Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 4

Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 4
Hringdu í 530 2400 og fáðu Heimaöryggi í áskrift! www.oryggi.is Hver vaktar þitt heimili um páskana? H im in n o g h a f / S ÍA Samtök kvenna af erlendum uppruna íhuga að kæra Viðar Helgi Guðjohnsen, sem skipar fimmta sæti Frjálslynda flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, vegna ummæla hans í garð útlendinga á Íslandi. Ummælin sem um ræðir birt- ir Viðar á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Ísland fyrir Ís- lendinga – Um hvað snýst málið. Hvað erum við hjá Frjálslyndum að tala um!“ Á eftir fylgir grein- argerð þar sem Viðar rekur hætt- ur og vandamál sem gætu skap- ast í landinu með fólksflutning- um. Meðal þeirra atriða sem eru nefnd í tengslum við útlendinga eru skipulagðar nauðganir, berkla- smit, hnignun heilbrigðiskerfis, misskipting í samfélaginu og því haldið fram að fjölmenningarsam- félög hafi aldrei virkað. „Mér finnst þetta ekki of djúpt í árinni tekið,“ segir Viðar um skrif sín. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, vildi ekki tjá sig um málið, sagði það ekki koma sér við. „Þessi maður lýsir vanþekk- ingu sinni á þessum málum með skrifum sínum. Ég vil ekki gera lítið úr áhyggjum fólks en það þarf að ræða þessi mál af skyn- semi. Ekkert af því sem hann segir stenst nánari skoðun og því eru þessi ummæli ef til vill ekki svara verð. Á þessari stundu vil ég fyrst og fremst bjóða honum aðstoð við stafsetningu,“ segir Tatjana Latinovic, formaður Sam- taka kvenna af erlendum uppruna. Hún segir málið þó verða tekið til alvarlegrar skoðunar. Einar Skúlason, framkvæmda- stjóri Alþjóðahúss, segist hafa orðið var við vaxandi fordóma í garð útlendinga frá því í nóvem- ber á síðasta ári, eða um svipað leyti og Jón Magnússon, sem skip- ar efsta sæti lista Frjálslyndra í Reykjavíkurkjördæmi suður, birti grein sína „Ísland fyrir Íslend- inga?“ í Blaðinu. Einar segir að tími sé kominn til að bregðast við þróuninni. Í blaðinu Víkurfréttum sem gefið er út á Suðurnesjum hefur verið fjallað um kynþáttahatur í bænum. Hús í Keflavík þar sem margir innflytjendur halda til var í vikunni þakið veggjakroti. Auk hakakrossa og setningarinnar „Ís- land fyrir Íslendi[n]ga“ var búið að teikna manneskju sem hékk í snöru. Lögreglan á Suðurnesjum segist ekki vita hver standi fyrir krotinu. Kynþáttahatur sagt vaxandi vandamál Þörf er á að bregðast við vaxandi kynþáttahatri, að sögn framkvæmdastjóra Al- þjóðahúss. Samtök kvenna af erlendum uppruna íhuga að kæra frambjóðanda Frjálslynda flokksins vegna ummæla um innflytjendur. Stjórnvöld í Kambód- íu hafa bannað notkun SMS-skila- boða í landinu þangað til kosning- um í landinu lýkur í kvöld. Þannig geti frambjóðendur ekki nýtt sér tæknina til að hafa áhrif á kjós- endur á meðan kosningar fara fram. Símafyrirtæki í landinu hafa lokað fyrir þjónustuna að beiðni yfirvalda og var símaeigend- um tilkynnt ákvörðunin í gegn- um SMS-skilaboð. Mannréttinda- sinnar og stjórnarandstæðingar í Kambódíu hafa gagnrýnt ákvörð- unina og segja hana algjörlega ónauðsynlega. Bannað að senda SMS Metfjöldi af dvalarleyf- um var gefinn út á árinu 2006. Þá voru gefin út 12.669 dvalarleyfi. Árið 2005 voru útgefin