Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 74

Fréttablaðið - 20.04.2007, Síða 74
 Deildakeppni NBA-deildar- innar lauk í fyrrinótt með því að Golden State Warriors tryggðu sér síðasta lausa sætið í úrslita- keppni deildarinnar eftir sigur á Portland á útivelli, 120-98. Step- hen Jackson skoraði 31 stig fyrir Golden State í leiknum. Don Nelson, þjálfari Golden State, var vitanlega kampakát- ur í leikslok. „Á síðasta deginum! Trúir því því? Hver einasti leik- ur undanfarið hefur sífellt orðið stærri og stærri en þetta var okkar stærsti sigur því við erum með í úrslitakeppninni,“ sagði Nelson. Úrslitakeppnin hefst um helg- ina og þá mætir Golden State hinum geysisterku Dallas Maver- icks, gamla liði Don Nelson. 13 ára bið Gold- en State á enda 1. deild karla í handbolta Lengjubikar karla Afturelding tók í gær við Íslandsmeistarabikarnum fyrir sigur í 1. deild karla í hand- bolta eftir að hafa borið sigur- orð af næstbesta liði deildar- innar, ÍBV. Leiknum lauk með tveggja marka sigri heimamanna sem fögnuðu gríðarlega í leiks- lok þó svo að sætið þeirra í úr- valsdeild á næsta tímabili væri löngu tryggt. Hið sama má segja um ÍBV en bæði lið munu á næsta tímabili leika í úrvalsdeild karla. „Þessi leikur var meira fyrir stoltið,“ sagði gamli Mosfelling- urinn og núverandi þjálfari ÍBV, Gintaras Savukynas. „En tímabilið okkar hefur verið gott. Við vorum búnir að ná okkar markmiði sem var að ná öðru efstu tveggja sætanna,“ sagði hann. Aðspurður hvort hann myndi fylgja ÍBV upp í efstu deild og þjálfa liðið næsta tímabil varð fátt um svör. „Ég vil ekki ræða þessi mál núna, þetta er allt opið enn.“ Eyjamenn byrjuðu betur í leiknum og ætluðu greinilega að hrista vel upp í heimamönnum sem hafa haft talsverða yfirburði í deildinni í allan vetur. Í stöðunni 6-6 tóku heimamenn að keyra ansi grimmt á vörn ÍBV sem átti engin svör og því leiddi Afturelding með sjö marka mun í hálfleik, 18-11. ÍBV rétti úr kútnum í síðari hálf- leik og náðu fljótlega að minnka muninn í tvö mörk. Nær komust Eyjamenn hins vegar ekki. „Það er ljóst að við þurfum að styrkja okkur fyrir næsta tíma- bil,“ sagði Hilmar Stefánsson, fyr- irliði Aftureldingar. „En tímabilið hefur verið frábært. Við ætluðum að fara í gegnum það án þess að tapa stigi en klaufaskap- ur varð til þess að það gerðist. Liðið er frábært, það er að langmestum hluta byggt á heimamönnum sem hafa hjartað á réttum stað.“ Yfirburðir Aftureldingar ótví- ræðir eftir sigur liðsins á ÍBV Heiðar Geir Júlíusson skoraði í gær sitt fyrsta mark með sænska úrvalsdeildarlið- inu Hammarby þar sem hann er á láni frá Fram. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik í leik gegn neðrideildarliðinu IFK Malmö í sænsku bikarkeppninni. Staðan var þá 2-0 en Heiðar skor- aði þriðja og síðasta mark leiks- ins aðeins fjórum mínútum síðar. Gunnar Þór Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Hammarby. Í sænsku 1. deildinni lék Ari Freyr Skúlason fyrstu 79 mínút- urnar í liði Häcken sem vann 3-0 sigur á Falkenberg. Grétar Rafn Steinsson skor- aði sjötta mark AZ Alkmaar sem slátraði NAC Breda, 6-0, í undan- úrslitum hollensku bikarkeppn- innar í gær. Heiðar Geir og Grétar skoruðu Diego Maradona mun vera mjög ánægður og glaður með markið sem Lionel Messi skoraði fyrir Barcelona gegn Getafe á miðvikudagskvöldið. Þá fékk Messi boltann á eigin vallar- helmingi og prjónaði sig í gegn- um vörn Getafe áður en hann renndi boltanum í markið, rétt eins og Maradona gerði í frægum leik gegn Englandi á HM í Mex- íkó árið 1986. Argentínsk sjónvarpsstöð hafði það eftir aðstoðarmanni Mara- dona að hann hefði getað horft á leikinn á miðvikudagskvöld- ið. Hinn sami sagði að Maradona væri „afar ánægður“ með mark- ið. Maradona ánægður

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.