Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 74
Börn og umhverfi Námskeið fyrir ungmenni á 12. aldursári og eldri. Kennt er fjóra eftirmiðdaga kl. 17-20 augavegi 120, 5. hæð. Námskeiðsgjald er kr. 7500. og gengar slysabætur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu . apríl rútbúnaður. iði gar í síma 545 0400 og reykja í húsnæði Reykjavíkurdeildar L Á námskeiðinu er farið í ýmsa þætti sem varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir al og starf Rauða krossins. Leiðbeinendur eru leikskólakennarar og hjúkrunarfræðingar. Næstu námskeið: 11.-12, og 16.-17. apríl Innifalið: Námsgögn, hressing og skyndihjálpa 23.-24. og 25.-26 2.-3. og 7.-8. maí Staðfestingarskírteini að námske loknu. Skráning og nánari upplýsin vik@redcross.is ss.is/reykjavikHeimasíða: www.redcro DHL-deild kvenna: Stjarnan er verðugur Íslandsmeistari í kvennaflokki í handbolta en Stjörnustúlkur fengu bikarinn afhentan í gær þó svo að þrjár umferðir séu eftir af Íslandsmótinu. Helsti keppinaut- ur Stjörnunnar í vetur var Valur en liðið gaf verulega eftir í síð- ustu leikjum og þar af leiðandi er Stjarnan orðin meistari fyrr en kannski var búist við. „Það var pínulitið skrítið að mæta til leiks og vera orðin meistari án þess að spila. Engu að síður var það búið að vera bak við eyrað að þetta væri komið hjá okkur og því setti það ekki mikið strik í reikninginn. Við vorum spenntar að mæta í leikinn og staðráðnar í að skemmta okkur. Svo var umgjörðin alveg frábær og fullt af fólki þannig að það var ekki annað hægt en að hafa gaman af þessu. Þetta er rosa- lega góð tilfinning, það er ekki hægt að neita því,“ sagði Stjörnu- stúlkan Rakel Dögg Bragadóttir, sem hefur farið hreint á kostum með Stjörnuliðinu í vetur og verið þess besti maður. „Við kláruðum alla leiki, fyrir utan Valsleikinn í annarri um- ferð, mjög vel. Við höfum verið mjög sterkar í allan vetur enda er liðið í góðu formi,“ sagði Rakel Dögg en er hún ekkert svekkt yfir því að fá ekki meiri samkeppni en raun ber vitni? „Ég er hissa á því hvað gerðist hjá Val og maður átti ekki alveg von á þessu. Annars vildum við bara vinna titilinn og okkur var eiginlega sama hvort það væri svona eða í úrslitaleik undir lokin. Við vildum bara vinna. Það voru samt vonbrigði að taka ekki bikarinn líka en hann kemur bara á næsta ári. Svo er einn bikar eftir núna og við ætlum svo sann- arlega að taka hann líka,“ sagði Rakel Dögg. „Þetta er frábær áfangi fyrir þessar stelpur sem eru að verða Íslandsmeistarar í fyrsta skiptið. Þær eru að stíga skrefið frá því að vera yngri flokka leikmenn yfir í það að verða alvöru meistara- flokksleikmenn. Ég er rosalega glaður að fá að stíga þetta skref með þeim. Þetta er mikið af leik- mönnum sem ég er búinn að þjálfa síðan þær voru í 4. flokki og sumar enn fyrr,“ sagði Aðal- steinn Eyjólfsson, stoltur þjálf- ari Stjörnuliðsins. „Við lentum í niðursveiflu í janúar sem ég tek að hluta til á mig. Við gleymdum okkur svolítið í velgengninni og mættum ekki nægilega undirbúin í fyrstu leikina í janúar,“ segir Aðalsteinn. „Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum. Þær eru búnar að æfa gríðarlega vel frá því í maí. Ragn- ar Hermannsson á heiður skilinn fyrir sína vinnu í liðinu. Hann hefur skilað frábæru starfi og við höfum unnið mjög vel saman,“ segir Aðalsteinn en Ragnar hefur unnið mikið með líkamlega þátt- inn hjá liðinu. Aðalsteinn segir Stjörnuliðið vera betra en ÍBV-liðið sem hann gerði að meisturum og fór með alla leið í undanúrslit Evrópu- keppninnar. „ÍBV-liðið mitt var fyrst og fremst sóknarlið, spilaði hraðan bolta og ég keyrði það lið á sjö leikmönnum meira og minna. Þetta lið er betra, miklu betra varnarlega og með betri mark- mann. Þetta lið er sambland af ÍBV-liðinu sem ég var með 2003 og meistaraliði Hauka sem Ragn- ar Hermannsson var með árið 2000,” sagði Aðalsteinn. Stjörnustúlkur tóku á móti Íslandsbikarnum í gær eftir öruggan sigur á Akureyri. Stjarnan var reyndar orðin meistari kvöldið áður þegar Valur tapaði fyrir Gróttu en Stjörnustúlkur létu það ekki hafa áhrif á sig. Þær mættu kátar og ákveðnar til leiks í gær og buðu fjölmörgum áhorfendum upp á skrautsýningu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.