Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 2
Eiríkur, eigum við ekki bara að semja Varsjárbandalag fyrir næstu keppni? Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er 64 ára gamall í dag. Forsetinn mun lítt bregða út frá áætluðum verkefnum sínum og tekur hann til að mynda á móti San Francisco ballettinum og Helga Tómas- syni á Bessa- stöðum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forseta mun Ólafur ekki halda sérstaklega upp á afmælið. Hins vegar sé ekki ólíklegt að hann muni eiga rólega kvöld- stund og snæða með Dorrit Moussaieff eiginkonu sinni og dætrum um kvöldið. Forseti Íslands á afmæli í dag Fréttablaðið kom út með tveimur mismunandi forsíðum í gær. Kosninganóttin var einhver sú tvísýnasta í sögunni og báru forsíðurnar glöggt merki þess. Aðalfyrir- sögn á fyrri forsíðunni var „Stjórnin fallin eftir skell Framsóknar“ en á þeirri síðari var hún „Stjórnin féll og hélt á víxl í nótt“. Fyrri forsíðan var send í prentun klukkan 00.30 og þá var ríkisstjórnin fallin. Sú síðari fór til prentsmiðju tveimur klukkustundum síðar en þá hafði ríkisstjórnin náð yfirhöndinni og reyndar fallið aftur í millitíðinni. Það var svo ekki fyrr en um þrjúleytið sem stjórnin náði forystunni sem hélst allt til loka talningar atkvæða. Prentun Fréttablaðsins hefst jafnan laust fyrir miðnætti og dreifing blaðsins um klukkan eitt. Í tilefni kosninganna var skilum seinkað og ákveðið að senda út tvær forsíður með uppfærðum tölum á þeirri seinni. Fáir sáu þó fyrir að nóttin yrði eins æsileg og raunin varð. Fréttablaðið er prentað í 103 þúsund eintökum. Prýddi fyrri forsíðan 43 þúsund eintök af sunnudags- blaðinu. Tvær forsíður Fréttablaðsins Hæst setti skæruliðaforingi talibana, Mulla Dadullah, féll um helgina í árás undir forystu bandarískra hermanna í Suður-Afganistan, að því er embættismenn upplýstu í gær. Mulla Dadullah var aðal-„herforingi“ Mulla Omars, pólitísks leiðtoga talibana. Hann féll á laugardag í Helmand-héraði, að sögn Said Ansari, talsmanns leyniþjónustu Afganistansstjórnar. Í tilkynningu frá yfirstjórn NATO-herliðsins í Afganistan var andlát hans staðfest og fullyrt að það væri uppreisnarmönn- um mikið áfall. Dadullah er einn hæst setti forsprakki talibana sem drepinn hefur verið frá því ríkisstjórn talibana var bolað frá í innrás undir forystu Bandaríkjamanna í lok árs 2001. „Mulla Dadullah var hryggjarstykki talibana,“ sagði Asadullah Khalid, héraðsstjóri Kandahar, sem áður fyrr var höfuðvígi talibana. „Hann var grimmur og hrottafenginn herstjóri sem drap og afhöfðaði óbreytta afganska borgara.“ MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI KOSNINGA R Ríkisstjó rn Sjálfstæ ð- isflokks og Fram sóknarflok ks missti mei rihluta sin n á Alþing i í kosningunu m í gær. Þ egar Frétta - blaðið fór í prentun h öfðu stjórn - arflokkarn ir 31 þi ngmann en stjórnaran dstöðuflok karnir 3 2. Síðast féll ríkisstjórn í kosningu m árið 1987. Fylgi Sjálf stæðisflok ksins jókst frá kosnin gunum 20 03 en fyl gi Framsókna rflokks m innkaði um sex prósen tustig og h efur aldre i verið minn a. Vinstrihre yfingin - g rænt fram - boð fékk um fjórtá n prósent atkvæða en hafði 8,8 p rósent fyri r fjórum áru m. Fylgi