Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 37
Stjórnenda- og leiðtogaskóli í hartnær 100 ár
Viltu starfa á alþjóðavettvangi?
Nýtt og endurbætt meistaranám
Háskólinn á Bifröst kynnir nýtt og endurbætt nám til
meistaragráðu í Evrópufræðum. Með nýju fyrirkomulagi
er lögð aukin áhersla á samfélög Austur-Evrópu, rætur
þeirra, menningu og sameiginlega sögu. Með auknum
samskiptum okkar við Austur-Evrópuríkin er ljóst að
margvísleg tækifæri framtíðarinnar búa þar.
Alger sérstaða á Íslandi
Í þessu nýja námi, sem hefur algjöra sérstöðu á Íslandi, fá
nemendur raunhæfan og fræðilegan undirbúning að
margvíslegum störfum á alþjóðlegum vettvangi um leið
og þeir dýpka skilning sinn á öflum sem móta viðskipti,
stjórnmál og hagkerfi Evrópuríkja á líðandi stundu.
Evrópufræðin er kjörin fyrir þá sem vilja starfa á alþjóða-
vettvangi, hvort heldur sem er í fjölþjóðafyrirtækjum eða
alþjóðastofnunum á borð við Sameinuðu þjóðirnar, NATO,
ESB eða EFTA.
Umsóknafrestur í meistaranám er til 15. maí 2007
Meistaranám í Evrópufræðum með áherslu á Austur-Evrópu
Staðnám á sumrin - fjarnám á veturna