Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 4
Cho Seung-hui sem
skaut 32 til bana og fyrirfór sér í
Virginia Tech-háskólanum í
Bandaríkjunum á mánudag sendi
sjónvarpsstöðinni NBC pakka með
myndböndum, ljósmyndum og
texta á milli árásanna tveggja.
NBC sýndi myndböndin í gær við
litla hrifningu lögreglu og aðstand-
enda fórnarlambanna og hafa þau
vakið mikinn óhug í landinu.
Cho gerði myndböndin og tók
ljósmyndir af sjálfum sér á milli
árásanna, en þær voru gerðar með
um tveggja klukkustunda milli-
bili. Á myndböndunum sést hann
tala nokkuð ruglingslega um
ákvörðun sína, líkir væntanlegum
dauða sínum við píslargöngu Jesú
Krists og skellir skuldinni á við-
mælandann. Ekki er ljóst að hverj-
um hann beinir orðum sínum, en
líklegt þykir að hann tali til samfé-
lagsins í heild. Þá talar hann um
„píslarvotta eins og Eric og Dylan“
og vísar þar til Erics Harris og
Dylans Klebold, sem myrtu tólf
nemendur í Columbine-háskólan-
um árið 1999.
Í pakkanum sem hann sendi
NBC voru 28 myndskeið, 43 mynd-
ir og 23 blaðsíðna yfirlýsing. Á ell-
efu myndanna sést hann beina
skotvopni að sjálfum sér. Þá eru
myndir þar sem hann ber hníf upp
að hálsinum á sér, auk þess sem
hann heldur vígalega á hamri á
einni myndinni. Vangaveltur hafa
verið uppi um hvort Cho gæti
mögulega hafa verið undir áhrif-
um frá suður-kóresku kvikmynd-
inni Oldboy, en hamar var ein-
kennisvopn aðalsöguhetju
myndarinnar, og þykir stelling
Chos á myndinni líkjast mjög
atriði úr kvikmyndinni. Aðrir hafa
kallað þá kenningu fáránlega.
Lögregla gagnrýndi í gær þá
ákvörðun NBC að sýna myndbönd-
in. Þau hefðu lítið upplýsingagildi
en væru afar særandi fyrir
aðstandendur fórnarlambanna.
Nokkrir aðstandendur hættu við
að koma fram í viðtali hjá NBC
vegna sýningarinnar.
Eins og fram hefur komið var
kvartað undan áreiti af hálfu Chos,
árið 2005, og í kjölfarið var honum
gert að gangast undir geðrann-
sókn. Læknir taldi hann geta verið
hættulegan sjálfum sér og öðrum.
VIÐ HUGSUM LENGRA
Kynntu þér okkar mál á
www.vg.is
Málflutningur í Hæsta-
rétti í máli ákæruvaldsins gegn
Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi
formanni Sjómannafélags Reykja-
víkur, fer fram í dag. Jónas var
dæmdur í þriggja ára óskilorðs-
bundið fangelsi fyrir manndráp af
gáleysi en Matthildur Harðardótt-
ir og Friðrik Ásgeir Hermannsson
létust er skemmtibátur Jónasar
steytti á Skarfaskeri í september
2005. Dómur Jónasar er þyngsti
dómur sem einstaklingur hefur
fengið hér á landi fyrir manndráp
af gáleysi.
Jónas hélt því fram fyrir dómi
að Matthildur hefði stýrt bátnum
er slysið varð en á það féllst dóm-
urinn, sem var fjölskipaður, ekki.
Í dómsorði er Jónas sagður hafa
gerst sekur um „það óskaplega til-
tæki“ að bera það upp á látna konu
að hafa stýrt bátnum er augljóst
hefði verið, út frá því er fram kom
fyrir dómi, að hann hefði verið
undir áhrifum áfengis við stýrið
er báturinn steytti á skerinu.
Jónas var auk þess dæmdur til
þess að greiða aðstandendum
Matthildar og Friðriks Ásgeirs níu
milljónir króna í miskabætur auk
fjögurra milljóna í sakarkostnað.
Jónas áfrýjaði dómi héraðsdóms
en rúmir tíu mánuðir eru síðan
dómur var kveðinn upp í héraðs-
dómi.