Sa mfylkingar - innar og Fr jálslynda f lokksins va r litlu undir fylginu f yrir fjóru m árum. Íslan dshreyfing in fékk rúm þrjú próse nt og hlau t ekki þin g- mann. Formenn stjórnaran dstöðu- flokkanna eru samm ála um a ð hefja viðræ ður um my ndun nýrr- ar ríkisstjó rnar. „Þetta er auðvitað s tórglæsi- legt, við er um að land a miklum o g sögulegum sigri,“ s agði Stein - grímur J. Sigfússon , formaðu r VG, í gærk völdi. „Flo kkarnir se m myndað h afa svoka llað Kaff i- bandalag m unu tala s aman fyrs t og sjá hve rnig landið liggur, þa ð höfum við alltaf sagt, “ sagði Ing i- björg Sólr ún Gísladó ttir, forma ð- ur Samfy lkingarinn ar. Guðjó n Arnar Kr istjánsson, formaðu r Frjálslynd a flokksin s, tók und ir það en sagð ist hafa vil jað fá meir a fylgi en ra unin varð. Jón Sigurð sson, form aður Fram - sóknarflok ksins, sagð i útkomun a mikið áfa ll fyrir fl okkinn. „N ú þurfum vi ð að endu rmeta okk ar stöðu og byggja flo kkinn upp aftur.“ Í við tali í Sjónv arpinu sag ði hann ólíkle gt að Fram sóknarflok k- urinn myn di eiga aði ld að næst u ríkisstjórn . Geir H. Ha arde, form aður Sjálf- stæðisflok ksins, sag ði vonbrig ði að stjórnin væri fallin en árangu r Sjálfstæðis flokksins v æri ánægju - legur. Ómar Ra gnarsson, formaður Íslandshre yfingarinn ar, sagði ni ð- urstöðurna r ákveðin vonbrigð i. Baráttan f yrir vernd un umhver f- isins væri þó rétt að b yrja. Kosning Fr amsóknarf lokksins er sú versta í níutíu ár a sögu han s. Gunnar He lgi Kristins son, prófes s- or í stjórn málafræði, segir virk j- anamál og Íraksstríðið hafa dregi ð úr fylginu a uk þess sem flokkurinn hafi glímt við vanda frá sveitar - stjórnarkos ningunum á síðasta ári . Samkvæm t upplýsi ngum frá yfirkjörstj órn í Suð urkjördæm i strikuðu k jósendur Sjálfstæðis - flokksins í kjördæmi nu yfir nö fn frambjóðe nda á 20 ti l 30 prósen t- um kjörse ðla. Samk væmt söm u upplýsingu m var of tast strika ð yfir nafn Á rna Johnse n. - bþs / sjá síður 2, 6, 8 og 10 Sími: 550 5 000 SUNNUDAG UR13. ma í 2007 — 12 9. tölublað — 7. árgang ur VEÐRIÐ Í D AG MARGBORG AR SIG PUNKTUR! Rúna opnar kaffihús á Súðavík Maðurinn hen nar Mugison leiku r fyrir gesti. FÓLK 26 Einar til liðs v ið Cowell Breski fautinn skoðar umboðsmann Íslands fyrir e nska X-Factorinn. FÓLK 38 BLAÐAMAÐ URINN OG BLOGGARIN N PARASTOO UM KVENN ABARÁTTUN A Í ÍRAN „Við vorum lamdar og smalað í r útu og sett ar í fangels i. Það var bundið fyr ir augun á okkur og v ið settar tv ær til þrjár saman í einangrun arklefa. Þa ð var varla pláss til að anda eða hreyfa sig. “ 22 SVIPAÐ ÁFR AM - Í dag verður yfirleitt norð an 5-10 m/ s en þó hægari með Suðurlandi nu. Bjart að mestu su nnan og su ðvestan til, annars skúr ir eða él. Hi ti 0-10 stig, mildast til la ndsins syðra . VEÐUR 4 Nú er lag „Samnemand i hans þar var annar danskur píani sti, Gunnar Jo hansen, en mig langar að segja frá h onum í þessum pistl i, því það veit sá sem allt veit að í d ag langar mig alls ekki að skrifa um pólitík,“ se gir Illugi Gunnars son. Í DAG 16 FH-sigur í ma rkaleik FH vann ÍA 3- 2 í opnunarleik L ands- bankadeildar karla í gær þar sem Skagamenn v oru manni færri s íð- ustu 66 mínút ur leiksins. ÍÞRÓTTIR 32 KOSNINGAR