Fréttablaðið - 01.04.2007, Qupperneq 15
sem borga mesta skattinn. Hvað
finnst ykkur um manninn með hatt-
inn sem borgar ekki skattinn? Fólk-
ið sem berst á í þjóðfélaginu en
samkvæmt framtölum á 7 krónur?
Þorsteinn: Þetta er blásið upp á
hverju ári og jafnvel alið á smá
öfund. Það er ríkt fólk í landinu og
það er bara gott. Þetta fólk rekur
kannski stór fyrirtæki sem borga
skatt og halda uppi störfum. Hins
vegar er auðvitað ekki gott ef fólk
er að svíkja undan skatt. En ef þú
þarft lögum samkvæmt ekki að
borga skatt, afhverju að gera það
þá? Hvað finnst þér Brynja?
Brynja: Ég hef trú á því að flestir
Íslendingar séu löghlýðnir og séu
ekki að svíkja undan skatti en þess-
ir auðmenn sem berast á standa
í mikilli orrahríð. Ég held ekki að
þeir séu viljandi að reyna að stuða
fólk með því að reyna að sleppa við
að borga skatt þannig að mér finnst
þessi umræða alltaf hálfleiðinleg.
Það að viðskiptamönnum gangi
vel á Íslandi og erlendis er ekkert
nema jákvætt fyrir okkur þannig
að þetta er dálítið ósanngjarnt. Ég
skil ekki afhverju við ættum að
vera að nöldra yfir því að einhver
hafi það betri en hinn þegar þetta
skilur sér allt að lokum til okkar í
auknum hagvexti.
Þorsteinn: Ég held að fólk gleymi
einu. Ríkt fólk í mörgum löndum
hegðar sér mjög illa. Er flækt í
mafíustarfsemi, eiturlyf og glæpi
og annað eins. Það versta sem þetta
ríka fólk gerir á Íslandi er kannski
að fá Elton John til að syngja í af-
mælinu sínu. Við erum með besta
ríka fólkið í heimi og við eigum að
hætta að öfundast út í það – þetta
væri verið miklu verra.
Eru stjórnmálin okkar líka þau
bestu í heimi? Hvar viljið þið
staðsetja þau á mælikvarðanum
leiðinleg, lala eða skemmtileg?
Þorsteinn: Leiðinleg. Það er ótrú-
lega lítið skemmtilegt við stjórn-
mál og það er undarlegt hvað þetta
fólk er flest allt bara „boring“.
Sumir sleppa með að vera ágæt-
ir og aðrir eru algjörlega húm-
orslausir og hlæja ekki að neinum
nema sjálfum sér eins og Guðni
Ágústson. Ég reyndi einu sinni að
lemja stjórnmálamann með bók,
hann Mörð Árnason.
Brynja: Mörður náði nýjum hæðum
um daginn þegar hann tengdi bíl-
beltaauglýsingu við bláu hönd-
ina og Sjálfstæðisflokkinn. Sagði
að þessi almannaheillarauglýsing
væri áróðursauglýsing fyrir þá.
Þorsteinn: Íslenskir stjórnmála-
menn eru örvæntingarfullir og
óöruggir með sig og hlaupa á eftir
skoðanakönnunum og tískusveifl-
um í þjóðfélaginu. Þess vegna
þora þeir aldrei að vera afslapp-
aðir og þeir sjálfir. Ef þeir hefðu
einhverja stefnu, þó hún væri ekki
alltaf sú vinsælasta, þá væru þeir
betri. En þetta er svo desperat lið.
Brynja: Fólkið sem er að koma
inn á vinstri vænginn finnst mér
skemmtilegt. Mér finnst Sóley
Tómasdóttir stórskemmtileg og
sömuleiðis er ég hrifin af Katrínu
Júlíusdóttur.
Þorsteinn: En er Sóley komin inn
á þing? Hún nefnilega verður leið-
inleg þegar hún kemur inn. Össur
getur verið skemmtilegur og hann
er indæll.
Er ekki aðeins meira stuð í
kringum forsetaembættið? Eigið
þið ykkur einhvern eftirlætis for-
seta?
Þorsteinn: Vigdís Finnbogadóttir.
Brynja Björk: Segi það sama. Hún
er fyrsti þjóðkjörni kvenforsetinn
og á sínum tíma var það mjög stórt
skref og frábær kynning fyrir Ís-
land.
