Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 1
65%
32%
0% F
ré
tt
a
b
la
ð
ið
Fr
é
tt
a
b
la
ð
ið
M
b
l.
M
b
l.
*Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars 2007.
LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA
allt landið
Mánudagur
Blaðið
30
10
20
40
0
50
60
70
Viðhaldsbókin mín er gagnagrunnur á netinu
þar sem hægt er að skrá allar framkvæmdir
fasteigna. Upplýsingarnar fylgja síðan eigninni
um ókomna tíð.
„Hugmyndin vaknaði síðastliðið sumar þegar sonur
minn ætlaði að kaupa íbúð. Sums staðar höfðu i
endur húsanna ekki hugm dvægu h
argengis-námskeiði, sem er frumkvöðlanámskeið
fyrir konur hjá Impru nýsköpunarmiðstöð. Á nám-
skeiðinu þróaði hún hugmyndina og vann viðskipta-
áætlun.
Hugmyndin þótti gífurlega góð og að námskeiði
loknu hlaut Þóra nýsköpunarstyrk fyri Vi
ina.
Fullkomnasti farsími í heimi
Nokia N955 megapixla myndavélmp3 spilari
3 Kynslóð
WLAN
GPS
100 fríar stafrænar framkallanir frá Hans Petersen fylgja
Tjáðu þig!
Stæsta
bloggsamfélagið!Yfir 150.000
notendur!
Viðhaldið fært til
bókar á netinu
Uppgert hús
frá 19. öld
fasteignirMest lesna fasteignablað landsins
14. MAÍ 2007
Einarshús á Eyrarbakka er til sölu hjá fasteignasölunni Árborgum á Selfossi.
E inarshús er sjarmerandi þrílyft ein-býlishús á Eyrarbakka sem byggtvar árið 1880. Það er allt endursmíð-að og var uppgert eftir upprunalegu útliti á árunum 1994 til 2007. Aðalhæð hússins skiptist í forstofu, stofu, borðstofu, eldhús með viðarinnréttingu og
góðum tækjum, borðkrók, svefnherbergi
og flísalagt baðherbergi. Gólfborð og loft-
klæðning á aðalhæð og risi eru að mestu
upprunaleg. Gamall og fallegur stigi liggur
upp á efri hæð hússins en þar eru rúmgott
hol, barnaherbergi og stórt hjónaherbergi
með sjávarútsýni.Íbúð er í kjallara ásamt þvottahúsi og
geymslurými. Íbúðin skiptist í hol og stofu
með fallegum arni, rúmgott flísalagt eldhús
og tvö góð svefnherbergi og stórt dúkalagt
baðherbergi með baðkari.Við endurgerð hússins var allt gert til að
halda í gamla tímann. Árið 1997 var steypt-
ur grunnur undir húsið og á svipuðum tíma
var húsið í raun fokhelt. Allar lagnir, glugg-
ar, klæðning, burðarvirki og einangrun
eru nýleg. Sjónvarpstenglar og nægar raf-
magnsinnstungur eru í öllum herbergjum.
Verð: 33.700.000.
Uppgert hús frá 19. öld
Einarshús á Eyrarbakka er sjarmerandi uppgert hús með fallegum garði.
Grensásvegi 12Asími: 568 1000frum@frum.is - www.frum.is
UMBROT
Skipuleggur skáldlegt
róðrarlið
Breski Verkamanna-
flokkurinn mun á aukaflokksþingi
hinn 24. júní kjósa eftirmann
Tonys Blair í embætti flokksleið-
toga. Blair hafði áður tilkynnt að
hann myndi láta af embætti
forsætisráðherra 27. júní.
Nær öruggt er að arftakinn verði
Gordon Brown, núverandi
fjármálaráðherra.
Arftaki Blairs
kjörinn 24. júní
„Í sjálfu sér er ekkert sem rekur á
eftir okkur, stjórnin situr nema annað verði
ákveðið,“ segir Geir H. Haarde, forsætisráð-
herra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Geir
og Jón Sigurðsson, formaður Framsóknar-
flokksins, hittust í gær og hófu að meta stöð-
una að loknum kosningum. Næstu dögum verð-
ur varið til verksins en af Geir af skilja eru
þeir ekki bundnir tilteknum tímamörkum.
Ekki er um sérstakar stjórnarmyndunarvið-
ræður að ræða enda kalla úrslit kosninganna
ekki á slíkt þar sem ríkisstjórnarflokkarnir
héldu þingmeirihluta.
