Fréttablaðið - 20.04.2007, Page 60
Landsmenn geta hugsað sér glatt
til menningarglóðarinnar fram á
vorið því enn stendur yfir franska
menningarkynningin Pourquoi
pas? og hingað streymir hæfileika-
fólk frá meginlandinu sem fúst
er að skemmta okkur og fræða.
Á mánudagskvöld var sett upp
óvenjuleg leiksýning í Kúlu Þjóð-
leikhússins en sýning sú ferðast
um landið þessa dagana og verður
hún sett upp í flestum fjórðung-
um auk sýninga í Hafnarfirði og
á Reykjanesi.
Sýningin Gersemar gærdags-
ins er tegund af brúðuleikhúsi þar
sem hinn hugvitsami forsprakki
Turak-leikhússins, Michel
Laubau, tekur sér stöðu á leiksviði
og lætur alls kyns furður lifna við.
Persónur og leikmunir eru gerð úr
handahófskenndu dóti, straujárn,
leikföng, fjaðrir og eldhúsáhöld
koma þannig við sögu tveggja
manna, annar þeirra er líklega
að missa af flugi á meðan hinn er
tvístígandi og forvitinn könnuður
sem felur sig í fötu. Reyndar er ég
alls ekki viss um hvað þessi sýn-
ing fjallar annað en það hvað það
er gaman að hafa ímyndunarafl.
Húmorinn er í fyrirrúmi í þess-
ari sýningu og hinar einföldustu
hreyfingar stjórnandans verða
merkingarhlaðnar í óreiðukenndu
umhverfi þar sem allir bíða
spenntir eftir því hverju stjórn-
andinn tekur upp á næst.
Tónlistin var sköpuð af tveim-
ur rafmagnsgíturum og toguð-
ust þau hljóð í allar áttir, það var
hreint ótrúlegt hvað hægt var að
að skapa mikla stemningu með
tólf strengjum og magnara. Upp-
tökuvélar og ljós voru líka notuð
á eftirtektarverðan hátt og veggir
leikhússins þannig brotnir niður
í fleiri og framúrstefnulegri ein-
ingar.
Gestirnir, einkum þeir yngstu,
skelltu innilega upp úr yfir brell-
unum og látalátunum á sviðinu
og ég er nokkuð viss um að þetta
sjónarspil situr í fleirum en mér.
Nú er bara spurning hvort ein-
hver hafi farið beint út í bílskúr
heima eftir sýninguna til þess
að láta eitthvað lifna við eins og
Fransmaðurinn Laubau.
Og dótið lifnar við
17 18 19 20 21 22 23
specials
föstudaginn 20. og laugardaginn 21. apríl
Nýtt band
Specials sérhæfa sig í
sjöunda áratugnum
- Bítlunum, Stones og Pretty Things
Sérfræðingarnir lofa
stanslausu stuði á Kringlukránni.
Smeygjum okkur í dansskóna
og mætum tímanlega.
Draumalandið
eftir Andra Snæ Magnason
Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala
í síma 555 2222 og á www.midi.is
Frumsýning
16.mars föstudagur kl. 20:00
22.mars fimmtud. 2.sýn kl. 20:00
23.mars föstud. 3.sýn kl. 20:00
24.mars laugard. 4.sýn kl. 20:00
Sýningar Rúríar og Guðlaugar eru opnar
virka daga frá 11-17 og um helgar frá 13-16
Sýningin í Kaffi Bergi er opin mán-fös
frá kl. 9-16 og á laugardögum frá kl. 13-16
Sími 575 7700
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
RÚRÍ Tími - Afstæði - Gildi
Sýning frá glæstum listferli.
Listaverk, ljósmyndir og
myndbönd af gjörningum og
innsetningum.
Sjá www.ruri.is.
Sýningin stendur til 6. maí
Óður til íslenskrar náttúru
Guðlaug I. Sveinsdóttir sýnir
málverk og vefnað
Sýningin stendur til 29. apríl
Textílverk og frumsamin ljóð
Sýning 6. bekkinga í
Rimaskóla í Kaffi Bergi.
Stendur til 5. maí
Vissir þú af...
góðri aðstöðu fyrir veislur,
námskeið, fundi o.fl.
Nánar á www.gerduberg.is
„ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“
GRETTIR
Miðasala 568 8000
www.borgarleikhús.is
grettir.blog. is