Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 42
BLS. 10 | sirkus | 20. APRÍL 2007
ÞORGERÐUR KATRÍN
OG BJARNI BEN
Steingrímur J. Sigfússon
Guðlaugur
Þór Þórðarson
„Djúpstæður áhugi
Guðlaugs á fólki er eitt
af því sem ég hrífst af í
fari hans og svo er
framkoma hans ögrandi.
Held hann sé stundum
allt að óþægilega
hreinskilinn en það er
jákvætt fyrir menn í
hans stöðu.“
Valgerður Sverrisdóttir
„Valgerður er vel af guði gerð, það er
engum blöðum um það að fletta. Hún er
kynþokkinn uppmálaður. Hver man ekki eftir henni
í síðustu kosningum þegar hún var í pilsi og
kúrekastígvélum að dansa línudans. Línudansinn
hefur aldrei litið eins vel út. Flott kona sem kann að
dansa og það skemmir ekki fyrir.“
Magnús Stefánsson
„Maðurinn er bókstaflega syngjandi sexý.
Þegar félagsmálaráðherrann grípur í
gítarinn er hann einfaldlega langflott-
astur af öllum sem sitja á þingi.Veit
fyrir víst að hann er það
jarðtengdur að hann höndlar
titilinn svo sannarlega.“
Kolbrún
Halldórsdóttir
„Kolbrún hefur þennan
skemmtilega hippatíma-
bils kynþokka. Frjálsar
ástir og ýmislegt
leyfilegt, sem ekki mátti
áður.“
SIRKUS LEITAÐI TIL MÁLSMETANDI ÁLITSGJAFA TIL AÐ SKERA ÚR UM KYNÞOKKA
ÞINGMANNA OG -KVENNA
„Bjarni Ben er sá eini sem kemur
strax upp í hugann, fjallmyndar-
legur, traustvekjandi og með
mikinn sjarma.“
„Bjarni Ben er náttúrlega mjög
myndarlegur maður og ég ber
mikið traust til hans sem
stjórnmálamanns, er mjög
sammála honum í mörgum
málefnum.“
„Bjarni er alltaf glæsilegur til fara
og með fallega framkomu. Hann
er í góðu formi líkamlega og
með mikla persónutöfra og
útgeislun. Ekki spillir fyrir hve
myndarlegur hann er og sterkur
leiðtogi.“
„Hefur einhvern óútskýranlegan
sjarma sem gæti auðveldlega
fleytt honum í forsetastólinn.“
„Kynþokkafullur á virðulegan
hátt, með eindæmum fríður
maður, hávaxinn og hárprúður.
Það er eitthvað mjög sexí við
þennan unga herramann.
Góðlega sexý.“
Sigurður Kári Kristjánsson
„Hann á skilið high five fyrir að hafa haldið stóískri ró
þegar hann var „tekinn“ hjá Sævari Karli en þar sýndi
hann þjóðinni hversu vel upp alinn hann er. Sjálfsörugg-
ur strákur sem hefur náð virkilega langt og á eftir að ná
enn lengra sökum þess hversu jarðbundinn hann er.“
„Kynþokkafyllsti karlmaðurinn á
þingi. Sjálfsöruggur, laus við mont
og snobb. Kúl á því og fullur af
eldmóði sem gerir hann mjög svo
sexí. Þrusuræðumaður með flottan
skalla. Það ásamt góðum skammti
af sjálfsöryggi getur ekki verið
annað en bullandi kynþokki. Það
sem er samt mest sexí við Steingrím
að hann er ekki að reyna að vera
sexí en er samt mest sexí af þeim
öllum.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Bjarni Benediktsson
ÁLITSGJAFAR: Elín Gestsdóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland Svava Johnansen verslunarkona Unnur Pálmarsdóttir líkamsræktarfrömuður Gunna Dís útvarpskona Sigríður Elín Ásmundsdóttir
blaðamaður Ellý Ármanns sjónvarpsþula Arnar Grant líkamsræktarkóngur Heiðar snyrtir Jónsson Bergsveinn Arilíusson söngvari Heiðar Austmann útvarpsmaður Ásgeir Hjartarson Supernova
Katrín Júlíusdóttir
„Það kemur til með að verða einhver
lækkun á kynþokka þingkvenna
vegna brottfarar hennar. Katrín með
svo fallegt sakleysi og gæti leikið í
kvikmynd um rómantískar ástir.“
„Katrín Júlíusdóttir verð ég að segja
að sé áberandi kynþokkafyllst. Hún
hefur bæði þetta – stelpan í næsta
húsi – í bland við veraldarvönu,
víðlesnu konuna. Fersk og hress í
fasi og laus við Fílabeinsturna-
syndrómið. Svo sæt að maður á
erfitt með að ákveða hvort maður
eigi að kjósa hana fyrst og bjóða
henni svo í bíó eða öfugt.“
„Katrín er klárlega heitasta
Samfylkingarkona sem komið hefur
á markaðinn og það rýkur úr henni
hún er svo heit. Hún hefur allt sem
fallegur og kynþokkafullur þingmað-
ur verður að bera, fallegt andlit,
flottan vöxt og frábæran
persónuleika. Katrín sem
næsta forseta
Alþingis, heyr heyr,
þá fer ég allavega að
horfa.“
„Þorgerður Katrín er
sportleg, tígnarleg og
alltaf í góðu formi.“
„Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir hefur jafn
mikinn kynþokka og
margar af frægustu
kvikmyndastjörnum heims
og gæti sko alveg
plummað sig i Basic
Instinct III.“
„Þessi kona er með
eindæmum kynþokkafull
og ber sig virkilega vel.
Kann að klæða sig og
virðist vera vel til höfð í
hverju einasta viðtali sem
hún fer í. Mætti breyta
oftar um hárstíl og prófa
sig áfram í þeim efnum en
annars næstum því fullt
hús stiga.“
„Þorgerður Katrín er
svolítið þokkafull, kúl
klædd og flott hár og hún
hefur einhvern sjarma yfir
sér stelpan.“
Jóhanna
Sigurðardóttir
„Það er sjarmi yfir þeirri
gömlu og ég vona að
minn tími muni koma.“