Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 12
„26. desember er hefðin sú að fara
á strönd sem heitir Tumbledown
Bay. Þar hittumst við, 50-60
manns, með jólamatarafganga og
höldum „pikknikk“. Síðan köfum
við eftir paua-skeljum og fiskum
og grillum veiðina á ströndinni.“
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
Gunnar Hannes Biering,
Laufásvegi 17, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 3. apríl kl. 13.00.
Hulda Biering Margeir Gissurarson
Rannveig Biering
Jón Gunnar Biering Margeirsson Sigríður Aradóttir
Bjarni Margeirsson
Herdís Biering Guðmundsdóttir Valdimar Valdimarsson
Kristín Sveinsdóttir
Lára Sveinsdóttir
Hulda og Kormákur.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Agnes Auðunsdóttir
lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, miðvikudag-
inn 28. mars. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir,
amma, langamma og langalangamma,
Soffía Björnsdóttir
Hjúkrunarheimilinu Dalbæ á Dalvík,
áður til heimilis að Drápuhlíð 48 í Reykjavík,
lést fimmtudaginn 29. mars. Jarðarförin auglýst síðar.
Grímur Björnsson Björg Jósepsdóttir
Þorsteinn Björnsson Ásdís Arnardóttir
Björn Á. Björnsson Elísabet Erlendsdóttir
Páll Kristjánsson
Ingibjörg Björnsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og hlýhug við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Helga Hafliðasonar
Hátúni 23, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á Landspítalanum,
Landakoti L5, fyrir umönnun og hlýtt viðmót.
Helgi Helgason Anna Kristín Hannesdóttir
Dagbjört Helgadóttir Þorkell Hjaltason
Júlíus B. Helgason Hildur Sverrisdóttir
Hafliði Helgason Barbara Helgason
Ragnar Hauksson Josephine Pangolamus
afabörn og langafabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Guðríður Eiríka Gísladóttir
sem andaðist fimmtudaginn 22. mars á hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ, verður jarðsungin í Fríkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 2. apríl kl. 13.00. Þeim sem vilja
minnast hennar er bent á hjúkrunarheimilið Skógarbæ.
Rafn Kristjánsson
Ingibjörg Rafnsdóttir
Magnús Rafnsson Arnlín Óladóttir
Sigríður Rafnsdóttir Rafn Jónsson
Auður Rafnsdóttir Bett James Bett
Hjördís Rafnsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu
okkur samúð og hlýhug vegna andláts og
útfarar föður okkar, tengdaföður, bróður,
mágs, afa og langafa,
Antons Viggó Björnssonar
rafmagnstæknifræðings, Barónstíg 43,
Reykjavík.
Anna María Antonsdóttir Valgarður Unnar Arnarson
Linda Pettersen Bjarne Pettersen
Ragnar Antonsson Guðbjörg Jensdóttir
Björn Antonsson Cecilia Antonsson
Theresia Erna Viggósdóttir Gísli Helgason
barnabörn og barnabarnabörn.
„Ég hef engar áhyggjur af því að húsið
fyllist af fólki í tilefni dagsins því það
trúir enginn að ég eigi afmæli,“ segir
Sigurgeir Skúlason landfræðingur
sem á stórafmæli í dag, 1. apríl. „Ég er
fimmtugur, það er víst. Alla vega segir
mamma það,“ segir Sigurgeir og bætir
við að hann hafi gaman af því að eiga
afmæli á þessum degi. „Í seinni tíð hef
ég haft gaman af þessu en sem krakki
var þetta ekki eins gaman því þá var
ég reglulega plataður á afmælisdag-
inn. Nú er það ég sem plata aðra,“ segir
Sigurgeir hress í bragði.
Spurður um sögur tengdum apríl-
göbbum sem hann hefur orðið fyrir
segir hann af mörgu að taka. „Ég var
alinn upp í sveit og oft var ég platað-
ur til þess að hlaupa upp í fjárhús þar
sem mér hafði verið sagt að kindin mín
væri borin. Oftast var þetta eitthvað í
tengslum við sveitina og fyrir vikið tók
ég öllu með fyrirvara á þessum degi.
Sama hvað ég heyrði.“
Í dag hefur Sigurgeir snúið vörn í
sókn og platar sjálfur á afmælisdag-
inn sinn. Hann vill þó ekki taka undir
að hann sé stríðinn. „Ekki að mínu mati
en börnin mín eru örugglega ósammála
mér. Þau segja að ég sé alltaf að plata
þau eitthvað, kannski af því að ég fædd-
ist á þessum degi.“
Sigurgeir ætlar að eyða afmælisdeg-
inum í að horfa á son sinn keppa í körfu-
bolta með Fjölni. „Ég ætla að njóta þess
að horfa á hann keppa á Íslandsmót-
inu yfir helgina. Dóttir mín er einn-
ig að keppa en því miður næ ég ekki
að horfa á hana líka. Ég hugsa að ég
geri lítið annað yfir helgina enda miklu
skemmtilegra að horfa á börnin keppa
en halda einhverja veislu. Svo er alltaf
möguleiki á að konan eldi góðan mat í
tilefni dagsins.“
Skúli Sverrisson
hyggst rífa fram
bassann og stíga á
stokk með hljóm-
sveitinni Blonde
Redhead. Skúli
hefur starfað með
sveitinni um árabil
og hefur meðal ann-
ars leikið inn á þrjár
plötur en samkvæmt
fréttatilkynningu
frá tónleikahaldar-
anum Grími Atla-
syni er ákaflega sjaldgæft að
hann sé með Blonde Redhead
á sviðinu. „Hann gerði það
reyndar í Austurbæjarbíói
2004 á mjög eftirminnileg-
um tónleikum,“ segir
Grímur.
Blonde Redhead
verður á faraldsfæti
í ferð sinni hingað til
lands. Hún leikur á
Nasa 5. apríl ásamt
Kristin Hersh og hinni
vestfirsku Reykjavík!.
En sveitin heldur síðan
rakleiðis til Ísafjarð-
ar þar sem hún tekur
þátt í tónlistarhátíðinni
Aldrei fór ég suður.
Samkvæmt upplýsingum
hjá Grími gengur miðasal-
an á tónleika sveitarinnar á
Nasa ákaflega vel en nokkr-
ir miðar eru þó eftir.
Skúli á bassann með
Blonde Redhead
We Are the World gefið út