Tíminn - 01.02.1980, Síða 1

Tíminn - 01.02.1980, Síða 1
Síðumúla 15 • Pósthólf 370 • Reykjavík ■ Ritstjórn 86300 • Auglýsingar 18300 ' Afgreiðsla og áskrift 86300 ' Kvöldsímar 86387 & 86392 Steingrímur Hermannsson: „Gunnar hafði frumkvæðið” algerlega „Innanhússmál Sjálfstæðis- flokksins okkur ókunnug” „Dr. Gunnar Thoroddsen haföi algerlega sjálfur frum- kvæöið aö þessum viöræöum. Hann bauðst aö fyrra bragöi til þess aö hafa forgöngu um mynd- un rikisstjórnar meö Framsókn- arfiokknum og Alþýöubandalag- inu”, sagöi Steingrimur Her- mannsson i viötali viö blaöið siöla i gær. Sem kunnugt er hafa miklar viöræöur staöið yfir milli dr. Gunnars annars vegar og fulltrúa Framsóknarflokksins og Alþýöu- flokksins hins vegar um sam- stjórn þessara flokka. „Geir Hailgrimssyni er kunn- ugt um þessar viöræöur f öllum atriðum, og svo er einnig um fleiri þingmenn Sjálfstæöis- flokksins”, sagöi Steingrimur. ,,Viö vitum hins vegar ekkert um innanhússmál þeirra sjálfstæöis- manna”, sagöi hann, „eöa hvort allur Sjálfstæöisflokkurinn stend- ur aö baki dr. Gunnari eöa aöeins hiuti flokksins. Viö framsóknarmenn höfum aldrei veriö andvigir samstarfi viö Aiþýöubandaiagiö og Sjálf- stæöisflokkinn saman. Slik stjórn fæli i sér samvinnu sterkustu stjórnmáiaafla i landinu Og I stööunni nii þarf aö kanna alla möguieika algerlega fordóma- laust”, sagöi Steingrimur. í AlþingishUsinu var sagt aö á- liönum degi i gær, aö Alþýöu- bandalagiö væri þess mjög fýs- andiaöslik samvinna gæti komist á, enda þótt alþýöubandalags- menn taki einnig og samtimis þátt i öörum umleitunum. Eins og fram kemur I oröum Steingrims Hermannssonar hér aö ofan vilja framsóknarmenn einnig skoöa þennan möguleika, en sagt var I gær, a ö þaö lægi ekki nógu vel fyrir hvern stuöning dr. GunnarThoroddsen hefur aö baki sér innan Sjálfstæöisflokksins. í gærdag var þaö greinilegt öll- um i Alþingishúsinu aö sjálfstæö- ismenn lögöust aö dr. Gunnari og þrýstu á hann af öllu afliaö halda aö sér höndum. Þeir þingmenn flokksins, sem nefndir hafa veriö i þessu sambandi, voru teknir út i horn á tiltal af flokksbræörum sinum til aö veita upplýsingar, og ýta á þá aö fara sér hægt. Taliö er aö dr. Gunnari telji sig hafa stuöning Eggerts Haukdal, svo og tveggja til þriggja þing- manna Sjálfstæöisflokksins aö auki. Dr. Gunnar mun telja nægi- legan stuöning visan, en aörar heimildir i Alþingishúsinu i gær- dag töldu þaö óvist eöa jafnvel mjög hæpiö. Taliö er aö dr. Gunnar muni æskja þess aö þingflokkur Sjálf- stæöisflokksins veröi kallaöur til fundar i dag til þess aö ganga Ur skugga um afstööu manna þar til þessarartilraunar. Var i gær álit- iö, aö þessi fundur yröi mikill á- takafundur, ef hann veröur þá haldinn, þvi aö ýmsir þingmenn flokksins létu I gær óspart i ljós mikla reiöi. Dr. Gunnar Thoroddsen. r>;iðjT' e^KiTríTtr að þreyja þorrann þegar veðrið leikur við Öf^^einsJ^i’aun ber vitni siðustu daga. Þótt sól sé ekki hátt á lófti, er ssártasta skammdegið liðið og svo er heita vatninu tyrir að þakka. að þótt kalt sé úti undir stálgráum himni vetrar- dagsins, getum við látið fara notalega um okkur þar sem ylsins úr iðrum Xarðar nýtur við. Þessar ungu stúlkur léku við hvern sinn fingúr'ð sjálfuni orkugjafanum, heita vatninu i sundlaug- inni i Laugardal i gær og brostu mót hækkandi