Fréttablaðið - 14.05.2007, Page 42

Fréttablaðið - 14.05.2007, Page 42
Nýjung í ræstingum – þú nærð hærra með UniFlex afþurrkunarsetti R V 62 33 UniFlex afþurrkunarsett og tvær aukamoppur. 1.398,- Henrietta Holz Jensen sölumaður í útibúi RV í Danmörku N ú á ti lb oð i! il i 1. deild karla 2. deild karla Enska úrvalsdeildin Fyrsta mark Óðins Árna- sonar í hans 85. leik í efstu deild tryggði Fram eitt stig á móti Val í fyrsta leik liðanna í Landsbanka- deild karla í gær. Óðinn, sem spilar stöðu hægri bakvarðar, brá sér fram í auka- spyrnu mínútu fyrir leikslok og var réttur maður á réttum stað. Valsmenn, sem voru með frum- kvæðið í leiknum, tókst ekki að bæta við sínu öðru marki eftir að Helgi Sigurðsson kom þeim í 1-0 á 15. mínútu og þurftu því að horfa á eftir stigunum í lokin. „Ég náði ekki einu sinni að skora fyrir Þór í 1. deildinni. Ég skoraði eitt í 2. deildinni en það var orðið mjög langt síðan. Það er gott start hjá manni í Fram,“ sagði hetja Framara, Óðinn Árnason, eftir leikinn. „Það var byrjendabragur á þessu hjá báðum liðum og það var ekki mikið verið að spila boltan- um með jörðinni og þetta snerist meira um kýlingar og hlaup. Það voru allir liggjandi í vellinum með krampa í seinni hálfleiks. Ég var meira að segja búinn að kalla á Óla og segja að ég væri kominn með krampa líka en harkaði af mér sem betur fer,“ bætti Óðinn við en hann var ánægður með upp- skeruna. „Það er mikilvægt að við náum að sýna andlegan styrk í fyrsta leik. Við erum undir megnið af leiknum á móti liði sem allir kalla meistarakandidata en við sýnum að við erum með öflugt lið og þó að við hittum ekki á okkar besta leik þá gefumst við ekki upp á móti neinum. Það mega allir búast við hörkuleik þegar þeir spila á móti okkur,” sagði Óðinn að lokum. Það stefndi lengi vel í að örlögin sæju til þess að Helgi Sigurðsson skoraði sigurmarkið á móti sínum gömlu félögum. Markið skoraði Helgi á laglegan hátt eftir að hafa fengið góða sendingu frá Pálma Rafni Pálmasyni. Helgi fékk reyndar sams konar færi í seinni hálfleik en þá náði Hannes Þór Halldórsson, markvörður Fram að bjarga á laglegan hátt. Helgi var besti maður Vals ásamt Baldri Að- alsteinssyni en þeir áttu saman 10 af 19 markskotum Valsliðsins. Hjálmar Þórarinsson lífgaði mikið upp á sóknarleik Framara þegar hann kom inn á og fiskaði einmitt aukaspyrnuna sem jöfn- unarmarkið kom upp úr. „Það er alltaf ömurlegt að sjá á eftir sigri í lokin en það er hætt við þessu þegar forustan er ekki meira en eitt mark. Það er langt síðan að maður hefur skorað og það ætlar að ganga hægt hjá mér að brjóta ísinn,“ sagði Valsmaður- inn Baldur Aðalsteinsson sem átti þrumuskot í slána fimm mínútum fyrir leikslok en mark þar hefði væntanlega gulltryggt sigur Vals. „Við vorum samt ekki komnir með neitt á meðan leikurinn er enn í gangi. Eitt stig er eitt stig og við þiggjum það. Það er gott að vera komnir með stig á töfluna því það er oft erfiðast að ná í fyrstu stig- in,“ bætti Baldur við. Hann gerði sér grein fyrir því að leikurinn var ekki áhorfendavænn. „Þetta var barningsleikur og ör- ugglega ekki mikið fyrir augað. Við erum með hörku fótbolta- lið en náðum ekki að sýna okkar bestu hliðar í dag. Það kemur bara í næsta leik,” sagði Baldur að lokum. Fyrsta mark Óðins Árnasonar í efstu deild í hans fyrsta leik með Fram tryggði Safamýrarliðinu 1-1 jafntefli gegn Val á Laugardalsvellinum í gær og sá til þess að Helgi Sigurðsson tryggði ekki Val sigur gegn sínum gömlu félögum. West Ham kórónaði frá- bæran endasprett sinn í ensku úrvalsdeildinni með því að vinna 1-0 sigur á Englandsmeisturum Manchester United á Old Traff- ord. Það var að sjálfsögðu Argent- ínumaðurinn Carlos Tevez sem skoraði sigurmarkið og fyrir vikið fékk Sheffield United á óhagstæð- ari markatölu en Wigan. Tevez skoraði 7 mörk fyrir Lundúnaliðið og öll komu þau í tíu síðustu leikj- unum. „Það er frábært að koma og vinna Manchester United á Old Trafford, sama hverjar kringum- stæðurnar eru. Ég vona að hvorki ég né West Ham fari í gegnum svona tímabil aftur,“ sagði Alan Curbishley, stjóri West Ham eftir sigurinn. West Ham vann fjóra síðustu leiki sína og fékk alls 21 stig af 27 stigum mögulegum út úr níu síð- ustu leikjum sínum. Manchest- er United lét tapið ekki spilla fyrir sigurhátíðinni og þeir Gary Neville og Ryan Giggs lyftu Eng- landsbikarnum í sameiningu. Wigan sem var í fallsætinu fyrir umferðina bjargaði sér með því að vinna Sheffield 1-2 á útivelli og senda þar með heimamenn niður í 1. deild. „Þetta var mikið afrek en ég get ekki annað en vorkennt Sheffield United. Það er ekki gaman að fagna fyrir framan lið sem er fallið úr deildinni,“ sagði Paul Jewell, stjóri Wigan eftir leikinn. Það komu bara þrjú stig í hús hjá efstu fjórum liðunum því Chelsea (1-1 á móti Everton), Liverpool (2- 2 á móti Charlton) og Arsenal (0-0 á móti Portsmouth) náðu öll bara einu stigi út úr sínum leikjum. Vítaspyrna Harrys Kewell á loka- mínútunni reddaði stiginu fyrir Liverpool sem þar með hélt 3. sæt- inu sem annars hefði farið til Ars- enal. Carlos Tevez fullkomnaði draumaendasprett West Ham

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.