Svo virðist sem kjörsókn ha fi verið nok kuð lakari í ár en í þing kosningunu m árið 2003 . Klukkan ní u í gærkvö ldi höfðu 70,2 prósen t kosið í Re ykjavíkur- kjördæmi s uður, miðað við 76,1 prósent á s ama tíma á rið 2003. Klukkan tíu höfðu 67 p rósent kosið í Rey kjavíkurkj ördæmi norður, mið að við 76,3 prósent ári ð 2003. Í Suð vesturkjör dæmi höfð u 69,5 prósen t kosið kluk kan átta í gærkvöldi miðað við 7 4,8 prósent fyrir fjórum árum. Sam kvæmt tölum frá þ ví klukkan sex í gærdag va r kjörsókn í Suðurkjör - dæmi mjög áþekk því sem var árið 2003. T ölur úr Nor ðvestur- og Norðaustur kjördæmi o g heildar- tölur voru ekki tilbún ar þegar Fréttablaði ð fór í pren tun. - sh Færri kusu n ú en árið 20 03: Kjörsókn va r lakari en síð ast Stjórnin fa llin eftir skell Fram sóknar Ríkisstjórn in missti þ ingmeirihl uta í kosni ngunum í gær. Frams óknarflokk ur- inn tapaði sex prósen tustigum o g hefur ald rei fengið v erri kosnin gu. Fylgi V G jókst um 5 0 prósent. S teingrímur J. segir kaf fibandalag ið ræða stj órnarmynd un. FYLGST ME Ð FYRSTU T ÖLUM Mikil eftirvæntin g ríkti í Útva rpshúsinu í Efstaleiti í g ærkvöldi þe gar fyrstu tö lur birtust u m klukkan tíu. Formen n flokkanna , ásamt vara formanni Vi nstri grænn a, biðu þar í mesta bró ðerni. FRÉTTABLA ÐIÐ/GVA 7 24 4 0 19 9 B 11,6% D 36,3% F 6,5% I 3,2% S 28,2% V 14,3% TÖLUR Á LA NDSVÍSU Á MIÐNÆT TI Sunnudagsútgáfa Fréttablaðsins er með tveimur ólíkum forsíðum. Tölur um fylgi flokkanna voru uppfærðar og forsíðufréttin endurskrifuð klukkan 2.30 í nótt. Hluta af upplagi blaðsins var dreift með forsíðu sem fór í prentun klukkan 12.30. Frétta- blaðið er prentað í þúsund eintök- prýddi forsíðan þúsund MARGBORGAR SIGPUNKTUR! H V Í T A H Ú S IÐ / S Í A 8 1 3 1 Svo virðist sem kjörsókn hafi verið nokkuð lakari í ár en í þingkosningunum árið 2003. Klukkan níu í gærkvöldi höfðu 70,2 prósent kosið í Reykjavíkur- kjördæmi suður, miðað við 76,1 prósent á sama tíma árið 2003. Klukkan tíu höfðu 67 prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, miðað við 76,3 prósent árið 2003. Í Suðvesturkjördæmi höfðu 69,5 prósent kosið klukkan átta í miðað við 74,8 prósent fyrir fjórum árum. Samkvæmt tölum frá því klukkan sex í gærdag var kjörsókn í Suðurkjördæmi áþekk því sem var árið 2003. Áætluð kjörsókn í Norðausturkjördæmi var 84 prósent. Tölur úr Norðvesturkjör- dæmi og heildartölur voru ekki tilbúnar þegar Fréttablaðið fór í prentun. Ríkisstjórn Sjálisflokks og Framsómissti meirihluta skosningunum í gær. Þegar Fréblaðið fór í prentuarflokkarnir 31 stjórnarandstöðuSíðast féll ríkisstjórárið 1987. Fylgi Sjálfstæðisflokksins jófrá kosningunumFramsóknarflokks minnkaði usex prósentustigverið minna. f þr m og sj aður Fram-gði útkomuna urmeta okkar flokkinn upp rpinu sagði arflokk-d að næstu ður Sjálf- ri ánægju- - vonbrigði. - okksins er - virkj-afa dregið sveitar- frá kjördæmi - r nöfn prósent- 59% 36% 0% Fr é tt a b la ð ið Fr tt a b la ð ið M b l.l. *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í mars 2007. LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRAallt landið Sunnudagur Blaðið 30 10 20 40 0 50 60 MARGBORGAR SIG PUNKTUR! HV Í TA H ÚS I Ð / S ÍA 813 1 Svo