sól. Timamynd Fundir á fundi ofan: Benedikt býður Stefaníu með „utanborðsmótor” Benedikt Gröndal geröi Framsóknarflokki og Sjálf- stæöisflokki I gær tilboö úm „Stefaniustjórn” þessara flokka meö þvl tilbrigöi aö forsætisráö- herra yröi utanþingsmaöur til- nefndur af Alþýöuflokknum. Þetta var I Alþingishúsinu I gær kallaö „stjórn meö utan- borösmótor”. Var sagt aö Benedikt heföi I huga aö Jón „þjóöarhagur” Sigurösson, for- stööumaöur Þjóöhagsstofnunar, yröi þá forsætisráöherra. Samtlmis stóöu yfir miklir fundir fulltrúa Alþýöubanda- lagsins og Alþýöuflokksins, en GuömunduV- J. Guömundsson mun hafa átt frumkvæöiö aö þeim. A þessum fundum hafa umræöur snúistum möguleika á sættargerö milli þessara flokka meö þaö fyrst og fremst aö augnamiöi aö koma á samstarfi viö Sjálfstæöisflokkinn, þ.e.a.s. „nýsköpunarsamstarf”. Innan Alþýöubandalagsins hefur þessu frumkvæöi Guömundar J., sem kallaö hefur veriö „lyktin af pylsu- vagninum”, veriö tekiö meö nokkurri tortryggni, og hefur þingflokkur Alþýöubandalags- ins kosiö þá Svavar Gestsson og Olaf Ragnar Grimsson til aö fylgjast meö feröum Guömund- ar J. f þessu sambandi. Hins vegar hafa margir þing- menn Alþýöubandalagsins lýst miklum efasemdum um „vinstristjórn” nú, en á þeim möguleika hefur einnig veriö þreifaö á þessum fundum meö alþý öuflokksmönnum. Sagt var i gær aö Kjartan Jóhannsson og Karl Steinar Guönason væru einkum áhuga- samir um þessa fundi af alþýöu- flokksþingmönnum. í gær snemma var haldinn sameiginlegurfundur formanna allra flokkanna um þjóö- stjórnarsamstarf, en eftir þvi sem næst veröur komist miöaöi ekkert áfram á þeim fundi. Annar slikur fundur hefur veriö boöaöur i dag fyrir hádegi. Smjör- fjallið minnkar JSS— A siöasta ári var framleitt um 350 lestum minna af smjöri en áriö 1978. Birgöir minnkuöu um tæpar 130 lestir, og voru til i upp- hafi þessa árs um 1206 lestir af smjöri. Salan á siöasta ári var mjög svipuö og áriö áöur. Heildarframleiösla á ostum nam 3.686 lestum og var þaö 2.9% aukning. Aukning á sölunni inn- anlands nam 6.2%, en útflutn- ingur jókst um 34% milli ára. Af skyri voru seldar 1644 lestir, sem var 3,4% minna en áriö áöur. Birgöir af ostum I upphafi þessa árs voru um 37.6% minni en i byrjun siöasta árs. Smjör- birgöirnar ilandinu voruum 9.4% minni á tilsvarandi timum. Loðnan brást Seyðfirðingum aðeins 5000 lestir komnar á land AM — Góöur afli hefur veriö hjá Seyöisfjaröartogurum frá ára- mótum og þegar viö ræddum viö Jónas Hallgrimsson, bæjarstjóra, i gær, sagöi hann okkur aö Gull- berg heföi veriö aö koma meö 100 tonn aö landi, en Gullver, sem veriö hefur frá I viku vegna bil- ana.fer á veiöar nú um helgina. Litil loöna hefur borist til Seyöisfjaröar aö undanförnu og má segja aö af sé þaö sem áöur var, þvi magniö er enn ekki nema 5000 tonn. Einn togbátur mun leggja upp á Seyöisfiröi I vetur, Olafur Magnússon, sem er um 200 lestir. Minni dekkbátar hafa nokkuö stundaö linuveiöar á þess- um tima, en þar sem menn áttu von á meiri vinnu en er viö verk- smiöjuna, hefur þaö veriö minna nú. Mikil uppbygging hefur veriö I bænum og fólki fjölgaö, enda margir flutt aö úr öörum lands- hlutum. Um fyrri áramót voru ibúar I fyrsta sinn fleiri en 1000, eöa 1011 en voru 1024 um áramótin nú.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.