Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 46
1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 „Þetta er stef sem ég samdi síðasta sumar,“ segir Sveinbjörn Thorar- ensen, betur þekktur sem Hermi- gervill, sem samdi nýtt stef sem hljóma mun undir samlesnu aug- lýsingunum á Rás eitt og tvö. „Ég fékk Björn Thorarensen, pabba minn til að spila á hljómborð fyrir mig. Þannig að þetta er svona feðga samvinna. Hann spilaði með Mezzo- forte í gamla daga og kemur með smá áhrif þaðan. Sjálfur spilaði ég á gítar.“ Stefið er nú þegar farið að hljóma undir auglýsingunum. Sjálfur hefur hann ekki heyrt það í útvarpinu þar sem hann er búsettur í Amsterdam um þessar mundir þar sem hann leggur stund á hljóðupptökunám. Hermigervill segist óhrædd- ur við að hrófla við svona rótgró- inni menningarstofnun og segir að stefið sé mjög ólíkt tónlistinni sem hann gerir vanalega. Hann segir að svona stef séu tónlist sem maður eigi helst ekki að taka eftir og séu samin með það í huga. „Ég var að reyna að ná svona „Bob James fíling“ í stefið. Það er „fusion“ djasstónlistarmaður sem er svona pínulítið ídol hjá mér. Ann- ars var aðalmálið að gera eitthvað sem virkar í þessu samhengi.“ Aðspurður hvort hann telji að stefið eigi eftir að hljóma næstu fimmtíu árin segir hann: „Ég veit ekkert um það. Mér finnst þetta bara fyndið og á örugglega eftir að hlæja í hvert sinn sem ég heyri þetta.“ Samdi nýtt stef fyrir Ríkisútvarpið „Synir mínir eiga safnið og hafa skyldað mig til að horfa á það allt,“ segir leikarinn Ellert Ingimundarson en hann hefur verið ráðinn til að tala fyrir hinn guðhrædda Ned Flanders í Simpson-mynd- inni sem frumsýnd verð- ur í sumar. Ellert bætist þar með í fríðan hóp leik- ara en meðal þeirra sem hafa þegar verið ráðn- ir eru Örn Árnason fyrir hlutverk Hómers, Mar- grét Vilhjálmsdóttir sem talar fyrir Marge og Álf- rún Örnólfsdóttir en hún bregður sér í hlutverk hinnar ofurgáfuðu Lísu. Þá mun Sigrún Edda Björnsdóttir leika óláta- belginn og hrekkjalóminn Bart Simpson. Mikil eftirvænting ríkir eftir myndinni enda hefur gula fjölskyldan skemmt heiminum í rúm átján ár í sjónvarpinu. Ellert segist þó eiga lítið sameiginlegt með hinum kirkjurækna Flanders en býst við því að kynna sér hann aðeins betur. „Jafnvel að maður fari bara að kíkja í kirkju og ætli maður endi ekki bara uppi sem Ned fyrir rest,“ segir Ellert og hlær en viðurkennir um leið að hann sé enginn sérstakur að- dáandi þáttanna. „Nú ætla ég bara að leggjast yfir safn strákanna og kynn- ast þessum fýr aðeins betur,“ bætir Ell- ert við og segist ekkert hafa fylgst með þeim deilum sem hafa sprottið upp í kringum talsetningu kvikmyndarinnar. Reyndar eru synir Ellerts miklir aðdá- endur þáttanna og segir hann að þeir hafi verið á báðum áttum með þá ákvörðun pabb- ans að taka að sér þetta hlutverk. „En ég held að þetta sé allt að koma hjá þeim. Þeir verða líka bara að styðja við bakið á gamla manninum því annars fá þeir ekkert að borða.“ Synirnir á báðum áttum með pabba „Einhverjar færeyskar húsmæð- ur hafa unnið þetta árum saman. Bikarinn heim!“ segir Egill Örn Jó- hannsson, framkvæmdastjóri JPV útgáfunnar, herskár mjög. Nú hafa forsvarsmenn bókafor- lagsins í Vesturbænum skráð það til leiks í hina árlegu róðrarkeppni sem að venju er haldin á sjómanna- daginn, sem er fyrsti sunnudagur- inn í júní. Eins og heyra má á glað- beittum framkvæmdastjóranum ætla bókabéusarnir sér stóra hluti í keppninni. Egill Örn segir reynd- ar hinar færeysku húsmæður ekk- ert lamb að leika sér við. „Í fyrra mátti Lögreglusamband Reykjavík- ur lúta í lægra haldi fyrir þeim. Fíl- efldir karlmennirnir. Þetta snýst sem sagt ekki um að geta tekið sem mest í bekkpressu heldur er sam- hæfingin það sem máli skiptir. Og hún er nú heldur betur til staðar hjá forlaginu.“ Einboðið hefði mátt ætla að Jó- hann Páll Valdimarsson, JPV sjálf- ur, yrði skipperinn sem æpir á sína menn og hvetur til dáða. En Egill segir að JPV sé liðtækur ræð- ari sem ekki má missa af árinni. „Nei, Bubbi Morthens (sem er að skrifa veiðisögur fyrir forlagið) kom því ekki við að keppa með okkur að þessu sinni. En ég vona að rithöfundar á borð við Ólaf Gunn- arsson, Stefán Mána, Jón Atla og Hugleik leggist á árarnar með okkur. Þetta er allt í undirbún- ingi.“ Leynivopn JPV-róðr- arliðsins eru svo þeir Arnaldur Birgir Konráðsson og Róbert Traustason, Bootcamp-þjálfarar og bókahöfundar – allsvakalegir nagl- ar. Í Nauthólsvíkinni fást vanir menn við að þjálfa þau lið sem skrá sig til keppni. Þegar eru komin fjögur lið og búist er við fleirum. „Færeysku konurnar hafa verið að mala þetta undanfarin ár,“ segir Ísleifur Friðriksson siglingameist- ari en hann þjálfar þau lið sem eftir því leita í Nauthólsvíkinni. Hann segist illa svikinn ef þær mæta ekki til leiks núna og þá einnig lið sem kallar sig Ídýfurnar sem mun í startholunum. „Enn er pláss fyrir lið að taka þátt en þetta er sniðugt dæmi fyrir vinnustaði og sauma- klúbba.“ Bátarnir sem notaðir eru eru sérhannaðir til kappróð- urs en í hverjum bát er 7 manna róðr- arlið. „Þegar ég er að keyra strætó hlusta ég á Rás 2 til níu og síðan er það Útvarp Saga til tíu. Eftir það er það gullið, 90,9, til fjögur á daginn. Þá tekur við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Í bílnum mínum hlusta ég á vin minn Björgvin Halldórsson og Chicago, sem er besta band í heimi.“ Gó› rá› og gagnlegar uppl‡singar um heita vatni› www.stillumhitann.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.