virðist sem kjörsókn hafi verið nokkuð lakari í ár en í þingkosningunum árið 2003. Klukkan níu í gærkvöldi höfðu70,2 prósent kosið í Reykjavíkur-kjördæmi suður, miðað við 76,1 prósent á sama tíma árið 2003. Klukkan tíu höfðu 67 prósent kosið í Reykjavíkurkjördæmi norður, miðað við 76,3 prósent árið 2003. Í Suðvesturkjördæmi höfðu 69,5 prósent kosið klukkan átta í gærkvöldi miðað við 74,8 prósentfyrir fjórum árum. Samkvæmt tölum frá því klukkan sex í gærdag var kjörsókn í Suðurkjör-dæmi mjög áþekk því sem var árið 2003. Tölur úr Norðvestur- og Norðausturkjördæmi og heildar-tölur voru ekki tilbúnar þegar Fréttablaðið fór í prentun. Stjórn og stjórnarand- staða skiptust á að hafa þingmeiri- hluta eftir því sem atkvæðataln- ingu í alþingiskosningunum leið í nótt. Þegar Fréttablaðið fór í prentun um hálf þrjú stóð fylgi Framsókn- arflokksins í rúmum ellefu pró- sentum atkvæða, en flokkurinn hefur ekki hlotið annan eins skell í 91 árs sögu sinni. Fylgi Sjálfstæð- isflokksins jókst um tæp þrjú pró- sent en Samfylkingin missti þrjú prósent. Vinstrihreyfingin – grænt framboð bætti miklu við sig – rúmum fimm prósentustigum – og telst sigurvegari kosninganna. Fylgi Frjálslynda flokksins minnk- aði lítillega og Íslandshreyfingin fékk á fjórða prósent atkvæða.„Þetta er auðvitað stórglæsilegt, við erum að landa miklum og sögu- legum sigri,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, þegar fyrstu tölur lágu fyrir. Þá var útlit fyrir að ríkisstjórnin væri fallin en ríkisstjórn féll síðast í kosningum árið 1987. Sagði Steingrímur blasa við að stjórnarandstöðuflokkarnir myndu tala saman og reyna að mynda saman ríkisstjórn um átak í velferðarmálum. Undir það tóku Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, og Guð- jón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins. Jón Sigurðsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sagði framsókn- armenn þurfa að endurmeta stöðu sína og byggja flokkinn upp aftur. „Þetta er mikið áfall fyrir okkur, en við vorum undir þetta búin eftir það sem á undan var gengið í skoð- anakönnunum.“ Sagði hann enn fremur eðlilegt að aðrir reyndu myndun ríkisstjórnar en flokkur- inn myndi ekki skorast undan ábyrgð. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði árangur flokksins ánægjulegan þó að vissu- lega væri hann lakari en nýlegar kannanir hefðu bent til. Sagði hann jafnframt vonbrigði að stjórnin væri fallin, en þannig stóðu mál þegar Fréttablaðið ræddi við hann. Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, sagði niðurstöðurnar vonbrigði en bar- áttan fyrir verndun umhverfisins væri þó rétt að byrja. Samkvæmt upplýsingum frá yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi strikuðu kjósendur Sjálfstæðis- flokksins í kjördæminu yfir nöfn frambjóðenda á tuttugu til þrjátíu prósentum kjörseðla. Samkvæmt sömu upplýsingum var oftast strikað yfir nafn Árna Johnsen. Þá var talsvert um að strikað væri yfir nafn Björns Bjarnasonar sjálfstæðismanns í Reykjavík suður. Ekki var von á endanlegum úrslitum fyrr en í morgunsárið. