Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.01.1980, Blaðsíða 20
Gagnkvæmt tryggingafé/ag Auglýsingadeild Tímans. 18300 FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pantiö myndalista. Sendum í póstkröfu. SJÓNVAL ,m“r'í«ö" Keflavikurflugvöllur: Afgreiðslubann á sovéskar flugvélar vegna innrásarinnar i Afganistan og handtöku Sakharov FRI — „Viö munum ekki aflétta afgreiðslubanni þvi er viö settum á sovéskar flugvélar fyrr en so- vétmenn hafa flutt her sinn frá Afganistan” sagði Stefán Kristinsson trúnaöarmaður Verkalýös- og sjómannafélags Keflavikur í samtali viö Timann í gær, en hópur afgreiðslumanna Oliufélagsins hf, á Kefiavikur- flugvelli ákvaö á laugardaginn var aö koma þessu afgreiöslu- banni á og var þessi ákvörðun samþykkt samhljóöa í þeirra hópi. Auk þess vilja þeir meö þessu mótmæla handtöku andófs- mannsins Andrei Sakharovs. „Þeir stjórnarmenn í verkalýs- félaginu sem ég hef talaö viö hafa tekið vel i þetta og viö búumst viö stuöningsyfirlýsingu frá þeim viö aðgeröir okkar á fundi i félaginu sem haldinn verður i kvöld” Hugmyndin er komin frá okkur sjálfum og við munum standa viö hana hvaö sem tautar og raular.” sagöi Stefán. Sovésk risaþota af gerðinni II-76T er væntanlega til Kefla- vikur i byrjun febrúar en hún mun vera á leiö til Kúbu. Vélar af þessari gerö voru notaðar viö inn- rásina f Afganistan. Utanri'kisráöuneytiö afhenti i gær svovéska sendiráðinu orö- sendingu þess efnis aö verka- menn á Keflavikurflugvelli mundu ekki afgreiða þessa þotu. Svar Sovétmanna hefur ekki bor- ist. 1 hófi aö athöfninni lokinni færöu félag, einstaklingar og fyrirtæki heimiiinu gjafir, og gaf Gisli Sigur- björnsson, forstjóri, til þess 5 miiljónir króna. Fulltrúar rikis og bæjarfélags, þeir Magnús H. Magnús- son, félagsmálaráðherra, og Björn ólafsson, forseti bæjarráös, hétu framkvæmdinni og fjárstuöningi. Elsti ibúi Kópavogs tók fyrstu skóflustunguna að nýju hjúkrunarheimili 50 millj. hafa til heimilisins SL laugardag tók frú Ragnhild- ur Guðbrandsdóttir, elsti ibúi Kópavogs, fyrstu skóflustunguna að byggingu hjúkrunárheimiiis aldraöra ! Kópavogi, en Ragn- hildur er nú 101 árs gömul. Hlað- bær tekur nú til við að grafa grunninn og er áætlaö aö þvi verði lokiö hinn 20. mars. Byggingin verður 1410 fermetrar og þar veröa rúm fyrir 38 vistmenn i 10 eins manns herbergjum og 14 tveggja manna herbergjum. Mikil undirbúningsvinna hefur fariðfram frá þvi i april 1978 þeg- ar hafist varhanda af tiu félaga- samtökum i Kópavogi, sem hrundu af staö fjársöfnun meöal Kópavogsbúa, sem nú hefur boriö þann árangur, að 50 milljónir hafa safnast. Heimild fékkst frá rikisskattstjóra til frádráttar gjafa og styrkja á skattframtöl- um. Fyrirtæki i Kópavogi hafa heitið miklum fjárstuðningi og hafa sum þegar gefið stórar gjaf- ir. Þáhafafélagasamtök innan og utan Kópavogs fært söfnuninni mikiö fé að gjöf og einnig hafa skólabörn i Kópavogi og fleiri haldiö hlutaveltu til stuðnings byggingunni. Loks er aö geta framlaga einstaklinga, sem fært hafa hjúkrunarheimilinu stórar gjafir, bæði peningagjafir og ann- aö þaö, sem söfnuninni og heimil- safnast inu kemu sjálfu kemur