Fréttablaðið - 01.04.2007, Side 10
greinar@frettabladid.is
Í
dag komast formleg samskipti Færeyinga og Íslendinga á
eins konar hástig. Opna á í Þórshöfn skrifstofu aðalræðis-
manns Íslands í Færeyjum. Að því leyti markar þessi dagur
þau tímamót í færeyskri stjórnmálasögu að fyrsti útsendi
erlendi sendierindrekinn sest nú þar að.
Það er sæmd að því fyrir Íslendinga að eiga þennan dag
sameiginlegan með Færeyingum. Hugur þeirra gagnvart Íslandi
er einstakur. Í færeyska blaðinu Sosialurin birtist fyrir skömmu
skopmynd í tilefni af þessum atburði með svohljóðandi texta:
„Fyrsti útlendski sendihirrin í Föroyum er ikki útlendingur, men
íslendingur.“
Á einfaldari og skýrari hátt er tæpast unnt að lýsa sambandi
tveggja þjóða. Það á að vera okkur hugarhaldið að sýna Færey-
ingum sama þel. Opnun aðalræðismannsskrifstofunnar er vottur
um vilja í þeim efnum. Skrifstofa af þessu tagi hefur verið til um-
ræðu og umhugsunar í nokkur ár. Valgerður Sverrisdóttir utan-
ríkisráðherra á lof skilið fyrir að gera þau orð að veruleika.
Mikill fengur er að því að hafa fengið Eið Guðnason, fyrrum
umhverfisráðherra og einn af forystumönnum gamla Alþýðu-
flokksins, til þess að takast á hendur brautryðjandahlutverk-
ið í þessum efnum. Hann hefur verið athafnasamur sendiherra,
meðal annars í Kína. En framhjá því verður ekki litið að baksvið
hans í stjórnmálum gefur þessu nýja skrefi í samskiptum land-
anna aukið vægi.
Þegar Jógvan Sundstein var lögmaður Færeyja á sínum tíma
nefndi hann með óformlegum hætti, sennilega fyrstur manna,
framtíðarhugmyndir um einhvers konar efnahagsbandalag milli
þjóðanna. Með vissum hætti má segja að þær hafi orðið að veru-
leika með Hoyvíkursamningnum svonefnda sem undirritaður var
fyrir tæpum tveimur árum.
Sá samningur felur í sér frjálsan innri markað landanna tveggja
með mjög víðtækum hætti. Það er raunar umfangsmesti sam-
skiptasamningur okkar við nokkurt land. Davíð Oddsson, þáver-
andi utanríkisráðherra, tók þau samningamál föstum tökum og á
öðrum fremur heiður af því að þeirri gerð var lokið á jafn mynd-
arlegan hátt og raun ber vitni. Þar er nú jarðvegur fyrir dugmikla
athafnamenn á öllum sviðum til að plægja og rækta.
Innflutningur frá Færeyjum hefur verið nokkuð sveiflukennd-
ur en er nú tvöfalt meiri en fyrir fimm árum. Innflutningurinn
er þó aðeins þriðjungur af því sem við flytjum út til Færeyja. Við
liggur að Færeyingar kaupi jafn mikið frá Íslandi eins og Svíar og
Finnar til samans. Hvort tveggja þetta sýnir að viðskipti landanna
blómstra. Satt best að segja hallar heldur á okkur í þeim efnum.
Poul Mohr hefur lengi verið aðsópsmikill ræðismaður Íslands í
Færeyjum. Þar fer sannur Færeyingur og Íslandsvinur. Hann er
góður og rismikill fulltrúi þeirrar menningarþjóðar sem Færey-
ingar eru. Aukheldur hafa Íslendingar átt þar hauk í horni sem
ástæða er til að meta og þakka.
Að öllu virtu má með sanni segja að þessi dagur marki ekki að-
eins tímamót í samskiptum landanna. Hann er á sinn hátt enn ein
staðfesting á því að á þeim gagnvegum finnst enginn Þrándur í
Götu.
Enginn Þrándur
í Götu
Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu
fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að
rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsu-
gæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð
vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér
setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks,
fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar
Framsóknarflokks.
Hægristjórnin sem hér hefur ríkt hefur nefnilega
verið ötull talsmaður einkavæðingar og einkarekstr-
ar og hvatt til einkaframtaks á sem flestum sviðum.
