Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.04.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 01.04.2007, Qupperneq 8
ÍS L E N S K A /S IA .I S /I C E 3 69 17 3 /0 7 ‘07 70ÁR Á FLUGI Það er bæði þroskandi og gaman að sjá sig um í heiminum. Gjafabréf frá Icelandair, full greiðsla eða innborgun upp í flugfargjald, er fermingargjöf sem opnar nýjar leiðir. Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi til allra áfangastaða Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum. + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is/gjafabréf GEFÐU FERÐALAG Í FERMINGARGJÖF Nú þegar framleiðsla er að hefjast á evrópsku herflutn- ingavélinni Airbus A400M, sem eitt sinn var hampað sem lykil- atriði í að gera Evrópusamband- ið hernaðartæknilega óháð NATO og Bandaríkjunum, er verkefnið orðið frekar að tákni fyrir þróuð varnarmálatengsl yfir Atlants- hafið en fyrir tilraunir ESB til að verða óháð bandarísku herverndar- hlífinni. Stefnan var sett á smíði vélar- innar á síðasta áratug, í kjölfar stríðsátakanna á Balkanskaga. Þá vöknuðu Evrópuríkin upp við þann vonda draum að vera ófær um að flytja friðargæsluliða og hjálpar- gögn á vettvang nema með aðstoð frá Bandaríkjaher, þótt vettvang- urinn væri svo skammt undan. Nýja flutningavélin gegndi lykil- hlutverki í nýrri öryggis- og varn- armálastefnu Evrópusambands- ins en eitt af markmiðunum með henni var að samræma hergagna- framleiðslu og varnaráætlanir í Evrópulöndunum og gera skilvirk- ari í þeim aðstæðum sem upp voru komnar eftir lok kalda stríðsins. Þegar þessar hugmyndir komu fyrst fram var þeim illa tekið meðal ráðamanna í Washington, en þá var Bill Clinton enn á for- setastóli vestra. Hugmyndir Evr- ópumanna voru gagnrýndar sem sóun og óþarfa tvíverknaður, þar sem Bandaríkjaher hefði yfir þeirri tækni og getu að ráða sem þörf væri á. Þáverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, Madel- eine Albright, varaði jafnvel við hugsanlegum slitum milli Evrópu og Bandaríkjanna hvað varnar- hagsmuni varðaði ef Evrópusam- bandið héldi áfram að beina kröft- um og fé frá NATO að uppbygg- ingu eigin varnargetu. Síðan sinnaðist ráðamönnum forysturíkja meginlands Evr- ópu og Bandaríkjanna alvar- lega er deilan um innrásina í Írak stóð sem hæst. En nú er sá æs- ingur allur að baki og sú sameig- inlega afstaða orðin ofan á, að þeim mun meiri varnargetu sem vestrænu bandamennirnir koma sér upp, því betra, hvort sem það gerist í nafni ESB eða NATO. Flest ESB-ríkin eru hvort eð er í NATO. Hið sameiginlega verkefni í Afganistan hjálpar einnig til að gera samstarfið milli bandamann- anna beggja vegna Atlantshafsins jarðbundið og árangursmiðað. Nýja Airbus A400M-vélin lítur út eins og stækkuð útgáfa af hinni bandarísku C-130 Hercules. Burð- argeta Airbus-vélarinnar verð- ur nærri tvöföld á við Hercules. Fyrstu vélarnar eiga að fara í loft- ið á næsta ári og frá árinu 2009 verða þær teknar í notkun af flug- herjum ríkjanna sem aðild eiga að verkefninu. Alls hafa nærri 200 vélar verið pantaðar fram til þessa. Tákn bættra varnartengsla Smíði evrópsku herflutningavélarinnar Airbus A400M er orðin að tákni fyrir þróuð varnarmálatengsl yfir Atlantshafið. Á tímabili stefndi hún þeim í hættu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.