til góöa. Hjúkrunarheimili aldraðra i Kópavogi er fyrsta sérhannaða heimili sinnar tegundar á Islandi, Margir sérfróðustu aðilar lands- ins hafa lagt drjúga hönd á plóg- inn við undirbúning og skipulagn- ingu og mynduðu þeir m.a. starfshóp sem vann i sjálfboða- vinnu sem ráögefandi aöili fyrir arkitektinn. Þannig hefur mikill fjöldi fólks, innan sem utan Kópa- vogs, tengst þessu máli og er þeim það öllum sameiginlegt, aö hafa gefið sína vinnu. Það fram- lag verður seint fullþakkaö og er óhætt að fullyröa aö sjálfboöa- vinna hafi lagt grunninn aö þvi brautryöjendastarfi sem hér er unnið. Þau félagasamtök sem aö söfn- uninni standa eru: Junior Chamber Kópavogur, Kirkjufé- Elsti ibúi Kópavogs tekur fyrstu skófiustunguna aö hjúkrunarheimil- inu, en þaö á aö vera fullgert 1981. Hjá Ragnhildi stendur formaöur byggingarnefndar, Asgeir Jóhannsson Timamynd: GE. lag Digranesprestakalls, Kiwanisklúbburinn Eldey, Kvenfélag Kópavogs, Lions- klúbbur Kópavogs, Lionsklúbbur- inn Muninn, Rauðakrossdeild Kópavogs, Rotaryklúbbur Kópa- vogs og Soroptimistaklúbbur Kópavogs. Byggingarstjórn Hjákrunar- heimilis Kópavogs skipa: Asgeir Jóhannesson, formaður, Guö- steinn Þengilsson, Hildur Hálf- dánardóttir, Páll Bjarnason og Soffia Eygló Jónsdóttir. Hópur manna fylgdist meö er fjarlægja átti biiana. Timamynd Tryggvi. Strákunum stungiö inn I „Svörtu mariu”. Timamynd Tryggvi. Of míkið vax í dísilolíu viðsjárvert Vélamar geta brætt úr sér í frostum SlökkvUiðið kall- að á spymuæfingu FRI— Slökkviliöiö var kallaö út i gærkvöldi aö húsi hjá Fjalakett- inum en fólk i nágrenninu hélt aö, þaö heföi kviknaö i þar. Um mis- skilning var aö ræöa, því þarna voru unglingar á ferö á stórum bíl aö leika sér aö láta þá spyrna eins og kallað er. Þeir báru oliu á dekkin auk þess sem eitthvaö ólag var á öörum bilnum en þetta leiddi til þess, aö mikinn reyk lagöi upp af staönum er bilarnir voru á. Er lögreglan kom á staöinn hlupu unglingarnir i burtu en komu svo aftur er dráttarbill var byrjaöur aö undirbúa flutn- ing á bilunum á lögreglustöðina. Lögreglan fór siöan meö ung- lingana þangaö en þeim var sleppt stuttu siöar. JH — Þaö vandamál hefur kom- iö upp i Bretlandi aö disilvélar bræddu úr sér i frosti, og þá einkum dráttarvélar. Jónas Jónsson, ritstjóri Freys, skýröi frá þvi i þætti um landbúnaöar- mál i útvarpinu á mánudaginn. Þetta orsakast af vaxi i dlsil- oliu, aö taliö er. Disilolla, sem ekki brennur 1 sprengihreyflum vélarinnar, lekur niður með stimplunum og fer saman viö smuroliu á oliupönnum vélanna og viö þaö þynnist smurolian, þegar hún er heit. Þegar mikil brögö eru aö þessu, getur vaxiö kólnaö svo, aö vaxiö úr disiloliunni storkni I frosti, og þar meö öll smurolian I vélarpönnunni. Þetta hefur valdiö þvi, aö vélar bræða úr sér, þegar þær eru settar i gang I kulda. Jónas gaf þau varúöarráö aö skoöa oliuna á mælikvaröanum áöur en vélin er ræst, og á þá aö sjást á kvaröanum, hvort hún hefur storknaö eöa ekki. I ööru lagi er ráölegt að skipta reglu- lega um smuroliu og nota rétta þykkt og láta ekki vélarnar snúast I lausagangi aö þarf- lausu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.