Fjölmargar ríkisstofnanir hafa verið seldar undan-
farin tíu ár og margs konar lög sett til að greiða fyrir
einkavæðingu, hvort sem er á raforku eða vatni. Full-
trúar Sjálfstæðisflokks hafa leynt og ljóst talað fyrir
auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Því miður
hafa fulltrúar úr ýmsum flokkum tekið undir mál-
flutning þeirra um markaðsvæðingu heilbrigðiskerf-
isins.
Því miður segi ég, vegna þess að í heilbrigðis-
kerfinu eiga markaðslögmálin ekki að gilda. Heil-
brigðiskerfið á ekki að skila hagnaði — og það á ekki
að kosta sjúklinga að vera veikir. Á Sigga frænka
kannski að borga fyrir fótbrotið svo það
verði ekki tap á því? Það er engu líkara en
það sé ætlun núverandi ríkisstjórnar sem
hefur smurt ofan á komugjöld í öllu heil-
brigðiskerfinu og orðið tíðrætt um aukinn
einkarekstur.
Allt leiðir í eina átt — er einhver búinn
að gleyma nefndinni sem starfaði undir for-
ystu Jónínu Bjartmarz og skilaði þeirri nið-
urstöðu að þeir sem hefðu efni á því ættu að
„fá“ að borga fyrir að fara fram fyrir í röð-
inni? Þetta átti ekkert að bitna á neinum —
þeir ríku áttu „aðeins“ að fá betri þjónustu
en hinir sem ekki hefðu efni á slíku.
En nú er sem sagt komið í ljós í áðurnefndri könn-
un sem ber yfirskriftina Heilbrigði og aðstæður Ís-
lendinga að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru
sammála okkur Vinstri-grænum um að öflugt opin-
bert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferð-
arkerfisins. Þessi stoð hefur nú verið nöguð að utan
af stjórnarflokkunum með því að fjarlægja ýmsa
þræði — eins og skólatannlækningar barna — og
nauðsynlegar umbætur eins og að niðurgreiða sál-
fræðiþjónustu hafa ekki verið gerðar.
Þess vegna er svo mikilvægt að mynda nýja ríkis-
stjórn í vor — sem starfar samkvæmt meirihlutavilja
og stendur vörð um heilbrigðiskerfið.
Höfundur er varaformaður Vinstri grænna.
Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi
Áháskólaárunum mínum leigði ég kjallaraíbúð á Laugalækn-
um. Húsið var í eigu mikilla heið-
urshjóna og vart hægt að hugsa
sér betri leigusala. Þau höfðu
skilning á ójöfnu tekjuflæði leigj-
andans ásamt því að háskólanám
verði vart stundað án þess að þess
sé gætt að lífsins blóm skrælni
ekki. Ég held að það hafi samt
bara gerst einu sinni að skemmt-
anahaldið hafi farið fram úr hófi
og valdið verulegu ónæði á efri
hæðinni. Ekki var gerð athuga-
semd en um hádegisbil var hringt
á dyrabjöllinni í kjallaranum og ég
barðist til dyra, fremur ósáttur við
truflunina. Þar fyrir utan stóðu
tveir jakkafataklæddir menn,
sögðust vera vottar. Þegar mér
hafði skilst að þeir væru ekki frá
skattinum heldur á vegum þess
sem öllu öðru er æðra, þá kom í
ljós að leigusalarnir mínir höfðu
hvatt þá sérstaklega til að banka
upp á í kjallaranum, þar byggi
sál sem þyrfti á frelsun að halda.
Þeir drógu upp stóra bók og opn-
uðu hana ábúðarfullir á miðopnu.
Á hægri síðu var mynd úr aldin-
garði þar sem kona las vínber, karl-
maður, sennilega eiginmaður kon-
unnar, hljóp á eftir fiðrildi og barn
og lamb lágu saman við hliðina
á ljóni sem tuggði strá. Á vinstri
síðunni gat að líta eyðimörk, and-
styggilegan stað, þurran og óhugn-
anlegan. Eldar stóðu upp úr sand-
inum og dimm óveðursský húktu
yfir öllu. Önnur myndin endur-
speglaði betur mína líðan en hin.
Þessu næst spurðu vottarnir mig á
hvorum staðnum ég vildi vera og
eftir nokkra umhugsun benti ég
á myndina með konunni og ljón-
inu. Vottarnir urðu himinlifandi,
merktu við á blaðinu sínu og héldu
sinn veg, ein glötuð sál hafði ratað
heim.
