Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.04.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 20.04.2007, Qupperneq 46
BLS. 14 | sirkus | 20. APRÍL 2007 Við mælum með „Uppáhaldsveitingastaðurinn minn er Friðrik V á Akureyri, kvöldstund þar er alger himnasæla. Skemmtilegast að panta tíu rétta tapasmáltíð eða fimm rétta óvissumáltíð - maturinn er þá ekki bara ótrúlega góður heldur kemur stöðugt á óvart. Laxahrogn með sprenginammi eru frumlegasti matur sem ég hef fengið á veitingastað!“ Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur „Þegar ég vil virkilega gera vel við mig og mína fer ég á Sjávarkjallarann. Hver einasti réttur sem ég hef fengið þar hefur komið bragðlauk- unum á óvart og verið mjög sérstök og eftirminnileg upplifun. Þvílíkar snilldarsamsetningar hjá kokkunum þar, þeir eru hreinir listamenn.“ Brynja Þorgeirsdóttir fjölmiðlakona „Ég á mér ekki neinn uppáhalds veitingastað en ef ég væri að fara út að borða í kvöld mundi ég velja annað hvort Austur Indía fjelagið eða Caruso. Er alls ekki dugleg við að fara út að borða þannig að ég þekki lítið til.“ Hjaltey Sigurðardóttir söngkona Fjórfléttunnar „Það eru margir staðir sem koma til greina. Argentína er frábær staður og ég fer mikið á Humarhúsið en þessir staðir eru í hæsta gæðaflokki. Sá staður sem að mínu mati, af skiljanlegum ástæðum, er í heimsklassa er Skólabrú. Þar fær maður bestur þjónustuna og besta matinn.“ Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður Hver er uppáhaldsveitingastaðurinn þinn? „Ég mæli með sýningunni Gyðjan í vélinni sem verður sýnd á Listahátíð í vor um borð í Varðskipinu Óðni við Reykjavíkur- höfn. Frumsýnd 10. maí, en veitir víst ekki af að panta miða strax því aðeins örfáar sýningar eru fyrirhugaðar.“ Sigrún Sól Ólafsdóttir leikkona „Ég mæli með Tapasbarnum á Vesturgötunni. Kósý staður og góðir smáréttir. Tilvalið að skella sér þangað t.d. eftir góða dans- eða leiksýningu.“ Irma Gunnarsdóttir dansari og danshöfundur „Ef að ég á að mæla með einhverju þá mæli ég með að fara út að borða á Hótel Öldunni á Seyðisfirði. Fallegasta og innilegasta veitingahús sem ég hef komið á og svo er maturinn alveg frábær.“ Halldóra Malin Pétursdóttir leikkona „Uppskriftin mín að fullkomnum léttleika tilverunnar, með rómantísku ivafi er að veltast um af hlátri yfir Mel Brooks myndinni „The Producers“, fara síðan og borða á Madonnu þar sem Josh Groban sæi um sönginn.“ Inga Sæland söngkona SPURNINGAKEPPNI sirkuss SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR SIGR- AÐI ÞÓR JÓNSSON Í SÍÐUSTU VIKU. MARTA MARÍA KEPPIR HÉR VIÐ SIGMAR GUÐ- MUNDSSON SJÓNVARPSMANN. 1. Hver lék Evu Lind í Mýrinni? 2. Með hvaða þýska handboltaliði spilar Guðjón Valur Sigurðs- son? 3. Hvers lensk er leik- konan Nicole Kidman? 4. Hver skrifaði bókina Samúel? 5. Hvað heitir sjöunda og nýjasta Harry Potter bókin? 6. Frá hvaða degi er bannað að aka á nagladekkjum? 7. Hvað hét hesturinn hennar Línu langsokks? 8. Hvaða ár hóf Skjár einn göngu sína? 9. Hvaða íslenska fyrirtæki er í 795. sæti á lista Forbes yfir stærstu fyrirtæki veraldar? 10. Hvað heitir söngkonan Pink réttu nafni? Rétt svör:1.Ágústa Eva Erlendsdóttir. 2. Gummersbach. 3.Áströlsk. 4. Mikael Torfason. 5.Deathly Hallows. 6. 15. apríl.7. Hesturinn eða Litli karl. 8. 1999. 9. Kaupþing. 10.Alecia Moore. Marta María Jónasdóttir 1. Ágúst Eva Erlendsdóttir. 2. Bremen. 3. Áströlsk. 4. Bragi Ólafsson. 5. Veit ekki. 6. 19. apríl. 7. Litli karl. 8. 1999. 9. Kaupþing. 10. Veit ekki. Sigmar Guðmundsson 1. Ágústa Eva Erlendsdóttir. 2. Gummersbach. 3. Áströlsk. 4. Mikael Torfason. 5. Ekki hugmynd. 6. Sumardagurinn fyrsti. 7. Man ekki. 8. 1998. 9. Kaupþing. 10. Veit ekki. Marta og Sigmar eru bæði með fimm stig af tíu mögulegum. Í ljósi langrar sigur- göngu Mörtu Maríu verður hún úrskurðaður sigurvegari. Sigmar skorar á Sigurð Kára Kristjánsson, sem vonandi mætir Mörtu Maríu í næstu viku. Fylgist með. Þ essi tími hefur verið frábær og alveg vonum framar,“ segir Auðunn Blöndal sjónvarpsmað- ur, sem ásamt þeim Sveppa og Pétri Jóhanni leitar að nýjum Strákum í þættinum Leitin að Strákun- um sem fer í loftið í kvöld. Í þættinum ætla strákarnir að feta í fótspor ofurfyrirsætunnar Tyru Banks og fá til sín vant sjónvarpsfólk til að velja eftirmenn sína. Auddi viðurkennir að hann hefði aldrei trúað hversu mikið hann ætti eftir að upplifa sem sjónvarpsmaður þegar hann komst að með Simma og Jóa í 70 mínútum á sínum tíma en starfið fékk hann eftir nokkuð hark. „Ég fékk alltaf sama svarið, „sjáum til“ eða „kannski seinna“, sem er kurteisara en „láttu þig hverfa“. Ég gaf mig hins vegar ekki og þetta hafðist fyrir rest. Ég fór blint út í þetta en sé ekki eftir neinu enda er ég búinn að prófa margt og skemmta mér vel,“ segir Auddi, sem er vonandi hvergi hættur í sjónvarpi. „Við verðum í þessu verkefni langt fram á sumar og stefnan er að halda áfram í sjónvarpi. Hvort við þrír verðum saman áfram eða hvernig þáttur það verður kemur í ljós en við erum að vinna saman að handriti sem skýrist seinna.“ Auddi segir frægðina ekki hafa breytt honum mikið. Í mesta lagi heilsi honum fleiri á djamminu í dag en áður. „Stærsti þátturinn við frægðina er að fleiri kasta á þig kveðju úti á lífinu. Ég vona að ég hafi ekkert breyst við frægðina enda er þetta bara eins og þegar ég bjó á Sauðárkróki þar sem allir þekktu alla og heilsuðust í kaupfélaginu,“ segir Auddi og bætir við að þeir einstaklingar sem valdir verði í þáttinn verði að kunna að höndla frægðina. „Þeir sem sigra í þættinum eiga örugglega eftir að fá athygli en þú þarft að vera ansi firrtur ef þú höndlar ekki frægð á Íslandi.“ indiana@frettabladid.is Feta í fótspor Tyru Banks AUÐUNN BLÖNDAL Auddi segir menn þurfa að vera ansi firrta til að höndla ekki frægð á Íslandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.