Þorsteinn: Ég held að sú kosning
hafi verið það besta sem Íslend-
ingar hafa gert í sínum markaðs-
málum. Ég fer út um allan heim og
fólk þekkir Vigdísi alls staðar og
ber virðingu fyrir henni. Ég held
að fólk átti sig ekki á því hvað hún
gerði rosalega mikið fyrir landið.
Brynja: Hún hefur alltaf verið í
forsvari fyrir konur og góður full-
trúi þjóðarinnar. Ég er ekki alveg
nógu sátt við þann forseta sem er í
embætti núna. Forsetaembættið á
ekki að vera pólitískt og því finnst
mér að kjósa mann í þetta embætti
sem er jafn pólitískur og hann er
mistök.
Þorsteinn: Forsetinn pirrar mig
ekkert en ég held hann hafi gert
mistök með því að stöðva fjöl-
miðlalögin. Við erum lítil þjóð og
við þurfum að standa vörð um sam-
keppni. Ef eitt fyrirtæki er farið að
eiga meiripartinn af fyrirtækjum í
landinu og fjölmiðla líka – þá fáum
við einhliða mynd af því sem er að
gerast. Og það er bara ekki sniðugt.
Ég er ekkert á móti þessu fyrir-
tæki, það er bara of stórt. Það hefði
verið allt í lagi ef þeir hefðu fundið
sér aðra hluti til að gera meðfram
rekstri fyrirtækja sinna en fjöl-
miðlarekstur. Nú eiga þeir 10-15
fyrirtæki sem koma að fjölmiðlum
á Íslandi. Og það hefur áhrif.
Brynja: Ég tel það að stoppa þessi
fjölmiðlalög sé hreinlega gott
dæmi um þann karakter sem for-
setinn hefur að geyma. Þó þú sverj-
ir embættiseið þá hendirðu ekkert
þínum pólitísku gildum í ruslið.
Að lokum, hver er hinn íslenski
draumur?
Þorsteinn: Ég held að hann sé að
fá opnu af minningargreinum í
Morgunblaðinu. Ekki bara eina
síðu heldur næstu líka. Breið-
opnu. Allir skrifa að þeir hafi elsk-
að þig og hafi borið virðingu fyrir
þér. Ég held að það fyrsta sem fólk
geri þegar það deyr, sé að kaupa
sér Morgunblaðið og fletta upp á
sjálfu sér. Það er gott að fá blöndu
– einhvern vin, vinnufélaga, úr
fjölskyldunni og helst einhverja
formenn stéttarfélaga.
Brynja: En er þá ekki hálflummó
ef allir vinnufélagarnir taka sig
saman og skrifa bara svona stutta
klausu?
Þorsteinn: Jú, það er halló. Það væri
ágætt ef þið skrifið bara minning-
argrein – væruð þið ekki til í það?
Og Helga Braga? Ég á það nú inni.
Brynja: Minn íslenski draumur
er bara að reyna að gera heim-
inn betri á hverjum degi, kannski
engar stórvægilegar breytingar,
en betri í dag en í gær.
Nordica hotel
Su›urlandsbraut 2
S. 444 5050
VOX Restaurant
Opi› flri.- lau.
18.30 - 22.30
VOX Bistro
Opi› alla vikuna
11.30 - 22.30
www.vox.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
2
6
9
11
Tilbo› á gistingu á www.icehotels.is
Páskablús
Blúshátí› á Nordica hotel 3.-5. apríl
(sjá www.blues.is)
Páskabrunch
5., 6., 8. og 9. apríl kl. 11.30-14.00
Happy Hour alla daga á barnum kl. 17-19
MATSE‹ILL 1
Sesarsalat
Romaine salat, kjúklingur, brau›kru›ur,
parmesanostur
Lambakótelettur
Grilla› grænmeti, kartöflusalat
2.750 kr.
MATSE‹ILL 2
Andalæri
Sulta› me› appelsínugljáa, klettasalat
Hl‡ri
Bygg, rau›vínssósa, rótargrænmeti
2.700 kr.
MATSE‹ILL 3
Norrænn tapas
Rækjur, birkireyktur lax, síld, kavíar, rúgbrau›
Svínalundir
Gratin me› nor›lenskum grá›aosti, salat
3.150 kr.
3.-5. apríl
Girnileg
páska-
og blúshátí›
Bor›apantanir í síma 444 5050.