Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 4
Yfir ein milljón Tyrkja safnaðist saman í strandborginni Izmir (áður Smyrna), þriðju stærstu borg landsins, til að lýsa ugg um að ríkisstjórnarflokkurinn, sem á rætur í íslamskri hreyfingu, sé að leggja á ráðin um að troða trúar- legum gildum upp á þjóðfélagið. Þúsundir lögreglumanna reyndu að hafa stjórn á mannfjöldanum, daginn eftir að sprengja sprakk á útimarkaði í borginni sem varð einum manni að bana og særði fjórtán. Enginn lýsti yfir ábyrgð á árásinni, og engar vísbendingar voru um að hún tengdist mótmælafundinum. Izmir er hafnarborg við Eyjahaf og er mikið vígi þeirra sem vilja standa vörð um strangan aðskilnað trúar og stjórnmála, í anda Mustafa Kemal Atatürk, stofnanda tyrkneska lýðveldisins. Stjórnmálaflokkar með trúarleg tengsl eiga erfitt uppdráttar þar. Fjöldafundurinn í gær var skipulagður í því skyni að sýna mátt og megin veraldlega sinnaðra Tyrkja fyrir þingkosningar sem nú er áformað að halda þann 22. júlí. Sambærilegir fjöldafundir voru haldnir í Ankara og Istanbúl fyrir skemmstu. Að sögn fulltrúa úr hernum mætti ein og hálf milljón manna á fundinn í Izmir. Markmið fjöldafundanna er að setja þrýsting á ríkisstjórn Recep Tayyip Erdogan í kjölfar þess að hún tilnefndi utanríkisráðherrann Abdullah Gül, sem er trúaður múslimi og náinn pólitískur samherji Erdogans í Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), til embættis þingkjörins forseta lýðveldis- ins. Hin veraldlega sinnaða stjórnarandstaða og stór hluti almennings, eins og sjá má af mætingunni á fjöldafundina, reis upp á móti forsetaframboði Güls og hann dró það loks til baka. „Þessi fjöldamótmæli hafa gagnast til að þvinga stjórnina til að taka eitt skref afturábak,“ hefur AP eftir Neslihan Erkan, einum þátttakenda í mótmæl- unum í Izmir í gær. „Hættan er ekki liðin hjá. Þessir fjöldafundir verða að halda áfram uns hættunni hefur verið bægt frá.“ „Ég er hér til að verja land mitt,“ sagði annar mótmælandi, Yuksel Uysal. „Ég er hér til að verja byltingu Atatürks.“ Enn fjöldamótmæli gegn Tyrklandsstjórn Á aðra milljón Tyrkja safnaðist saman í borginni Izmir vestast í Tyrklandi í gær til að lýsa vantrausti á fyrirætlanir ríkisstjórnarflokksins. Átök halda þannig áfram um hlutverk íslamstrúar og arfleifð Atatürks lýðveldisstofnanda í tyrknesku lýðræði. Skattbyrðin á íbúa Seltjarnarness mun minnka í kjölfar ákvörðunar bæjarstjórnar í vikunni. Tekið verður upp fráveitugjald en önnur gjöld á sama tíma lækkuð svo álögur lækka samanlagt, segir Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri. Seltjarnarnesbær hefur hingað til ekki innheimt sérstakt fráveitu- gjald, en endurskoðendur hafa gert athugasemdir við að Fráveita Seltjarnarness hafi ekki sjálfstæðan tekjustofn. Því segir Jónmundur að ákveðið hafi verið að taka upp fráveitugjald upp á 0,097 prósent af fasteignamati húsnæðis. Á móti er hlutfall fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði lækkað úr 0,24 prósentum af fasteignamati í 0,20 prósent, og vatnsskatturinn lækkar úr 0,13 prósentum í 0,10 prósent. Jónmundur segir þessar lækkanir koma á móti fráveitugjaldinu, en til viðbótar verði útsvarið lækkað úr 12,35 prósentum í 12,10 prósent. Hann bendir á að þegar miðað sé við skatthlutföll annarra sveitarfé- laga sé skattgreiðendum á Seltjarnarnesi hlíft við á þriðja hundruð milljóna króna skattgreiðslum. Um 4.600 íbúar eru á Seltjarnarnesi. Heildarskattbyrði íbúa lækkar á Nesinu Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, frambjóðandi Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, var inni á þingi alltaf af og til á kosninganótt. Hún segist hafa vitað að róðurinn yrði þungur því að Vinstri græn hafi ekki átt neinn þingmann í kjördæminu. „Við vissum að þetta yrði brekka.“ Guðfríður Lilja segist hafa „stáltaugar úr taflmennskunni gegnum árin. Þetta komst ekki í hálfkvisti við almennilega skák þar sem taflið snýst oft við þannig að ég var ágætlega undirbúin en auðvitað brenna á mér svo ótrúlega mörg mál að það hefði verið gaman að komast inn,“ segir hún. Ekki í hálfkvisti við skákina Talningin á kosninganótt sýndu lengi vel að Róbert Marshall, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Suðurkjör- dæmi, hefði komist inn á þing. Róbert slær á létta strengi, segist hafa fengið að prófa að vera þingmaður í átta klukkustundir og það sé „fullkom- lega ofmetið starf“. „Þetta var náttúrulega mjög spennandi kosninganótt. Ég varð ekki rólegur fyrr en lokatölur lágu fyrir og þá hafði þetta farið svona. Upp úr stendur að þúsundir manna vildu gera mig að þingmanni. Nú er ég varaþingmaður þannig að starfið heldur áfram.“ Varð rólegur við lokatölur Sigríður Á. Andersen, frambjóðandi D-lista í Reykjavíkurkjördæmi norður, var tvisvar inni samkvæmt talningu á kosninganótt og virtist um tíma ætla að komast inn á þing sem uppbótarþing- maður en datt svo alveg út undir lokin. „Ég hef fylgst með kosningabar- áttu frá unga aldri og veit að niðurstaðan liggur ekki fyrir fyrr en við lokatölur þannig að ég gerði mér engar vonir. Það er helst að þetta hafi tekið á eftir á en auðvitað tekur á að vera svona nálægt þessu og svo veit maður ekki hvað hefði gerst ef framsóknarmenn hefðu fengið ellefu atkvæðum meira.“ Tekur á að vera svona nærri Maður var stöðvað- ur þar sem hann ók beltagröfu eftir götum Reykjanesbæjar í gær. Nokkur ummerki voru á götunni eftir gröfuna. Þetta kemur fram í dagbók gærdags- ins hjá lögreglunni á Suðurnesj- um. Maðurinn má búast við kæru vegna ólöglegs aksturs vinnuvél- ar á opinberum vegum og vegna skemmda á götunni. Hann hafði fengið gröfuna lánaða og ætlaði að grafa á lóðinni heima hjá sér. Ökumaður var einnig kærður fyrir akstur utan vega við Reykjanesvita í gær. Hann hafði ætlað að stytta sér leið yfir opið svæði en sökk í jarðveg. Ók um bæinn á beltagröfu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.