Geir segir eðlilegt að þeir Jón tali saman um
framhaldið og í samræmi við niðurstöður kosn-
inganna. Ríkisstjórn verði þó ekki mynduð út á
kosninganiðurstöðurnar einar og sér; pólitísk-
ur grundvöllur þurfi að vera fyrir samstarfi.
Spurður hvort af viðræðum þeirra Jóns megi
draga þá ályktun að áframhaldandi samstarf
við framsóknarmenn sé fyrsti og álitlegasti
kostur Sjálfstæðisflokksins, segist Geir telja
samstarfið hafa gefið góða raun og skilað
árangri. „Því er eðlilegt að við hugum að því að
halda áfram.“
Geir er ánægður með fylgi flokks síns í kosn-
ingunum; segir það hátt í sögulegu tilliti og
ekki síður í ljósi langrar samfelldrar stjórnar-
setu. Hann fagnar níu nýjum þingmönnum og
því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi á að skipa
flestum þingkonum.
Fram hefur komið að yfir tuttugu prósent
kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjör-
dæmi strikuðu yfir nafn Árna Johnsen og að
talsvert hafi verið um að strikað hafi verið yfir
nafn Björns Bjarnasonar í Reykjavík suður.
Geir segir útstrikanir hluta af þeim reglum
sem gilda. Með þeim öðlist kjósendur rétt til að
láta skoðun á einstaka frambjóðendum í ljós.
Hann efast um að útstrikanirnar hafi þau áhrif
að menn missi þingsæti.„Ég vil ekki amast við
hvað hver og einn kjósandi gerir en tel útstrik-
anir í miklum mæli ekki maklegar.“
Geir og Jón Sigurðsson hyggjast ræðast við í
dag og næstu daga og áformað er að ríkis-
stjórnarfundur verði í fyrramálið, líkt og venja
er á þriðjudögum.
Formenn stjórnarflokkanna
ræða framhald á samstarfi
Forsætisráðherra segir eðlilegt að forystumenn stjórnarflokkanna ræðist við um áframhaldandi samstarf.
Þingmeirihluti sé þó ekki eina forsenda stjórnarinnar, hún þurfi að hafa pólitískan grundvöll.
Formenn Samfylking-
arinnar og Vinstrihreyfingarinn-
ar - græns framboðs, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir og Steingrímur
J. Sigfússon, settust á rökstóla í
herbergi í Alþingishúsinu um
miðjan dag í gær.
Steingrímur sagði við Frétta-
blaðið að ýmis mál hefðu verið á
dagskrá og að þau hefðu oft hist
og ræðst við undanfarna mánuði.
Á meðan þessu fór fram
greindi Ögmundur Jónasson,
þingflokksformaður VG, frá því í
ræðu í afmæli Sveins Rúnars
Haukssonar læknis á Nasa,
handan Austurvallar, að á þeirri
stundu væri verið að ræða um
hugsanlega myndun minnihluta-
stjórnar VG og Samfylkingar sem
nyti stuðnings Framsóknarflokks.
„Það er vissulega möguleiki að
mynda minnihlutastjórn og það
hefur verið alsiða á hinum
Norðurlöndunum,“ sagði Stein-
grímur J.
Ingibjörg Sólrún kannaðist við
að slík hugmynd hefði verið
nefnd en kvað hvorki hægt að
segja að formlegar né óformlegar
viðræður hefðu farið fram um
efnið.
Aðspurður sagðist Jón Sigurðs-
son, formaður Framsóknarflokks,
ótímabært að tjá sig um mögu-
leika þess að flokkurinn verji
slíka stjórn falli.
Framsókn verji
vinstri stjórn
Upphafsreitur Bandaríkjanna
George W. Bush
Bandaríkjaforseti fór í gær í
pílagrímsför til Jamestown í
Virginíu, fyrsta bæjarins sem
Englendingar stofnuðu sem
nýlendu í Vesturheimi, en þetta
upphaf skipulegs landnáms
Englendinga er almennt álitið
upphafið að því sem síðar átti eftir
að verða Bandaríkin. Rétt 400 ár
eru í dag frá stofnun Jamestown.
Bush sagðist ánægður með að
vera kominn „þangað sem þetta
hófst allt“. Forsetinn ávarpaði
síðan um 25.000 manns sem einnig
voru mættir til bæjarins í tilefni af
afmælinu. „Við vitum úr okkar
eigin sögu að leiðin til lýðræðis er
löng og ströng,“ sagði Bush í ræð-
unni.