Fréttablaðið - 01.04.2007, Side 76
Framherjinn hávaxni
Peter Crouch stal senunni í stór-
leik helgarinnar í enska boltanum.
Crouch skoraði þrennu í 4-1 stór-
sigri Rauða hersins. Leikmenn
Arsenal áttu mjög dapran dag eins
og úrslitin bera með sér.
Crouch hefur með frammistöðu
sinni gert tilkall til sætis í byrjun-
arliðinu í Meistaradeildinni í vik-
unni.
„Fram undan er mjög mikilvæg-
ur Meistaradeildarleikur og það
er ánægjulegur vandi sem blasir
við mér eftir þennan leik,“ sagði
Rafael Benitez, stjóri Liverpool,
en hann tók Steven Gerrard af
velli til þess að hvíla hann. „Leik-
aðferð dagsins var aftur á móti
sérstaklea hönnuð fyrir þennan
leik og við verðum hugsanlega
með aðra leikaðferð í Eindhoven.“
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
hefur ekki gaman af því að mæta
Liverpool enda hefur Arsenal
gengið verst gegn Liverpool af
öllum liðum síðan Wenger tók við
stjórnartaumunum hjá Arsenal.
„Varnarleikurinn hjá okkur var
hræðilegur. Munurinn á liðunum
var Crouch en við réðum einfald-
lega ekkert við hann, sérstaklega í
loftinu, enda komu öll mörkin hans
eftir sendingar af kantinum. Hann
átti einnig nokkur góð hlaup og við
vorum aldrei nálægt honum. Gerr-
ard átti einnig fína spretti og fann
holur til að athafna sig í. Liverpool
átti þennan sigur svo sannarlega
skilinn,“ sagði Wenger.
Arsenal er í harðri baráttu um
sæti í Meistaradeildinni á næstu
leiktíð og Wenger sagði ljóst að
liðið yrði að leika mun betur ef
það ætlaði sér sæti þar á næstu
leiktíð.
Þrenna Crouch sökkti
slöku liði Arsenal
DHL-deild karla:
Leikir dagsins:
Enska úrvalsdeildin:
Salomon Kalou sá til
þess að kapphlaupið um enska
meistaratitilinn er enn æsispenn-
andi þegar hann tryggði Chelsea
sigur á Watford, 1-0, með marki
þegar tvær mínútur voru komn-
ar fram yfir venjulegan leiktíma.
Man. Utd hafði fyrr um daginn
unnið frábæran sigur á Black-
burn, 4-1.
„Við töldum okkur þurfa sigur
til að halda í vonina um titilinn.
Þetta var mikil barátta og þeir
gerðu okkur erfitt fyrir. Sem
betur fer náði Salomon að setja
eitt,“ sagði John Terry, fyrir-
liði Chelsea, og stjórinn José
Mourinho játaði einnig að bar-
áttan hefði verið búin ef Chelsea
hefði ekki tekið þrjú stig í leikn-
um. „Það yrði nánast vonlaust að
ná United ef munurinn væri átta
stig,“ sagði Mourinho.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man.
Utd, var að vonum kampakátur
með sína stráka sem voru undir 1-
0 í hálfleik. „Frammistaðan í síð-
ari hálfleik var sú besta hjá okkur
á tímabilinu. Maður væntir svona
frammistöðu frá meistaraliði. Ég
held að áhorfendurnir séu farn-
ir að finna lyktina af titlinum og
gott ef það sama á ekki einnig við
um leikmennina,“ sagði Fergu-
son.
Kalou hélt lífi í kapphlaupinu
Síðustu þrjár umferð-
irnar í DHL-deild karla verða
væntanlega gríðarlega spennandi
enda eru Valur og HK jöfn að stig-
um á toppnum. Valur heldur topp-
sætinu sökum innbyrðisviður-
eigna. HK lagði Val sannfærandi,
29-22, í Digranesi í gær.
„Valsmenn voru hræddir. Mér
fannst það. Hvítir og hræddir.
Þeir eru búnir að vera með rosa-
legan kjaft í útvarpinu og svona
en þeir voru alveg teknir í þú veist
hvað hér í dag,“ sagði HK-ingur-
inn Valdimar Þórsson glaðbeittur
eftir leik en hann var mjög öflug-
ur, skoraði góð mörk og lagði upp
önnur.
Fyrri hálfleikur var jafn og
spennandi en leiðir skildu fljót-
lega í síðari hálfleik. HK kom
mjög framarlega á miðjumann
og vinstri skyttu Vals og við það
riðlaðist sóknarleikur liðsins al-
gjörlega. Valur átti engin svör
við þessum frábæra varnarleik
og þau skot sem rötuðu á markið
enduðu flest í Petkevicius, mark-
verði HK.
Munurinn varð fljótlega fimm
mörk, 20-15, og HK leit aldrei
til baka eftir það. Leikur liðsins
hrundi ekki á síðustu mínútunum
eins og í síðustu leikjum. Sigur
liðsins var mjög sanngjarn.
„Við fundum okkur aldrei í þess-
um leik og vorum alltaf að elta.
Munurinn var ekki svona mikill
á liðunum en þeir áttu samt sig-
urinn skilinn,“ sagði eini leikmað-
ur Vals sem var með einhverri
meðvitund í gær, Markús Máni
Michaelsson. „Þessi vörn átti ekki
að koma okkur svona á óvart. Við
verðum að læra af þessu.“
Valdimar segir að síðustu um-
ferðirnar verði áhugaverðar. „Nú
er hrikaleg pressa á þeim. Þeir
eiga þrjá erfiða leiki eins og við og
það verður spennandi að sjá hvað
gerist.“
Lokaumferðirnar í DHL-deild karla verða æsispennandi. HK komst upp að
hlið Vals með sigri á Hlíðarendaliðinu, 29-22, í gær. Frábær vörn og markvarsla
Kópavogsliðsins lagði grunninn að sigrinum. Valur átti engin svör.