Ég hef stundum velt því fyrir
mér hvort ég hefði ekki átt að
ræða ögn lengur við vottana og
reyna að leiða leiða þeim fyrir
sjónir að heimurinn væri ekki
svona svartur eða hvítur, að við
mennirnir værum hvorki englar
né drýslar og því væru margar
aðrar myndir mögulegar í lífsins
bók sem gætu verið ákjósanleg-
ar og ekki síðri en þær sem þeir
kynntu sem einu valkostina. Senni-
lega hefði sú umræða verið tíma-
eyðsla og hvorki bætt mína líðan
eða þeirra.
Það getur verið mjög hættu-
legt að draga upp einlita mynd af
flóknum veruleika. Öfgar eða ein-
strengingsháttur geta skemmt
fyrir hinum besta málstað. Fólk
er ekki á móti umhverfisvernd
vegna þess að það studdi byggingu
Káranhjúkastíflu, menn vilja ekki
einkarekið heilbrigðiskerfi bara
vegna þess að þeir vilja nýta kosti
einkarekstrar og stuðningur við
sjálfstætt starfandi skóla jafngild-
ir ekki því að vilja afnema jafn-
rétti til náms.
Heimurinn er flóknari en svo,
myndirnar sem hægt er að draga
upp miklu fleiri og fjölbreyttari en
þær öfgar sem stundum er reynt
að læða að sem einu valkostunum.
Öfgarnar er víða að finna þessa
dagana. Í aðdraganda kosning-
anna hefur ekki farið mikið fyrir
einu af helstu baráttumálum Sam-
fylkingarinnar, aðild Íslands að
ESB. Þó hafa margir talsmenn
flokksins dregið upp þá mynd að
valið standi á milli efnahagslegr-
ar og pólitískrar hnignunar ann-
ars vegar og hins vegar aðildar að
ESB í öllu sínu veldi. Sú mynd er
auðvitað alröng. EES-samningur-
inn hefur sannað gildi sitt og Ís-
land nýtur nú þegar flestra þeirra
kosta sem aðild að ESB fylgja.
Ekki er þar með sagt að það komi
aldrei til greina að Ísland sæki
um aðild, en til þess að svo verði
þurfa hagsmunir þjóðarinnar að
kalla eftir því. Kostirnir við aðild,
umfram það sem EES veitir, verða
að vera meiri en gallarnir sem af
henni hljótast, annars er engin
ástæða til að breyta núverandi
fyrirkomulagi.
Viðtal The Daily Telegraph
við Jens Stoltenberg nú á dögun-
um var mjög áhugavert. Þar kvað
norski forsætisráðherrann upp úr
með að Noregur myndi ekki í fyr-
irsjáanlegri framtíð sækja um
aðild að ESB. Fyrir okkur Íslend-
inga eru þetta mikil tíðindi. Marg-
ir hafa verið þeirrar skoðunar að
ef Noregur gengi í ESB myndu
forsendur fyrir EES-samstarf-
inu breytast þannig að erfitt yrði
fyrir okkur Íslendinga að standa
áfram utan ESB. Þessar fréttir af
afstöðu norska forsætisráðherr-
ans ættu að vera þeim sem hafa
áhyggjur af því að EES-samstarfið
haldi ekki nokkur léttir. Jafnframt
finnst mér líklegt að viðtalið dragi
úr líkunum á því að Samfylking-
in reyni að gera Evrópumálin að
þungamáli í kosningunum.
Norski verkamannaflokkurinn
hefur talað fyrir inngöngu Norð-
manna í ESB og þessi afstaða
Stoltenberg því merkari en ella.
Ábendingar hans um að Samein-
uðu þjóðirnar hafi valið Ísland og
Noreg þær þjóðir þar sem best
væri að búa í heiminum, minna á
að aðild að ESB er ekki forsenda
fyrir góðu og innihaldsríku þjóð-
lífi. En það þarf vart að taka það
fram að Jens Stoltenberg er í hópi
þeirra leiðtoga norrænna sósíal-
demókrata sem ekki er boðið á
Landsfund Samfylkingarinnar,
hann hefði verið það sem kallað er
veisluspillir.
Af vottum og Norðmönnum