Fékk þyngsta dóm sögunnar
Íraskir uppreisnarmenn
undir stjórn al-Kaída hryðjuverka-
samtakanna sendu frá sér
myndband í gær þar sem tuttugu
íraskir lögreglumenn sjást teknir
af lífi. Mennirnir sem eru bundnir
og keflaðir voru skotnir í höfuðið
hver á fætur öðrum.
Herskáir súnnímúslímar fullyrtu
á laugardag að þeir hefðu mennina
tuttugu í haldi og hótuðu að myrða
þá ef íraska ríkisstjórnin leysti
ekki úr haldi nokkra kvenkyns
fanga og afhentu þeim einnig
lögreglumenn sem sakaðir höfðu
verið um nauðgun. Ekki hefur
fengist staðfest hvort myndbandið
er ósvikið.
20 teknir af lífi
á myndbandi
Líkir dauða sínum við
píslargöngu Krists
Sjónvarpsstöðin NBC sýndi í gær myndbönd og ljósmyndir sem fjöldamorð-
inginn úr Tækniháskólanum í Virginíu gerði og sendi NBC á milli árásanna
tveggja. Sýningin hefur vakið óhug og hörð viðbrögð aðstandenda og lögreglu.
Pálína Vagnsdóttir,
athafnakona úr Bolungarvík,
leiðir lista Íslandshreyfingarinn-
ar – lifandi lands – í Norðvestur-
kjördæmi. Næstu fjögur sæti á
listanum skipa Sigurður Valur
Sigurðsson, ferðamálafræðingur
frá Akranesi, sem er í öðru sæti,
Sólborg Alda Pétursdóttir,
kennari úr Skagafirði, sem
skipar þriðja sætið, Guttormur
Hrafn Stefánsson, bóndi í
Skagafirði, er í fjórða sæti og
Kristján S. Pétursson, nemi frá
Ísafirði, situr í fimmta sæti.
Pálína Vagns-
dóttir í forystu
Tveir þingmenn fram-
sækinna demókrata í Taívan eiga
yfir höfði sér árs fangelsisvist
eftir að hafa tilkynnt um að
þrjátíu nemendur og starfsmenn
háskóla í landinu hefðu verið
teknir í gíslingu á miðvikudag.
Þetta gerðu þeir til þess að prófa
hversu vel undirbúin þarlend
lögregluyfirvöld væru í kjölfar
fjöldamorðanna í Tækniháskólan-
um í Virginíuríki í Bandaríkjun-
um á mánudag.
Tugir lögreglumanna vopnaðir
vélbyssum réðust inn á lóð
Háskólans í Taípei eftir tilkynn-
inguna. Talsmaður ríkisstjórnar
Taívan fordæmdi athæfi mann-
anna. Engin dæmi eru um árásir
af þessu tagi í landinu.
Platútkall þing-
manna fordæmt
Nítján ára piltur var
dæmdur í fjögurra mánaða
skilorðsbundið fangelsi fyrir
þjófnaði og tilraun til þjófnaðar
sem hann framdi fyrir tæpum
tveimur árum. Hann var auk þess
dæmdur til 30 þúsund króna
sektargreiðslu.
Jafnaldri hans var við sama
tilefni dæmdur til að greiða 100
þúsund krónur í sekt vegna
líkamsárásar og fyrir vörslu
fíkniefna.
Alls voru þrír menn ákærðir í
alls sjö liðum í málinu.
Piltur dæmdur
fyrir þjófnaði
Konur eru í meiri-
hluta í nýju ríkisstjórninni í
Finnlandi. Tólf af tuttugu
ráðherrum
„hægri-
grænnar“
stjórnar Matti
Vanhanens for-
sætisráðherra
eru konur.
Þetta kemur
ekki á óvart
þar sem
Vanhanen
hafði lýst yfir að hann vildi
jafnan hlut kynjanna í stjórninni.
Fimm af átta ráðherrum
Miðflokksins eru konur, fjórir af
átta ráðherrum Hægriflokksins,
báðir ráðherrar grænna og annar
tveggja ráðherra Sænska
þjóðarflokksins. Þetta er í fyrsta
sinn sem fleiri konur en karlar
skipa ríkisstjórn Finnlands.
Meirihluti ráð-
herra er konur