Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 36
Britney, Paris og Lindsay mega fara að hvíla sig að mati bandarísku þjóðarinnar. Í nýrri könnun komast þær allar á lista yfir þær stjörnur sem fjölmiðlar ytra veita of mikla, og óverðskuldaða, athygli. Það er fyrirtækið E-Poll Marketing sem hefur tekið saman listann, sem er byggður á viðamikilli skoðanakönnun. Það þarf vart að undrast að popp- prinsessan Britney Spears trónar á toppnum, en 72 prósent svarenda töldu hana hafa hlotið allt of mikla fjölmiðlaathygli miðað við afrek. Enda getur klipping, þó um snoðun sé að ræða, hárkollu- og brjóstahaldaraval varla talist til mikilla afreka. Fyrrverandi eiginmaður Spears kemur sterkur inn í þriðja sætið, en á milli þeirra hjúa er hin marg- umrædda Paris Hilton, sem 68 prósent telja hljóta of mikla fjölmiðlaathygli. Tom Cruise fylgir fast á hæla Federline, en nýjar fréttir og bölspár af hjónabandi hans og Katie Holmes virðast berast á fimm mín- útna fresti. 48 prósent svarenda töldu Linds- ay Lohan fá allt of mikla umfjöllun í banda- rískum fjölmiðlum, en stúlkan sú á heiður- inn af hverri fyrirsögninni á fætur annarri. Nicole Richie toppar Lohan þó með fjögurra prósenta mun. Lestina á topp-tíu listanum reka hinn merkilegi Michael Jackson, Donald Trump hinn hárprúði, ruðningsstjarnan Terrell Owens og Howard K. Stern, syrgjandi ást- maður Önnu Nicole Smith. Skattskrár vegna álagningar 2006 sem og virðisaukaskattsskrár vegna tekjuársins 2005 verða lagðar fram í öllum skattumdæmum mánudaginn 14. maí 2007. Framlagning skattskráa er samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003 og 46.gr laga nr. 50/1988. Skrárnar liggja frammi hjá skattstjórum í hverju umdæmi, hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstaklega auglýstum stöðum í hverju skattumdæmi dagana 14. maí til 29. maí 2007 að báðum dögum meðtöldum. 14. maí 2007 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl S. Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. Star Wars og Dirty Dancing eru þær myndir sem fólk hefur mest gaman af að horfa á aftur og aftur. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar á vegum bresku sjón- varpsstöðvarinnar Sky. Gerðir voru aðskildir listar fyrir karla og konur og voru karlarnir hrifnastir af Star Wars-trílógíunni. Komst hún jafnframt í annað sætið hjá konunum á eftir Dirty Danc- ing. Sagðist helmingur aðspurðra hafa horft á Star Wars oftar en tut- tugu sinnum. Karlar sögðust einn- ig hafa horft oft á The Godfath- er, Alien, Die Hard og Terminator 2 á meðan konurnar völdu It´s A Wonderful Life og The Matrix. Aðrar myndir sem komust á topp tíu listann hjá báðum kynjum voru The Terminator, Jaws og The Lord of the Rings-trílógían. Karl- menn voru almennt séð hrifnari af fantasíum og spennumyndum en meira var um söngvamyndir og rómantískar hjá konunum. Horfa á Star Wars og Dirty Dancing Orlando Bloom leitar logandi ljósi að kærustu á internetinu. Á síð- unni Facebook.com er Orlando skráður undir nafni vinar síns, og notar jafnframt mynd af honum. „Stundum er erfitt að vita hvort að stelpunum líst vel á mig eða gæj- ann sem þær sáu í „Pirates of the Caribbean.“ Svona get ég kynnst þeim í dulargervi,“ segir leikarinn um athæfið. Bloom er kominn í fjölskyldugír- inn og vill gjarnan hitta drauma- stúlkuna sína sem fyrst. „Mig langar í alvöru fjölskyldulíf, með konu og börnum,“ segir hann. „Líf mitt hefur verið skrítið á margan hátt, og núna langar mig að geta deilt því með einhverjum.“ Leitar að kærustu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.