Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2007, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 20.04.2007, Qupperneq 22
Hnattvæðingin hefur leitt til keppni um hver getur framleitt best og ódýrast og í kjölfar- ið mikillar hörku í alþjóð- legri samkeppni með til- heyrandi flutningi starfa milli landa og heimshluta. Stéttarfélögin verða því að undir- búa og styrkja íslenskt launafólk og íslenskt samfélag til þess að takast á við breyttar aðstæður og krefjandi framtíð. Við getum ekki látið okkur nægja stefnu sem aðeins tekur af- stöðu til aðstæðna hér innanlands, því hagsmunir launafólks eru og hafa ætíð verið alþjóð- legir. ASÍ hefur því sett fram stefnu undir yfir- skriftinni „Ábyrg og rétt- lát hnattvæðing“. Ábyrg og réttlát hnatt- væðing hafnar samkeppni um hver geti boðið lökust kjör og lélegustu aðstæð- ur fyrir launafólk. Stefna okkar í alþjóðamálum gerir því kröfu um skýr- ar og strangar alþjóðlegar regl- ur um virðingu fyrir réttindum launafólks og gagnsæi í ákvörðun- um fyrirtækja og fjárfesta. Þessi réttindi eru forsenda þess að íslenskt atvinnulíf verði ekki neytt til samkeppni við fyrirtæki sem banna starfsemi stéttarfélaga, nota barnaþræla eða bjóða starfs- mönnum önnur óásættanleg starfsskilyrði. ASÍ telur því að stefna stjórnvalda í alþjóðavið- skiptum eigi að fela í sér skilyrð- islausa kröfu um að virðing fyrir lágmarksréttindum launafólks verði hluti af grundvallarregl- um Heimsviðskiptastofnunarinn- ar. Traust og sterk réttindi launa- fólks munu þannig samhliða auknu viðskiptafrelsi vera það vogarafl, sem tryggt getur milljónum launa- manna víða um heim mun betri skilyrði og treyst um leið þau skil- yrði sem við búum við hér á landi. Það er óásættanlegt að ríkjum sem ekki viðurkenna grundvall- arréttindi launafólks heima fyrir verði gert kleift að keppa á al- þjóðavettvangi með fríverslun. ASÍ telur þess vegna að stjórnvöld eigi í viðræðum um fríverslunar- samning við Kína að gera það að skilyrði að Kína uppfylli þegar í stað kröfur grundvallarsamþykkta Alþjóðavinnumálastofnunarinn- ar. Það á m.a. við um réttinn til að stofna og ganga í stéttarfélög, réttinn til að gera kjarasamninga og réttinn til að boða verkfall til að fylja eftir kröfum sínum. Það er einnig mikilvægt að stefna í alþjóðaviðskiptum geri kröfu til þess að fyrirtæki og fjár- festar upplýsi hvernig tekið er til- lit til umhverfis- og félagslegra þátta. Slíkt gegnsæi er nauðsyn- legt á heimsvísu því annars hafa neytendur ekki möguleika á því að hafna vörum sem framleiddar eru við óviðunandi aðstæður launafólks og í skjóli mannréttindabrota. Einnig verður aðstoð okkar við þróunarlöndin að vera virk og um- fangsmikil til þess að auðvelda fá- tækum þjóðum að komast til álna. ASÍ telur að fylgja beri þróunar- verkefnum okkar eftir með virkri aðstoð og ráðgjöf við að koma upp lýðræðislegum stéttarfélögum og neti trúnaðarmanna líkt og gert er á hinum Norðurlöndunum. Ef heildstætt samhengi á að vera í stefnu okkar varðandi hnattvæðinguna er nauðsynlegt að við gerum okkur grein fyrir al- þjóðlegri ábyrgð okkar á þróun hennar. Aðeins þannig getum við lagt eitthvað af mörkum til þess að tryggja að hnattvæðingin skapi öllum tækifæri til