Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 6
Króatía Konur skipa þrjú af hverjum fjórum störfum sem hafa skapast í ríkjum Evrópusam- bandsins frá árinu 2000. Tæplega sextíu prósent þeirra sem útskrif- ast með háskólagráðu eru konur. Þrátt fyrir það fá konur að með- altali fimmtán prósentum lægri laun en karlmenn fyrir hverja unna klukkustund, samkvæmt nýrri skýrslu framkvæmdastjórn- ar ESB um jafnrétti kynjanna. Fram kemur að atvinnuþátttaka kvenna í ríkjum ESB hefur aukist stöðugt síðustu tólf árin og mælist nú 56,3 prósent. Markmið ESB er að atvinnuþátttaka kvenna verði komin upp í sextíu prósent árið 2010. Aukningin hefur þó aðallega átt sér stað í starfsgreinum þar sem konur eru í meirihluta fyrir og eru yfirleitt verr launaðar. Konur eiga einnig erfiðara með að komast í stöður þar sem ákvarð- anir eru teknar. Þetta stangast á við niðurstöður viðhorfskönnun- ar sem gerð var á vegum ESB í janúar þar sem tæp áttatíu pró- sent aðspurðra sögðu þörf á fleiri konum í stjórnunarstöður og rúm sjötíu prósent vildu fleiri kven- kyns þingmenn. Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rannsóknasviðs hjá jafnréttisstofu, segir að á meðan atvinnuþátttaka kvenna sé miklu betri hér á landi miðað við ríki ESB sé launamun- ur meiri. „Atvinnuþátttaka kvenna er rétt um áttatíu prósent og það munar ekki nema sex eða sjö pró- sentum á atvinnuþátttöku karla og kvenna á Íslandi í dag.“ Ingólfur segir meiri launamun hérlendis ekki þurfa að koma á óvart. „Árið 2005 voru íslensk- ar konur með um 81 prósent af launum karla. Það hvílir að hluta á því að við erum ennþá með um 37 prósent kvenna í hlutastörf- um og að teknu tilliti til vinnu- tíma er tilhneigingin sú að þær eru á lægri launum en þær sem eru í fullu starfi. Evrópumenn hafa ekki verið mikið með konur í hlutastarfi. Annað hvort eru þær heima eða í fullu starfi.“ Jafnvægi milli atvinnu og einkalífs er nefnt sem lykilatriði þess að ná fram auknu jafnrétti kynjanna. Meðal hindrana þess sem tilgreindar eru í skýrslunni eru skortur á vistunarúrræðum, bág fjárhagsleg staða, seinkan- ir á starfsframa, hætta á að tapa niður hæfni, erfiðleikar við að snúa aftur í vinnu og þrýstingur á að fylgja staðalímynd. Samkvæmt nýlegri könnun hér- lendis segja rúm sjötíu prósent foreldra að fjölskylduábyrgð rek- ist stundum á við vinnuábyrgð, sautján prósent að það gerðist oft og tólf prósent að það gerðist aldrei. „Við erum þó betur stödd en mörg Evrópulönd því það er betri dekkun í leikskólum. Þetta er þáttur sem við erum mikið öf- unduð af í Evrópu því menn vita að þetta er lykilatriði til að fá konur á vinnumarkaðinn,“ segir Ingólfur. Launamunur kynja 15 prósent innan ESB Konur skipa 75 prósent nýrra starfa innan ESB frá árinu 2000. Atvinnuþátttaka kvenna er komin upp í 56,3 prósent en þær fá að meðaltali 15 prósentum lægri laun en karlar. Á Íslandi er atvinnuþátttaka kvenna betri en launamunur meiri. „Við teljum þau menningarverð- mæti, sem sannarlega felast í margþættu safni Ríkisútvarpsins, betur komin í vörslu almenn- ings en að safna ryki upp í Efstaleiti,“ segir Sig- rún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarps. Safn- ið verði því selt í áföngum á uppboðsmarkaði. Sigrún segir þetta í fullu samræmi við fjórðu grein útvarpslaga, en þar segir að RÚV sé heimilt „að miðla áður framleiddu efni [...] svo sem rituðu máli, hljómplötum, hljóðsnældum, geisladiskum, myndböndum og margmiðlunar- efni.“ Þar sem lakk- og hljómplötusafninu hafi nú öllu verið komið yfir á stafrænt form og stofn- unin hafi gengið í endurnýjun lífdaga, segir Sigrún tilvalið að losa um eignir og afla aukins rekstrarfjár með þessum hætti. „Okkur þótti þetta við hæfi á fyrsta opinbera starfsdegi RÚV ohf. þar sem þetta er í takt við breyttar áherslur hjá stofnuninni. Við leggjum áherslu á að vera lifandi, jafnvel lífræn stofn- un, en ekki staðnað ríkissafn,“ segir Sigrún og bætir við að plássið sem skapist við þetta komi að góðum notum hjá framsækinni stofnun. Lakkplötur RÚV eru um 6.000 talsins og geyma fágætar upptökur frá upphafsárum RÚV og allt til sjöunda áratugarins. Hljómplöt- urnar eru um 37.000. Á næstu mánuðum verður segulbandasafnið einnig boðið upp. Aðspurð segir Sigrún að vaxhólkasafn RÚV, allra fyrstu upptökurnar, verði þó ekki selt að sinni. Þjóðminjasafnið hafi gert kröfu um að fá fyrst tækifæri til að rannsaka það og afrita. Fyrsti áfangi sölunnar hefst klukkan 14 í dag í Perlunni með uppboði á lakkplötusafni og hluta hljómplötusafnsins. Safnið verður boðið upp í áföngum Geir Haarde forsætis- ráðherra, Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra og Valgerður Sverris- dóttir utanríkisráðherra voru meðal 500 gesta á starfsmanna- hátíð Alcoa Fjarðaáls í gær. Geir og Valgerður klipptu á borða og opnuðu þar með starfsfólki leið inn í kerskála álversins á tákn- rænan hátt. „Hefði einhver trúað því vorið 2002 að Alcoa ætti eftir að byggja eitt fullkomn- asta álver heimsins hér á Austur- landi og setja fyrstu kerin í gang vorið 2007?“ spurði Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Fjarðaáls, þegar hann ávarpaði viðstadda og opnaði starfsmannahátíðina. Opnuðu ker- skála Fjarðaáls Finnst þér að tannlæknar eigi að fá að auglýsa þjónustu sína? Er þörf á 240 manna varalög- regluliði á Íslandi?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.