna- samtök íslands: Hagur verslun arinnar verði ekki skertur Fundur framkvæmdastjóra Kaupmannasamtaka Islands samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sinum 23. jan. s.l.: Þar sem nú fara fram umræður á milli forráðamanna stjórn- málaflokkanna i landinu um stjórnarmyndun vilja Kaup- mannasamtök Islands vara viö þvi að i þeim viðræðum verði gerðir samningar um þaö að hagur verzlunarinnar veröi skertur eins og svo oft hefur verið gert undir slikum kringum- stæðum. Kaupmannasamtök Islands krefjast þess að sú stefna sem mörkuð hefur verið i málefnum verzlunarinnar með lögum um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti frá 3. mai 1978 nái fram að ganga og neytendur i landinu fái að búa við aukna þjónustu og betra vöruúr- val. Leikfélag Neskaupstaðar frum- sýnir leikritiö Andorra I dag þriðjudag 29. jan. kl. 20.30 I Egilsbúö. Andorraer eitt helsta verk hins þekkta höfundar Max Frisch. t þvf fjallar hann um það, til hvers fordómar geta leitt. An- dorra á ekkert skylt við sam- nefnt smáriki né nokkuö annaö raunverulegt smáriki. Hið raunverulega I þessu verki býr aöeins i okkur sjálfum. t Leik- húsmálum 1962 scgir um verkiö: „Maður er hrakinn út i dauðann af þvf hann er „öðruvísi”, af þvi hann fellur ekki I gróp fyrirfram ákveðinna skoðana, „Gyðing- ur”, sem að lokum er ails ekki „Gyðingur”.” Leikstjóri er Magnús Guð- mundsson og er þetta 5. leikritið sem hann setur upp fyru- félag- iö. Tveir ungir og upprennandi leikarar spreyta sig á aðalhiut- verkunum, þau . Þröstur Rafns- son sem ieikur Andra og Hrefna Hjálmarsdóttir sem leikur Barblin. Leikfélag Neskaup- staðar var stofnaö 1950 og er Andorra 31. verkefni þess. Það er við hæfi núna á 30 ára afmæli félagsins að sýna þann stórhug að taka tu sýningar leikrit a borð við Andorra. Núverandi formaður Leikfélags Neskaupstaöar er Anna Mar- grét Jónsdóttir. t 30 ár hefur starfsemi félagsins verið dýrmætur þáttur i menn- ingarlifi bæjarins. Norðfirðingar, sýnið hug ykkar til félagsins, og látið þessa sýn- ingu ekki framhjá ykkur fara. son. Leikstjóri og dansahöfundur er Kenneth Tillson sem var hér einnig gestur á listahátið 1976 og leikmyndin er eftir Alistair Pow- ell sem hefur tvisvar áður verið gestur Þjóðleikhússins. Allra siöustu sýningar á Orfeifi og Evrídisi eru sunnudaginn 27. janúar, laugardaginn 2. febrúar og föstudaginn 8. febrúar. Tak límið sem límir alttaðþví allt! FÆST I BYGGINGA- OG JÁRN- VÖRUVERSLUNUM UM LAND ALLT. HEILDSÖLUBIRGÐIR: TÆKNIMIÐSTÖÐIN HF S. 76600 Þ.lóðleikhúsið: Óperusýningum fer fækkandi Nú eru aðeins þrjár sýningar eftir á hini ágætu óperu „Orfeifur og Evridis” eftir Cristoph Gluck i Þjóðleikhúsinu. Þessi tvö hundr- uð ára gamla ópera skipar veg- legan sess i tónlistarsögunni þar eð hún er merkilegt timamóta- verk sem stórmenni eins og Wagner, Mozart, Weber og Berli oz lærðu mikið af. Uppfærslan hér hefur fengið mjög lofsamlega dóma gagnrýn- enda og var m.a. talað um „list- rænan sigur” og „ótrúlega sam- hæfða flytjendur” svo eitthvað sé nefnt. Einsöngshlutverkunum þrem skipta sex söngkonur með sér og verður eftirleiðis hægt að fá upplýsingar i miðasölunni um það hverjar þeirra syngja hverju sinni. Sigriður Ella Magnúsdóttir og Solveig M. Björling syngja hlutverk Orfeifs tilskiptis. Elisa- bet Erlingsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir syngja Evrídlsi og Anna Júlíana Sveinsdóttir og Ing- veldur Hjaltestedsyngja hlutverk ástarguðsins Amors. Auk þeirra koma Þjóðleikhúskórinn og Islenski dansflokkurinn fram i sýningunni, en Sinfóníuhljóm- sveit Islands leikur undir. Stjórn- andi tónlistar er Ragnar Björns- Skrifstofuvélar h.f. kynna vélar og tækni á sviði skrifstofuvéla á sérstakri sýningu að Hótel Loft- leiðum, Kristalssal, dagana 29., 30. og 31. janúar 1980, kl. 13 til 18 alla dagana. Sýndar verða vélar, tæki og tæknibúnaður, m.a.: Omic reiknivélar, IBM ritvélar, Selex Ijósritunarvélar, Richmac búðarkassar, Citizen hljóðritar, NCR mikrolesarar, Stromberg stimpilklukkur, Roneo frímerkjavélar, Gakken- og Banda myndvarpar, ABC ritvélar, U-Bix Ijósritarar, Omron búðarkassar, Simplex stimpilklukkur, Apeco Ijós- ritunarvélar og m.fl. Veríð velkomin! SKRIFSTOFDVELAR H.F. + — t- Hverfisgötu 33 Sími 20560 - Pósthólf 377

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.