Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 10
Golfers
MEISTARATAKTAR Í BOÐI ICELANDAIR GOLFERS
Heimsmeistarinn í "Trick Shot", Svíinn Peter Jöhncke,
leikur listir sínar á Golf 2007, sem er hluti stórsýningarinnar
„3 undir sama þaki“ og fer fram í Fífunni 20.–22. apríl.
Komdu á Golf 2007 og kynntu þér hvað
er í boði hjá Icelandair Golfers.
+ Allar nánari upplýsingar á www.icelandairgolfers.is
ICELANDAIR GOLFERS
Á GOLF 2007 Í FÍFUNNI
‘07 70ÁR Á FLUGI ÍSL
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
32
18
0
3
/0
7
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
3
72
39
0
4
/0
7
Um 100 einstaklingar missa vinnu
sína vegna stórbrunans í miðbæ
Reykjavíkur á miðvikudag. Þar af
störfuðu 50 á veitingahúsinu Prav-
da í Austurstræti 22. Veitingahús
við Lækjargötu eru lokuð vegna
reykskemmda og hreinsunarstarf
í verslunum stóð yfir nóttina eftir
brunann og í gær. Starfsfólk fyrir-
tækja í nágrenni brunans óttaðist
að eldur myndi læsa sig í fleiri
hús. Reykjarlykt í íbúðum við
Lækjargötu heldur íbúum frá
heimilum sínum.
Einar Jóhannes Ingason, einn
eigenda veitingastaðarins Pravda,
segir að 50 starfsmenn hafi unnið
á Pravda sem missi nú atvinnu
sína. „Þetta er alveg hrikalegt og
ekki síst að allt þetta góða fólk
missi vinnuna.“ Einar segir ljóst
að tjónið sé gífurlegt; líklega sé
húsið ónýtt og það verði rifið.
Lítið er um íbúðarhúsnæði í
nálægð við húsin sem brunnu en
þó eru 12 íbúðir í Lækjargötu 4
þar sem búa um 20 manns. Íbúar
þessara íbúða þurftu sumir að
flýja reykjarkófið og ólykt sem
sest hefur í húsgögn, föt og glugga-
tjöld. Karin Kristina Sandberg
hjúkrunarfræðingur og unnusti
hennar, Sigurður Þór Helgason
hugmyndasmiður, neyddust til að
yfirgefa heimili sitt vegna ólykt-
arinnar. „Við fórum strax út vegna
lyktarinnar. Ég er ófrísk og vil
ekki taka neina áhættu vegna
þess. Vonandi verður þetta allt í
lagi.“ Karin segist þurfa að þrífa
öll föt, húsgögn og gluggatjöld.
„En þetta gat orðið miklu verra,
við vitum það.“
Veitingahús við Lækjargötu
voru lokuð í gær. Veitingahúsið
Litli andarunginn er lokað fram á
mánudag vegna reykskemmda
sem þar urðu. Þrifaþjónusta á
vegum tryggingafélaga húsanna
sem brunnu voru við störf í bóka-
verslunum Eymundssonar í Aust-
urstræti og Iðu í Lækjargötu.
Bókaverslunin Iða var opin í gær
en þar hafði starfsfólk verið að
þrífa í hálfan sólarhring. „Hér var
strokið af hverri einustu bók í nótt
sem leið og við erum að byrja á
umferð númer tvö,“ segir Arndís
Sigurgeirsdóttir verslunarstjóri.
100 manns missa
vinnu vegna bruna
Vafi leikur á því hvað olli stór-
brunanum í Reykjavík á miðviku-
dag. Lögregla útilokar ekkert í
rannsókn sinni og verst allra
frétta. Rannsókn á vettvangi lauk
í gær. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins var brunavörnum í
söluturninum Fröken Reykjavík,
þar sem eldurinn er talinn hafa
komið upp, mjög ábótavant. Húsin
sem brunnu voru að hluta til ein-
angruð með sagi og gömlum dag-
blöðum.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, segir að
rannsókn á eldsupptökum sé lokið
á vettvangi en niðurstöður verði
ekki birtar að sinni. Á miðvikudag
var talið líklegast að eldsupptökin
hafi verið í loftljósum í söluturn-
inum Fröken Reykjavík á milli
húsanna við Lækjargötu 2 og Aust-
urstræti 22. Tæknideild lögregl-
unnar segir upplýsingar um elds-
upptökin viðkvæm og spurður
hvort grunur léki á íkveikju segir
Stefán að það sé alltaf viðkvæmt
mál þegar kviknar í. „Það er ekki
tímabært að segja neitt að svo
stöddu og við erum að reyna að
komast í botn á því hvað þarna
gerðist. Við erum ekki búnir að
útiloka eitt né neitt, það er allt
undir í þessu.“
Á miðvikudag lék grunur á að
eldsupptökin væru í loftljósum í
söluturninum Fröken Reykjavík
sem stóð á milli húsanna sem
brunnu. Samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins var eldvörnum í
söluturninum ábótavant. Engir
reyk- eða hitaskynjarar voru í
söluturninum og rafmagni hefur
slegið ítrekað út bæði fyrir og
eftir að ný ljós voru sett upp fyrir
stuttu.
Björn Karlsson brunamálastjóri
segir að brunavarnir séu ævinlega
á ábyrgð húseiganda nema fyrir
hendi sé sérstakt samkomulag
milli húseiganda og leigjanda hús-
næðis þar sem kveðið er á um
annað.
Garðar Hannes Friðjónsson,
framkvæmdastjóri fasteignafé-
lagsins Eikar; sem er eigandi húss-
ins að Lækjargötu 2, telur að
brunavarnir í húsinu hafi verið
fullnægjandi. „Í öllum okkar leigu-
samningum er kveðið á um að
leigutaki sjái um allt það sem er
innan hans leigurýmis, þar með
talið viðhald og brunavarnir,“
segir Garðar.
Ólafur Helgi Þorgrímsson rekur
söluturninn Fröken Reykjavík.
Hann segist ekki viss um hvort
reykskynjari hafi verið í rýminu.
„Þetta er ósköp lítil sjoppa og
reykskynjari hefur lítið að segja í
svona litlu rými,“ segir Ólafur.
Eldsupptök eru enn óstaðfest
Vafi leikur á hvað olli stórbrunanum í miðbænum á miðvikudag. Lögregla útilokar ekkert í rannsókn sinni sem er lokið á vettvangi.
Eldvörnum í söluturni í Lækjargötu 2, þar sem eldurinn er talinn hafa komið upp, var ábótavant.