betra lífs. Höfundur er framkvæmdastjóri ASÍ. Hluti af stefnu ASÍ í alþjóðaviðskiptum Laugardaginn 10. mars sl. birt-ist á mbl.is svohljóðandi greinarkorn um efnahagshrunið í Zimbabwe: „Verðbólga mæld á tólf mánaða tímabili var 1.730% í Zimbabwe í febrúar. Hefur verð- bólgan í landinu aukist um 136% frá því í janúar er hún mældist 1.594%. Síðastliðin sjö ár hefur ríkt efnahagsleg og stjórnmálaleg kreppa í Zimbabwe. Mikill skort- ur er á matvælum í Zimbabwe og er hætta talin á að hungursneyð vofi yfir stórum hluta íbúa lands- ins.“ Í júlí 2004 ritaði ég svargrein við grein Þorvaldar Gylfasonar prófessors um ástandið í Zimb- abwe í Fréttablaðinu. Þar sagði meðal annars: „Það voru mér mikil vonbrigði að lesa grein Þorvaldar Gylfasonar, prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands, í Fréttablað- inu þann 1. júlí síðastliðinn. Í grein sinni rekur Þorvaldur átök í Afríku- ríkinu Zimbabwe, áður Ródesíu. Hann lýsir því hvernig minnihluti hvítra manna hafi numið land meirihluta blökkumanna í skjóli nýlendustefnu Breta fyrr á öldum, líklega á átjándu og nítjándu öld. Þá lýsir hann því hvernig blökku- menn reyndu að ná landinu aftur til sín gegnum dómstóla á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar eftir að þeir tóku við valdataumum í landinu 1980. Dómstólarnir hafi hins vegar dæmt gegn blökku- mönnunum, að mestu á tækni- legum forsendum, og þannig hafi dómskerfið brugðist þeim. Þess- um átökum er nú nýlokið með því að hópar vopnaðra svartra vígamanna, í skjóli Robets Mugabe forseta landsins, gamals marxista, fóru um eignarlönd af- komenda hvíta minnihlut- ans og hröktu fjölskyldur þeirra af eigum sínum með vopnavaldi og sumum til- fellum morðum. Í kjölfarið hafa lífskjör og efnahagur í Zimbabwe hrunið. Reyndar nefnir prófessorinn ekki morðin en þegar hann hefur lýst þessu kemur ótrú- lega samlíking við tilurð hins ís- lenska kvótakerfis og síðan hálf- gerð hótun um að ef útgerðar- menn skili ekki verðmætunum til baka fari fyrir þeim eins og hvíta minnihlutanum í Zimbabwe. Orðrétt skrifaði Þorvaldur: „Útvegsmenn lögðu undir sig Ís- landsmið eftir 1984 með leyfi Al- þingis líkt og hvítingjar lögðu þriðjunginn af búendum Ródesíu undir sig á sinni tíð. Alþingi hefur ekki hirt um að uppræta ranglæt- ið, enda þótt veiðigjald hafi loks- ins verið leitt í lög til málamynda 2002. Útvegsmenn hafa marg- ir notað tímann til að skjóta auði sínum undan í þeirri von, að það verði að nægum tíma liðnum talið vera of seint að leiðrétta ranglæt- ið. Þeir halda sennilega, að þeir séu hólpnir. Þeir ættu kannski að kynna sér ástandið í Simbabve.““ Þorvaldur Gylfason hefur verið ötull talsmaður þess að fiskimið- in og nýting þeirra verði „ævinleg eign þjóðarinnar“ eins og hann orðaði það nýlega í Fréttablað- inu. Með öðrum orðum, að hefj- ast eigi nú handa við þjóðnýt- ingu sjávarauðlindanna. Í annarri grein fyrir stuttu segir hann: „Upp- sveiflan í efnahagslífinu undangengin ár hefur dreift athygli og áhyggj- um kjósenda frá rang- læti kvótakerfisins.