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsókn- arflokksins, telur nauðsynlegt fyrir Fram- sóknarflokkinn að hlusta á grasrótina eftir „vond kosningaúrslit“ í alþingiskosningunum og taka að loknu ákvörðun um hvað sé flokknum fyrir bestu. „Þetta er erfið staða og vond kosningaúr- slit. Þó að ríkisstjórnin haldi velli þá er sjö manna þingflokkur fámennur og ekki eins kraftmikill og hann var áður, með tólf mönnum,“ segir Guðni. Hann segir mótbyr, innan flokksins sem utan, hafa verið mikinn á kjörtímabilinu. „Það þarf að hlusta á grasrótina og fara yfir kosningaúrslitin og þá stöðu sem upp er komin. Þetta kjörtímabil hefur verið erfitt og við höfum þurft að takast á við mótbyr innan flokks sem utan. Jón Sigurðsson, formaður flokksins, og við sem erum í forystu flokksins, munum fara yfir stöðuna og reyna að greiða úr henni með farsælum hætti fyrir flokkinn.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, telur það vera einn möguleika að Samfylkingin og Vinstri græn myndi með sér minnihlutastjórn en það kæmi þá í hlut Framsóknarflokksins að verja hana að falli. „Það er vissulega möguleiki að mynda minni- hlutastjórn og það hefur verið alsiða á hinum Norðurlöndunum, og reynslan af slíkum stjórnum hefur verið ágæt. Þær hafa verið merkilega lífseigar. Við svipað pólitískt landslag og hér hefur skapast hafa minni- hlutastjórnir orðið til en viðræður um þetta hafa ekki farið fram.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir viðræður um myndun minnihlutastjórnar með Vinstri grænum ekki hafa komið til formlegrar umræðu. „Það er verið að kasta á milli ýmsum hugmyndum en ekkert meira en það.“ Fulltrúar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna ræddu saman á fundi í gær og var þar farið yfir breytt landslag að loknum kosningum. Ýmsir möguleikar flokka í stöðunni Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, telur grasrótina í Framsóknarflokknum þurfa að skera úr um hvernig byggja eigi flokkinn upp að nýju. Minnihlutastjórn möguleg við núverandi aðstæður. Það er vissulega möguleiki að mynda minnihlutastjórn og það hefur verið alsiða á hinum Norðurlöndunum, og reynslan af slíkum stjórnum hefur verið ágæt. Á tíunda tímanum í gærmorgun var slökkvilið kallað út vegna elds sem kom upp í húsi við Þingvað 35 í Norðlingaholti. Nágrannar urðu eldsins varir, en húsráðendur voru enn í rúmum sínum þegar eldurinn kom upp. Þeir komust út af sjálfsdáðum. Þegar tveir gaskútar sprungu út frá eldinum var liðsauki kallaður á staðinn, en eldurinn fór í utanhússklæðningu og sprengdi meðal annars rúðu. Miklar skemmdir urðu á húsinu að innan sem utan en engan sakaði. Gassprenging í Norðlingaholti Guðbjörn Guðbjörns- son, deildarstjóri hjá Tollgæsl- unni á Keflavíkurflugvelli, telur óhugsandi að umslög með tveimur atkvæðaseðlum sem send voru frá Boston í Banda- ríkjunum til Reykjavíkur hafi verið opnuð af starfsmönnum tollsins. Atkvæðin, sem send voru með DHL-sendingu, voru gerð ógild þegar umslögin voru opnuð. „Við megum ekki opna neitt nema það sé grunur um fíkni- efni, og jafnvel þá er starfs- mönnum skylt að loka viðkom- andi bréfi aftur með innsigli merktu tollinum. Ég mun kanna þetta mál, en ég tel engar líkur á að tollurinn hafi opnað þessi bréf,“ segir hann. Tollurinn reif ekki upp bréfin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.