Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 78

Fréttablaðið - 01.04.2007, Síða 78
www.hi.is MANNRÉTTINDI Ráðstefna Mannréttindaskrifstofu Íslands og Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands MANNRÉTTINDASAMNINGAR SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA. ÁHRIF ÞEIRRA, FRAMKVÆMD OG TENGSL VIÐ MANN- RÉTTINDASÁTTMÁLA EVRÓPU. THE UN COVENANTS ON HUMAN RIGHTS; EFFECTIVENESS OF IMPLEMENTATION, METHODS AND RELATIONSHIP WITH THE EUROPEAN CONVENTION ON HUMAN RIGHTS. Norræna húsið, mánudaginn 2. apríl kl. 13.30 13.30 Ráðstefnan sett. 13.35 Ávarp utanríkisráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur. 13.45 Francoise Hampson, prófessor við lagadeild Essexháskóla og sérfræðingur í undirnefnd Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna: Gagnsemi Sameinuðu þjóðanna við framkvæmd alþjóðlegra mannréttindaskuldbindinga. The effectiveness of the UN implementation system for international human rights obligations. 14.15 Elisabeth Palm, sérfræðingur í Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna, fyrrum dómari við Mannréttindadómstól Evrópu: Tengsl alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og Mannréttinda- sáttmála Evrópu. The interrelationship between the UN Covenant on Civil and Political Rights and the European Convention on Human Rights and interpretation methods. 14.45 Kaffihlé. 15.15 Eivind Smith, prófessor við lagadeild Óslóarháskóla: Er lögfesting nauðsynleg til að tryggja innleiðingu samninganna í landsrétt? Reynsla Norðmanna. Incorporation of the Covenants into national law – A necessary condition for their implementation? Experience from Norway. 15.45 Björg Thorarensen, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands: Samspil stjórnarskrárbundinna mannréttinda og réttinda sem tryggð eru í samningum Sameinuðu þjóðanna frá 1966. The interplay between Constitutional rights and Covenant rights. 16.15 Pallborðsumræður. Þátttakendur verða auk fyrirlesara: Ragnar Aðalsteinsson, hæstaréttarlögmaður og Oddný Mjöll Arnardóttir, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. 17.00 Ráðstefnuslit. Fundarstjóri: Brynhildur G. Flóvenz, lektor við lagadeild Háskóla Íslands og stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Boðið verður upp á léttar veitingar. Öll erindi á ráðstefnunni verða flutt á ensku. Utanríkisráðuneytið styrkir ráðstefnuna. Utanríkisráðuneytið ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 68 18 0 3/ 07 Íslands- og bikarmeist- arar Hauka eru komnir í lokaúrslit Iceland Express deildar kvenna annað árið í röð eftir sannfærandi 81-59 sigur á Stúdínum í oddaleik á Ásvöllum. ÍS-liðið átti ekki mögu- leika gegn grimmri og samstilltri vörn Haukanna, þær skoruðu að- eins 11 körfur og 38 stig í fyrstu þremur leikhlutunum og þurfa að sætta sig við að detta út í oddaleik þriðja árið í röð. „Loksins kom þetta hjá okkur og við vorum að spila mjög vel í þessum leik. Þetta er búið að vera mjög erfitt einvígi en það er alltaf gaman að vinna svona leiki,“ sagði Helena Sverrisdóttir, sem stjórn- aði Haukalestinni með glæsibrag og náði þrefaldri tvennu, skoraði 17 stig, tók 12 fráköst og gaf 14 stoðsendingar. „Það var rosalega sárt að tapa fyrir þeim á fimmtu- daginn