“ Með greinarkorni þessu vil ég biðja les- endur að kynna sér stöðu mála í Zimbabwe. Þá á ég ekki við mannréttinda- brot Mugabe því þá hlið óttast ég ekki á Íslandi heldur stöðu efna- hagsmála í landinu eftir að hvít- ir bændur voru hraktir af jörðum sínum. Landið er gjöfult en nýlegt skipulag, þar sem eignarréttur er virtur að vettugi, hefur leitt hrun og hungursneyð yfir þjóðina. Lík- lega er nú meiri jöfnuður í Zimb- abwe en á Íslandi og Gini stuð- ullinn flatari. Hugleiðum þetta og tökum svo afstöðu til þjóðnýt- ingar sjávarútvegsins og þeirrar hugmyndar að hrekja alla núver- andi útvegsmenn frá fyrirtækj- um sínum! Ég er ekki í minnsta vafa um að fiskveiðistjórnar- kerfið er ein af forsendum upp- sveiflunnar í efnahagslífinu und- angengin ár og ég er heldur ekki í vafa um hvaða afleiðingar það muni hafa á efnahagslífið ef Þor- valdi og skoðanasystkinum hans tekst að rústa þetta kerfi og þjóð- nýta jafnframt auðlindir sjávar- ins. Þeim væri því hollt að kynna sér ástandið í Zimbabwe í þessu ljósi. Höfundur er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vest- mannaeyjum. Sjávarútvegur og Zimbabwe Eftir 16 ár af ríkis-stjórnum Sjálfstæðis- og samstarfsflokks hefur nú runnið upp sá tími sem hver einasti hægrimaður hefur óttast lengi: Kjós- endur hafa gleymt því hvernig íslenskir vinstri- menn stjórna landinu. Góð- ærið er slíkt, og tíminn orðinn það langur frá seinustu vinstristjórn, að sveitarfélög eru byrjuð að af- þakka störf, fjármálafyrirtækj- um er hótað með skattavendinum fyrir að skila of miklum hagnaði, farsælum útgerðarfyrirtækjum er hótað með eignaupptöku á kvóta, atvinnuástandinu góða er bölv- að fyrir að vera þensluhvetjandi og svona má lengi telja. Kjósend- ur hafa með öðrum orðum gleymt því hvernig vinstrimenn fara með völdin á Íslandi. Nú mætti eflaust spurja sig að því hvort ekki sé kom- inn tími á „breytingar“ og skipta hinum jakka- fataklæddu og kynköldu peningamönnum út fyrir nútímalega og kynæs- andi „græna“ stjórnmála- menn sem vilja „velferð“ og „jöfnuð“ í stað starfa og stöðugleika. Svarið við þeirri spurningu er nei. Reykvíkingar fengu nýverið nóg af sínum vinstrimönnum eftir 12 ára sjóða- sukk og misheppnuð fjárfestinga- rævintýri. Af hverju ekki að nota þá reynslu til að minna okkur á stjórnunarhæfileika íslenska vinstrisins? Sagan á það vissulega til að endurtaka sig, en er slíkt allt- af nauðsynlegt þegar hún er svo fyrirsjáanleg og umvafin dæmi- sögum úr íslenskum sveitarfélög- um og ógnvekjandi kreppusögum úr fortíð? Ekki þykir mér það. Höfundur er verkfræðingur. Gleymda vinstristjórnin Alþjóðleg ráðstefna um mannréttindasamn- inga Sameinuðu þjóðanna var haldin í Norræna hús- inu mánudaginn 2. apríl. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra gerði grein fyrir afstöðu stjórn- valda í erindi við upphaf ráðstefn- unnar þar sem hún lagði áherslu á að auka þyrfti virðingu fólks fyrir mannréttindum, málefni sem væri í hjarta utanríkisstefnu lands- ins. Valgerður gerði ofbeldi gegn konum og börnum að umtalsefni og sagði útrýmingu þess áfanga á leið okkar til jafnréttis, þróunar og frið- ar. Hún taldi sömuleiðis ljóst að Ís- land myndi halda áfram að stuðla að og auka virðingu fyrir mann- réttindum, enda hornsteinn utan- ríkisstefnunnar. (Sjá grein Andra Karls, Morgunblaðinu 3. apríl síð- astliðinn.) Skilaboð utanríkisráðherra eru skýr og bera vott um góðan