dvalar- leyfi 9.331. Árið þar á undan voru leyfin alls 6.042, eða helmingi færri en leyfin í fyrra. Í vefriti dóms- og kirkjumála- ráðuneytisins kemur einnig fram að í fyrra voru 5.210 dvalarleyfi veitt Pólverjum og 761 leyfi veitt Kínverjum. Þar á eftir voru flest leyfi veitt til Litháa, Bandaríkja- manna og Filippseyinga. Haft er eftir Hildi Dungal að ein helsta ástæða mikillar fjölgunar dvalar- leyfisumsókna sé innganga tiltek- inna ríkja í Austur-Evrópu í Evr- ópska efnhagassvæðið. Fimm þúsund nýir Pólverjar „Þetta hefur allt gengið mjög vel fyrir sig,“ sagði Steinunn Þorsteinsdóttir, kynn- ingarfulltrúi hjá Hafnarfjarðarbæ, rúmri klukkustund áður en kjörstöðum var lokað í ál- verskosningum í Hafnarfirði gær. „Það hafa ekki verið neinir hnökrar. Í raun- inni gengur þetta töluvert hraðar fyrir sig en við venjulegar kosningar því við erum með raf- ræna kjörskrá. Maður heyrir að fólk er mjög ánægt með að fá að kjósa,“ sagði Steinunn. „Í dag erum við ósköp róleg. Við höfum verið að hjálpa þeim sem vilja komast á kjörstað,“ sagði Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan. Hrannar sagði Alcan ekki hafa staðið fyrir neinum kerfisbundnum úthringingum í gær. „Við höfum heyrt í mörgum í vikunni en við lukum aðdraganda kosninganna eiginlega í gær- kvöldi og dagurinn í dag hefur verið svolítið ró- legri en undanfarnir dagar. En hver og einn er áreiðanlega að athuga hvort hans fólk er búið að mæta.“ Pétur Óskarsson, talsmaður Sólar í Straumi, sagði kosningadaginn hafa verið mjög skemmti- legan. „Við vorum ekki í neinni kosningabaráttu í dag heldur lauk henni á föstudagskvöldið hjá okkur. Við fórum því bara í sparifötin í morg- un og höfum tekið daginn rólega með kaffi og kökum. Við höfum ekkert verið að hringja út í dag eða neitt slíkt. En buðum reyndar upp á að keyra fólk á kjörstað og það nýttu sér örfáir þann kost,“ sagði Pétur. Ástralinn David Hicks, sem hefur verið fangi í Guant- anamo-fangabúðunum á Kúbu, þarf aðeins að afplána níu mán- uði af sjö ára fangelsisdómi sínum. Hicks var nýverið dæmdur í sjö ára fangelsi eftir að hafa játað að hafa stutt við bakið á hryðjuverkastarfsemi í Afganist- an árið 2001. Við sama tækifæri dró hann til baka ásakanir um að hann hefði verið beittur harðræði í haldi Bandaríkjamanna. Fjöl- skylda Hicks kveðst hins vegar viss um að hann hafi verið þving- aður til þess að halda því fram. Hicks mun afplána fangelsis- dóm sinn í heimalandinu eftir að hann gerði samning við banda- rísk yfirvöld. Samþykkti hann að tala ekki við fjölmiðla næsta árið og að þiggja ekki neinar greiðsl- ur fyrir að segja sögu sína. Einn- ig má hann ekki höfða mál gegn bandarískum stjórnvöldum. Verð- ur hann fluttur til Ástralíu strax eftir helgi. Afplánar bara níu mánuði Rúmlega tvítugur karl- maður var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á föstu- dag. Maðurinn réðst að fórnar- lambi sínu, sem er á svipuðum aldri, við Sambíóið Í Kringlunni í september 2006 og sló hann með hnefahöggi í andlitið. Í kjölfar- ið féll fórnarlambið rænulaust í gólfið og hlaut heilahristing, mar á höfði og kjálkalið auk þess sem hann hlaut sár á vör. Maðurinn játaði brot sitt ský- laust fyrir dómi. Rotaði mann við Kringluna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.