Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 26
Jafningjafræðsla Hins hússins er forvarnar- starf, unnið af ungu fólki fyrir annað ungt fólk. Vilmundur Sveinsson, formaður Nemendafélags Verslunarskólans, er einn þeirra sem sinntu því starfi í fyrrasumar. „Umsækjendur um jafn- ingjafræðsluna í fyrra voru um 120 og ég var ánægður með að vera einn þeirra sem urðu fyrir valinu. Það var góður níu manna hópur sem náði mjög vel saman.“ -Hvað gerðuð þið? „Þetta byrjaði á því að við fórum á tveggja vikna námskeið um sjálfsstyrk- ingu, kynfræðslu, fíkn, ungl- ingamenningu, átraskan- ir og margt fleira. Síðan tókum við að boða fagnaðar- erindið og fórum í hópa á vegum Vinnuskóla Reykja- víkur. Töluðum við krakka sem höfðu nýlokið 9. bekk og vorum með hverjum hóp í heilan dag. Við spiluðum fót- bolta og fleira en fjölluðum líka um allt mögulegt eins og tölvufíkn, eiturlyf, áfengi, siðferði, kynlíf, heilbrigðan lífsstíl og jákvæða hugsun.“ -Tóku unglingarnir mark á ykkur? „Já, flestir spurðu mikið og höfðu áhuga á umræðu- efnunum. Ég hef fylgst með nokkrum sem ég hitti síð- asta sumar og sé alveg að þetta starf hefur borið ár- angur. Bara það að heyra jafningja tala um kynlíf en ekki einhvern sextug- an kennara skiptir miklu máli. Líka um áfengi, dóp og tölvur. Við sem yngri erum vitum hvernig krakk- ar hugsa og náum betur til þeirra en eldra fólkið.“ -En hvernig fannst þér sjálfum starfið? „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna því hún snýst um að rækta krakk- ana. Ég lærði margt á þessu tveggja vikna námskeiði og líka um þann heim sem krakkarnir lifa í. Þessi reynsla á eftir að nýtast mér áfram. Ég verð ekki í þessu starfi í sumar en ég mæli alveg með því.“ -Fékkstu sæmilega borg- að? „Já, já, það var allt í lagi. Auðvitað hefði maður getað farið í einhverja skrifstofu- vinnu að stimpla inn tölur og fengið betri laun. En það er gaman að vera úti í sólinni við að sinna fólki og fræð- ast um samfélagið í leið- inni. Það vegur bara meira en peningar.“ Starf sem snýst um að fræða jafningja Nýr formaður verkalýðs- félags Vestfjarða kjörinn. Finnbogi Sveinbjörnsson, ritari Verkalýðsfélags Vest- fjarða, var kjörinn nýr for- maður félagsins í póstkosn- ingu sem staðið hefur yfir meðal félagsmanna síðan 14. mars. Tveir voru í kjöri til formanns, en Helgi Ólafs- son, varaformaður verka- lýðsfélagsins, bauð sig einn- ig fram. Alls bárust 603 atkvæði, af þeim fékk Finn- bogi 420 en Helgi 176. Sjö atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. Finnbogi er starfsmaður Flugfélags Íslands á Ísa- firði. Hann tekur við for- mennsku af Pétri Sigurðs- syni, en hann hefur verið formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða frá því það var stofnað árið 2002. Áður var hann formaður Verkalýðs- félagsins Baldurs frá árinu 1974. Formannsskipti verða á næsta aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í vor. Afgerandi sigur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.