og við mættum tilbúnar og ætluðum okkur að gera allt til þess að komast í úrslit,” sagði Helena. Ifeoma Okonkwo spilaði sinn besta leik í einvíginu, Kristrún Sigurjónsdóttir var mjög góð sem og Pálína Gunnlaugsdóttir í vörn- inni en Pálína fiskaði meðal ann- ars fjóra ruðninga. Hjá ÍS var Signý Hermannsdóttir sú eina sem sýndi sitt rétta andlit. „Við spiluðum ótrúlega vel og eins og lið. Stelpurnar voru að spila frábæra vörn í fyrstu þremur leikhlutunum,“ sagði Ágúst Björg- vinsson, þjálfari Hauka, sem seg- ist hafa lagt áherslu á að stoppa Casey Rost. „Við lögðum mjög mikla áherslu á að stoppa hana því hún var búin að vera rosalega góð á móti okkur. Við settum Ifeomu á hana til að byrja með og svo skipti ég mjög ört um varnarmenn á henni. Ifeoma slökkti samt alveg á henni í byrjun,“ sagði Ágúst en Casey Rost, sem hafði skorað 27 stig að meðaltali og hitt úr 53% skota sinna, skoraði aðeins 11 stig í leiknum, klikkaði á 13 af 16 skot- um sínum og tapaði 6 boltum. „Það tekur mikið á að vera komin í þessa stöðu eftir að hafa átt svona glæsilegt tímabil. Það héldu allir að við myndum klára þetta 3-0 eða kannski 3-1 og það var mikil press á liðinu. Við höfum trú á heimavellinum okkar og stelpurnar í liðinu hafa mikla trú á hverri annarri og það hjálp- aði okkur gríðarlega mikð,“ sagði Ágúst, sem vildi hrósa ÍS-liðinu. „ÍS er með virkilega gott lið og var að spila miklu betur en í deild- inni í vetur. Nú erum við að fara að spila við annað mjög gott lið í úr- slitunum,” sagði Ágúst að lokum. Komnar í lokaúrslitin á móti Keflavík eftir öruggan 22 stiga sigur á ÍS, 81-59, í oddaleik á Ásvöllum í gær. Snæfell vann frábær- an sigur á KR í DHL-höllinni í Vesturbænum í þriðja leik lið- anna í undanúrslitum Iceland Express deildarinnar í gær, 63- 61, með sigurkörfunni þegar tvær sekúndur voru eftir af leiknum. Leiksins verður ekki minnst fyrir góðan körfubolta en mikil spenna bætti upp fyrir gæði leiksins. Stigaskor var í lágmarki og góðar varnir, mikil barátta og hátt spennustig réði ríkjum. Frábær leikur Brynjars Þórs Björnssonar hélt KR inni í leikn- um en aðrir lykilmenn liðsins fóru í felur og gerðu lítið sem ekkert. Brynjar Þór jafnaði leik- inn með sinni sjöttu þriggja stiga körfu þegar sex sekúndur voru til leiksloka, 61-61, en Just- in Shouse skoraði sigurkörfuna tveim sekúndum áður en loka- flautið gall með glæsilegu snið- skoti. Benedikt Guðmundsson þjálf- ari KR sagði í leikslok að það væri langt síðan hann hefði séð lið sitt spila eins illa. „Við þurfum að spila betur til að vinna í Hólminum. Það er samt nóg eftir af þessu einvígi. Við lentum líka upp að vegg gegn ÍR en þá unnum við útisigur og kláruðum einvígið svo heima og nú þurfum við að endurtaka leik- inn.“ Snæfell leiðir einvígið 2-1 en þrjá sigra þarf til að leika til úrslita. Þrátt fyrir að tapa boltanum 26 sinnum í leiknum sigraði Snæ- fell og segir Hlynur Bæringsson ástæðu þess vera einfalda. „Vörnin hélt og við hirtum mun fleiri fráköst en þeir. Nú verð- ur rokk og ról á heimavelli, við ætlum ekki að tapa fyrir fram- an okkar frábæru áhorfendur! Við fengum mikinn stuðning hér á útivelli og mér leið eins og ég væri á heimavelli.“ Aftur flautukarfa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.