Fréttablaðið - 01.04.2007, Side 26

Fréttablaðið - 01.04.2007, Side 26
Jafningjafræðsla Hins hússins er forvarnar- starf, unnið af ungu fólki fyrir annað ungt fólk. Vilmundur Sveinsson, formaður Nemendafélags Verslunarskólans, er einn þeirra sem sinntu því starfi í fyrrasumar. „Umsækjendur um jafn- ingjafræðsluna í fyrra voru um 120 og ég var ánægður með að vera einn þeirra sem urðu fyrir valinu. Það var góður níu manna hópur sem náði mjög vel saman.“ -Hvað gerðuð þið? „Þetta byrjaði á því að við fórum á tveggja vikna námskeið um sjálfsstyrk- ingu, kynfræðslu, fíkn, ungl- ingamenningu, átraskan- ir og margt fleira. Síðan tókum við að boða fagnaðar- erindið og fórum í hópa á vegum Vinnuskóla Reykja- víkur. Töluðum við krakka sem höfðu nýlokið 9. bekk og vorum með hverjum hóp í heilan dag. Við spiluðum fót- bolta og fleira en fjölluðum líka um allt mögulegt eins og tölvufíkn, eiturlyf, áfengi, siðferði, kynlíf, heilbrigðan lífsstíl og jákvæða hugsun.“ -Tóku unglingarnir mark á ykkur? „Já, flestir spurðu mikið og höfðu áhuga á umræðu- efnunum. Ég hef fylgst með nokkrum sem ég hitti síð- asta sumar og sé alveg að þetta starf hefur borið ár- angur. Bara það að heyra jafningja tala um kynlíf en ekki einhvern sextug- an kennara skiptir miklu máli. Líka um áfengi, dóp og tölvur. Við sem yngri erum vitum hvernig krakk- ar hugsa og náum betur til þeirra en eldra fólkið.“ -En hvernig fannst þér sjálfum starfið? „Þetta er óneitanlega skemmtileg vinna því hún snýst um að rækta krakk- ana. Ég lærði margt á þessu tveggja vikna námskeiði og líka um þann heim sem krakkarnir lifa í. Þessi reynsla á eftir að nýtast mér áfram. Ég verð ekki í þessu starfi í sumar en ég mæli alveg með því.“ -Fékkstu sæmilega borg- að? „Já, já, það var allt í lagi. Auðvitað hefði maður getað farið í einhverja skrifstofu- vinnu að stimpla inn tölur og fengið betri laun. En það er gaman að vera úti í sólinni við að sinna fólki og fræð- ast um samfélagið í leið- inni. Það vegur bara meira en peningar.“ Starf sem snýst um að fræða jafningja Nýr formaður verkalýðs- félags Vestfjarða kjörinn. Finnbogi Sveinbjörnsson, ritari Verkalýðsfélags Vest- fjarða, var kjörinn nýr for- maður félagsins í póstkosn- ingu sem staðið hefur yfir meðal félagsmanna síðan 14. mars. Tveir voru í kjöri til formanns, en Helgi Ólafs- son, varaformaður verka- lýðsfélagsins, bauð sig einn- ig fram. Alls bárust 603 atkvæði, af þeim fékk Finn- bogi 420 en Helgi 176. Sjö atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir. Finnbogi er starfsmaður Flugfélags Íslands á Ísa- firði. Hann tekur við for- mennsku af Pétri Sigurðs- syni, en hann hefur verið formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða frá því það var stofnað árið 2002. Áður var hann formaður Verkalýðs- félagsins Baldurs frá árinu 1974. Formannsskipti verða á næsta aðalfundi félagsins, sem haldinn verður í vor. Afgerandi sigur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.