Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 34
Fossinn í Bankastrætinu nýtur sín best í sól og smá golu. Margir hafa séð hann, einkum athugulir vegfar- endur í Lækjargötu, þar sem hann glitrar í borg- arlandslaginu og minnir okkur á náttúruna í stærra samhengi. Höfundur fossins, arkitektinn Theresa Himmer, er nú í óða önn að smíða næsta foss sem settur verður upp á hönnunarsýningunni Magma/Kvika á Kjarvalsstöðum. Bankastrætisfossinn byrjaði með gömlu póstkorti en trónir nú, sex metra hár, á húsinu númer sex en hann er gerður úr plasti og rúm- lega þrettán þúsund risa-pallí- ettum. Fossinum var komið fyrir í tengslum við grasrótarhátíð- ina Sequences á liðnum vetri og hefur staðið vel af sér veðraham og frosthörkur. Magma/Kvika verður ein viða- mesta sýning sem sett hefur verið upp á íslenskri samtímahönnun en hún verður opnuð 19. maí. Um sjötíu af fremstu og framsækn- ustu hönnuðum Íslands taka þátt í sýningunni og verður fjölbreytt fræðslu- og kynningardagskrá í tengslum við hana. „Þegar mér bauðst að taka þátt í hönnunarsýningunni ákvað ég fljótlega að gera nýjan foss – það gekk ekki að flytja þennan því hann var gerður fyrir þenn- an vegg og ég vil því leyfa honum að vera þar svo lengi sem hann hefur leyfi til. Það er bara gaman að fá að gera nýjan,“ segir Ther- esa. „Fyrir mig er þetta mjög áhugavert verkefni því þótt efnið sé það sama verður samhengið allt annað og því útkoman líka.“ Theresa er arkitekt og starfar hjá Studio Granda og hún hefur verið búsett hér á landi í tvö ár. „Sumir hafa kallað mig flótta- mann ástarinnar,“ segir hún í gríni en útskýrir svo að hún hafi elt ástina hingað því að eiginmað- ur hennar er íslenskur. Theresa útskýrir að fyrri foss- inn hafi verið byggður á mynd af Seljalandsfossi en nú sé henni hugsað til Goðafoss. Það sé einnig skemmtileg tilviljun að nú er ný- lokið sýningu á Kjarvalsstöðum þar sem fjórir ólíkir myndlistar- menn sýndu fossa sína. Fleiri tengja pallíettur frekar við fegurðarsamkeppnir og risa- stór auglýsingaskilti en mynd- list eða náttúru. „Þessi verk fjalla svolítið um það, þetta er hráefni sem er óneitanlega tengt yfir- borðsmennsku og tilbúningi; fyr- irtækið sem framleiðir pallíett- urnar selur mikið af þeim á alls kyns hátíðir og tískusýningar. Það sem heillar mig svo er þessi árekstur. Pallíetturnar eru pínu- lítið smekklausar en þar sem verkið vísar til náttúrunnar og hreinleikans verða þær ljóðræn- ar. Þetta eru tveir ólíkir heimar.“ Glansmynd fossins er um- kringd annars konar list, áletr- unum og veggjakorti en Theresa segir að þannig eigi það að vera – hann eigi að falla inn í borgar- landslagið. Hún hefur ákveðnar skoðanir á list á opinberum vett- vangi og útilistaverkum. „Opin- ber list getur verið allt frá brons- styttu af þjóðhetju á hestbaki yfir í graffití, götuleikhús og fleira. Mér finnst mjög mikilvægt að list fái að njóta sín opinberlega og sjálf kann ég best að meta það þegar hún hefur skírskotun í hversdagsleikann eða fær fólk til að sjá umhverfið í nýju ljósi,“ segir Theresa en í heimaborg hennar, Árósum, hafa útilista- verk hreinlega valdið deilum. „Í Árósum virðast yfirvöld hafa þá skoðun að öll auð rými verði að fylla af hefðbundinni list sem er komin til að vera, en stundum á það alls ekki við því að opin rými bjóða upp á svo marga aðra mögu- leika.“ Theresa segist vel geta hugs- að sér að gera fleiri fossa fyrir landslagið á Íslandi en hyggur þó ekki á neina fjöldaframleiðslu. „Maður má ekki sjá þá of oft því að þá verður þetta bara leiðinleg endurtekning. Ég vil líka vinna með fleiri viðfangsefni og hrá- efni. Það er ekkert gaman að vera alltaf bara „fossastelpan“,“ segir Theresa brosandi að lokum. Kl. 20.00 Víkingur Heiðar Ólafsson heldur aukatónleika í Saln- um í Kópavogi. Á efnisskránni eru verk eftir J.S. Bach og F. Chopin, auk hinnar stórbrotnu App- assionata-sónötu eftir Beethoven. Þá frumflyt- ur Víkingur píanósvítu eftir föður sinn Ólaf Óskar Axelsson. „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.