Fréttablaðið - 01.04.2007, Page 30

Fréttablaðið - 01.04.2007, Page 30
Vaktstjórar Óskum eftir að ráða vaktstjóra í sumarafleysingar. Reynsla af verslunarstörfum og/eða vaktstjórn skilyrði. Aldurstakmark 20 ára. Kjötmaður Kjötmaður óskast á vaktir í Nóatúni 17. Kjötstjóri óskast í Nóatún Grafarholti. Fiskborð Nóatúns Grafarholti og Rofabæ Við leitum nú eftir jákvæðum og þjónustuliprum aðilum í fiskborð Nóatúns í Grafarholti og Rofabæ. Reynsla eða þekking af sambærilegu starfi æskileg. Spennandi störf í boði! í hópinn Við bjóðum ykkur velkomin Sækið um á vefnum www.noatun.is eða sendið umsókn á Kaupás hf. Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík, b.t. Guðríður. Í Nóatúni vinnur mikið af hæfileikaríku fólki sem myndar samheldinn hóp og leggur sig fram við að veita viðskiptavinum Nóatúns fyrsta flokks þjónustu. RÁÐNINGARÞJÓNUSTA Nánari upplýsingar í síma 561 5900 Leitar þú að starfsmanni? HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is Ert þú í atvinnuleit? Fjöldi starfa í boði. » Kannaðu málið á www.hhr.is » Ráðningarþjónusta Skrifstofustörf Lagerstörf Verslunarstörf Bókhaldsstörf Ræstingarstörf Sérfræðistörf Útkeyrslustörf Sölustörf Stjórnunarstörf Störf við kerfisstjórn Störf við forritun Framleiðslustörf Iðnstörf Þjónustustörf Vinnusparnaður Við vinnum úr umsóknum, leitum í gagnagrunni okkar, tökum forviðtöl og öflum umsagna. Markviss leit Nýr hugbúnaður gerir leit mjög markvissa og tryggir að við finnum hæfasta einstaklinginn til starfsins. Kostir þess að nýta sér þjónustu Enginn auglýsingakostnaður Við sjáum um að auglýsa starfið eins og þörf krefur án þess að til komi aukakostnaður. Þriggja mánaða ábyrgð Ef starfsmaður hættir eða er sagt upp störfum innan þriggja mánaða er ráðning í hans stað án endurgjalds. Steinþóra Þórisdóttir er menntuð sem líf- eindafræðingur frá Tækniháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan árið 1996. Í dag starfar hún hjá Encode - íslenskum lyfjarannsóknum og hefur eftirlit með því að rann- sóknir fari þar rétt fram. „Starf mitt felst í því að fylgjast með hvort farið sé eftir reglum og reglugerð- um við rannsóknavinnu og reglurnar þarf ég að hafa alveg á hreinu. Svo þarf ég líka að fara yfir vinnu lækna og hjúkrunarfræð- inga og sannreyna hvort þeirra vinnubrögð hafi verið eftir bókinni. Hvort allt hafi verið fært inn rétt og hvort öll gögn séu ófölsuð,“ segir Steinþóra og útskýrir nánar. „Á íslensku er starfstitill- inn minn vaktari, sem mér þykir fremur óspennandi orð, en á ensku kallast fólk í mínu starfi CRA eða Clin- ical Research Associate. Bakgrunnsmenntun úr heil- brigðisgeiranum er mjög góð fyrir þetta starf og ég verð að segja að menntun mín í lífeindafræði hefur reynst mér vel á þessu sviði. Lífeindafræði gengur nefn- inlega fyrst og fremst út á rannsóknir á mannfólki,“ segir Steinþóra. „Þegar ég var að velja mér nám á sínum tíma hafði ég hug á að fara í líffræði en svo komst ég að því að mig langaði ekkert til að læra um plöntur, fiska og dýr. Lífeindafræðin var því kjörinn valkostur því þar lærir maður um það sem gerist í mannslíkamanum. Stór hluti af náminu felst til dæmis í blóðrannsóknum og að greina sjúkdóma úr blóð- prufum. Margir sjá starf lífeindafræðingsins þannig fyrir sér að hann sitji og taki blóð allann daginn, en það er þó í raun bara örlít- ill hluti af starfinu. Sjálf er ég sérmenntuð í blóðmeina- og vefjafræðum, en í vefja- fræðum skoðar maður vefi í smásjá þannig að hægt er að horfa í þá og greina sjúkdóma,“ segir Steinþóra Þórisdóttir, sem nú hefur snúið sér frá blóði og frum- um og er komin yfir í lyfja- rannsóknir. „Mitt sérsvið í dag er að fara yfir rann- sóknir á lyfja- og lyfleysu- tilraunum, en niðurstöður úr þeim geta oft verið mjög forvitnilegar.“ Rannsakar rannsóknir

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.