vilja hennar og utanríkisráðuneytisins, fyrirheit og trú á framlag Íslendinga á sviði mannréttindamála á alþjóða- vettvangi. Góður vilji er hins vegar aðeins byrjunarreitur í átt til rétt- lætis og hefur litla þýðingu ef stað- festu og hugrekki skortir. Ásetn- ingi utanríkisráðuneytisins að auka virðingu fyrir mannrétt- indum þarf að fylgja stað- festa ef standa á vörð um þessi réttlætismál í sam- skiptum við aðrar þjóðir og hugrekki til að gagn- rýna opinberlega alvarlega glæpi gegn einstakling- um, þjóðum og mannkyni. Í samskiptum íslenskra yfirvalda og stærri þjóða hefur „góður vilji“ í mann- réttindamálum því miður ekki allt- af mátt sín mikils, ekki síst þegar viðskiptahagsmunir hafa verið í sjónmáli. Rökin fyrir því að stefna að ábatasömum viðskiptum við þjóð þar sem yfirvaldið brýtur gróflega réttindi þegna sinna hafa meðal annars verið þau að slíkt geti stuðl- að að opnara hagkerfi í viðkomandi landi sem muni á endanum eiga þátt í því að brjóta hvers konar óréttlæti á bak aftur. En staðreyndir tala líka sínu máli. Um þessar mundir eru ólýðræðis- lega kjörnir fulltrúar stærstu þjóð- ar heims, þar sem mannréttindi eru virt að vettugi, þrátt fyrir að full- trúar hennar sitji í sjálfu öryggis- ráði Sameinuðu þjóðanna, að undir- búa mesta íþróttaviðburð sögunnar. Alþjóðleg ólympíunefnd vonaðist til að leikarnir og öll sú uppbygg- ing sem þeim fylgja hefðu jákvæð áhrif og myndu styrkja stöðu mann- réttindamála í landinu. Skýrsla Amnesty International sýnir fram á hið gagnstæða: „Brotum á fólki fjölgar í Kína“ og stjórnvöld nota leikana, sem haldnir eru í anda frið- ar og réttlætis, „sem afsökun til þess að traðka á réttindum fólks í nafni allsherjarreglu“. Ríkisstjórn Íslands, þar á meðal utanríkisráðherra, notaði einnig „allsherjarreglu“ sem átyllu, sum- arið 2002. Það sumar voru mann- réttindi ekki dýpst í hjarta utanríkis- stefnu stjórnvalda þegar lýðræðis- lega varin réttindi voru brotin á fjölda fólks sem hingað kom, (eða reyndi að koma áður en það var stöðvað), til að mótmæla með lög- legum hætti þeirri harðstjórn sem hér hefur verið nefnd. Í ljósi þeirra leiðu mistaka annars vegar og orða utanríkisráðherra á hátíðarráðstefnu í Norræna húsinu sem er vitnað til hér að ofan hins vegar væru stjórnvöld og utanríkis- ráðherra menn og konur að meiri ef þau sýndu Íslendingum og alþjóða- samfélaginu viljann um aukna virð- ingu fyrir grunnréttindum fólks í verki. Opinber fordæming á illri meðferð, misþyrmingum og morð- um á körlum, konum og börnum í Alþýðulýðveldinu Kína gæti á sama tíma „leiðrétt“ sögulega svínbeyg- ingu kínversks harðstjóra á vel- vilja utanríkisráðuneytisins og rík- isstjórnar Íslands í mannréttinda- málum, sumarið 2002. Höfundur er kennari. Mannréttindi og utanríkismál Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV Heildarlausn fyrir snyrtinguna Lotus Professional Rekstrarvörur 1982–200725ára R V 62 30 A 3.982 kr. 1.865 kr. Blár sápuskammtari Foam Blátt WC Compact statíf fyrir tvær rúllur Blár enMotion snertifrír skammtari 1.865 kr. Á tilboði í apríl 2007 Valdar gerðir af Lotu s Professional skömm turum og tilheyrandi áfyllin gum fyrir snyrtinguna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.