Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 34
KÓPAVOGSBÆR
LAUS STÖRF
BÆJARSKIPULAG:
• Landslagsarkitekt
Vatnsveita Kópavogs:
• Pípulagningamaður
• Starfsm. í jarðlagnatækni
Félagsstarf aldraðra:
• Gjábakki, matráður 80%
sími 554 3400 kl. 10-11
Félagsþjónusta Kópavogs:
• Liðveitandi/persónulegur ráðgjafi og tilsjón
• Aðstoð við heimilisstörf
• Stuðningsfjölskyldur
Roðasalir, sambýli og dagþjálfun fyrir
heilabilaða:
• Sjúkraliði 100% starf
• Sjúkraliðanemi í hlutast. með námi
• Starfsmaður til aðhlynningar
GRUNNSKÓLAR KÓPAVOGS:
Hjallaskóli:
• Umsjónarkennari á yngsta stig
• Deildarstjóri eldra stigs
• Kennari í leikrænni tjáningu
Hörðuvallaskóli:
• Deildarstjóri á miðstig
• Umsjónarkennari í 1. bekk
• Umsjónarkennari í 6. bekk
• Umsjónarkennari í 7. bekk
• Sérkennari - hlutastarf
Kársnesskóli:
Laus staða skólaárið 2007-2008:
• Stærðfræðikennari á unglingastigi
Salaskóli
• Táknmálskennari í hlutastarf
• Stuðningsfulltrúi 50%
• Textílkennari tímab. v/afleysinga
Vatnsendaskóli:
Lausar stöður skólaárið 2007-2008:
• Aðstoðarskólastjóri
• Deildarstjóri, verkefni m.a. námsskrá,
námsmat og sjálfsmat skólans
• Námsráðgjafi
• Bókasafnskennari
• Heimilisfræðikennari
• Íþróttakennari
• Smíðakennari
• Myndmenntakennari
• Tónmenntakennari
• Dönskukennari
• Íslenskukennari í unglingadeild
• Náttúrufræðikennari í unglingad. og
teymisvinnu með 1. – 7. bekk
• Umsjónarkennari í 5. - 6. bekk
• Stuðningsfulltrúi 100%
• Starfsfólk í Dægradvöl 50 – 60%
LEIKSKÓLAR KÓPAVOGS:
Arnarsmári: 564 5380
• Leikskólakennari
• Sérkennslustjóri
• Matráður
Dalur: 554 5740
• Leikskólakennari
Efstihjalli: 554 6150
• Leikskólakennari
Fagrabrekka: 554 2560
• Leikskólakennari
Fífusalir: 570 4200
• Leikskólakennarar
• Aðstoð í eldhús 100% starf
Grænatún:
• Leikskólakennari/leiðbeinandi
Smárahvammur: 564 4300
• Leikskólakennari í sérkennslu, fullt starf
Urðarhóll – Heilsuleikskóli: 554 7789
• Deildarstjóri
• Fagstjóri í íþróttum
• Leikskólakennarar
• Þroskaþjálfi
Nánari upplýsingar á:
www.kopavogur.is
og www.job.is
Orkuveita Reykjavíkur
ræður árlega á þriðja
hundrað námsmanna í
sumarstörf í hinar ýmsu
deildir. Sólrún Kristjáns-
dóttir er verkefnastjóri
starfsþróunar og veit
meira um málið.
„Sumarstörfin sem við bjóð-
um ungu fólki upp á tengjast
þeim fögum sem það lærir
yfir veturinn,“ segir Sólrún.
„Við ráðum til dæmis iðn-
nema úr rafvirkjun, pípu-
lögnum og smíðadeildum.
Við fáum viðskiptafræðinga
í fjármál, verkfræðinema
í verkfræðideildina og svo
höfum við alltaf verið með
um 20 sérverkefni sem við
ráðum háskólanema í, hvort
sem það eru rannsókn-
ir eða einhver átaksverk-
efni sem þeirra menntun
nýtist í. Fólk á framhalds-
skólaaldri fær vinnu í úti-
deild sem sér um viðhald á
lóðum og fleiru, bæði hér á
Bæjarhálsi, á Nesjavöllum
og á Hellisheiðinni og líka
ýmis innistörf á skrifstofu.“
Þegar Sólrún er beðin að
nefna dæmi um störf sem
tengjast vissu námi lítur
hún yfir verkefnaskrána.
„Tölvuþjónustan vill ráða
tölvu- eða verkfræðinema
í afleysingar og greiningar-
deild ætlar að ráða verk-
og tæknifræðinema í ýmis
verkefni í sambandi við heitt
og kalt vatn, bilanaskrán-
ingu og rannsókn á tækni-
vinnu á rafmagnssviði,
svo eitthvað sé nefnt. Ann-
ars eru nánari upplýsingar
um þetta allt inni á vefnum
okkar sem er www.or.is, þar
er linkur inn á sumarvefinn
okkar. Fólk sækir líka um á
vefnum. Við erum með um-
sóknarfrest til 31. mars og
ætlum að reyna að svara um
miðjan apríl. Áætlað er svo
að almenn vinna byrji 1. júní
og standi til 10. ágúst.“
Sumarstörf sem
tengjast námi
Lækkun á félagsgjöldum
og 412 milljón króna
framl í VR varasjóð
félagsmann var meðal
þess sem samþykkt var á
aðalfundi VR.
Aðalfundur VR 2007, sem
haldinn var mánudags-
kvöldið 26. mars, sam-
þykkti lækkun félagsgjalds
um 30%, 412 milljóna króna
framlag í VR varasjóð fé-
lagsmanna og breytingu á
því hvernig staðið er að vali
á forystu félagsins. Gunnar
Páll Pálsson, formaður VR,
segir þessar tillögur miða
að því auka lýðræði í félag-
inu og færa félagsmönnum
ávinninginn af sterkri stöðu
VR undanfarin ár. Í VR eru
nú 26 þúsund félagsmenn
og snerta þessar breytingar
því um fjórða hvern starf-
andi mann á höfuðborgar-
svæðinu.
Tillaga um lækkun félags-
gjalds úr 1% af heildarlaun-
um í 0,7% var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum
á fundinum. Gunnar Páll
segir stjórn hafa metið það
svo að nú væri tækifæri
til að lækka félagsgjaldið
og því afráðið að leggja til-
lögu þess efnis fyrir fund-
inn. Félagið hefur verið
rekið með góðum hagnaði
undanfarin ár en hagnaður
af starfsemi VR árið 2006
var 980 milljónir króna sem
er methagnaður. Lækkun
félagsgjaldsins til framtíð-
ar er því liður í því að láta
félagsmenn njóta þessarar
góðu rekstrarafkomu.
VR varasjóður var stofn-
aður í fyrra með rúmlega
850 milljóna króna stofn-
framlagi. Aðalfundurinn
samþykkti að leggja 412
milljónir króna inn á sjóð-
inn í ár. Allir félagsmenn
munu fá sent yfirlit á næstu
dögum þar sem fram kemur
hversu mikið lagt er inn á
sjóð hvers og eins.
Frétt af www.vr.is
Félagsgjald VR
lækkað um 30%