Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 12
Reykjavíkurborg byggir þjónustu- og menningarmið- stöð í Spönginni í Grafarvogi að loknu útboði, að tillögu Björns Inga Hrafnssonar, formanns borgarráðs. Í október var undirrituð viljayfir- lýsing á milli borgarinnar og sjálfs- eignarstofnunarinnar Eirar, hjúkr- unarheimilis, um byggingu miðstöðvarinnar, og öryggisíbúða á sama stað. Olli hún titringi innan borgarkerfisins þar sem því var haldið fram að miðstöðinni hefði verið bætt inn í yfirlýsinguna eftir á, og að hún væri ekki í samræmi við samþykkt borgarráðs. Björn Ingi sagði í nóvember að mistök hefðu verið gerð í orðalagi viljayf- irlýsingarinnar, sem yrðu leiðrétt. Minnihlutinn í borgarstjórn hélt því fram að lög um opinber innkaup og útboðsskyldu sveitarfélaga hefðu líklega verið brotin með viljayfir- lýsingunni. Á fundi borgarráðs í gær var sam- þykktur samningur við Eir hjúkrun- arheimili, um úthlutun bygginga- réttar fyrir öryggisíbúðir í Spönginni í Grafarvogi og samstarf, samvinnu og verkaskiptingu vegna framkvæmda, byggingar og rekst- urs öryggisíbúða og þjónustu- og menningarmiðstöðvar. Eir byggir öryggisíbúðirnar en Reykjavíkur- borg þjónustu- og menningar- miðstöðina. Í október var gengið frá viljayfir- lýsingu um byggingu menningar- miðstöðvarinnar við Eir. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, sagði á þeim tíma að mistök hefðu verið gerð í orðalagi yfirlýsingar- innar þegar menningarmiðstöð varð hluti af henni. Hann lýsti því að hún væri ekki bindandi á neinn hátt og enginn skaði skeður þar sem hún tæki aðeins til þess sem átti að ræða. Björn Ingi segir að niðurstaðan sé í samræmi við svör sem hann gaf í nóvember. „Það stendur allt sem ég sagði um málið. Það urðu mistök varðandi orðalag í viljayfirlýsingu og málið var afgreitt í samræmi við það sem ég þá lýsti. Ekkert af því sem minnihlutinn hafði áhyggjur af hefur orðið raunin, eins og kemur fram í bókun þeirra í borgarráði.“ Í bókun sinni fagnar Samfylking- in niðurstöðu í málinu og að búið sé að taka af allan vafa og misskilning varðandi fyrirhugaða uppbyggingu í Spönginni. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í borg- arstjórn, segir meirihlutann hafa bakkað með að láta Eir hafa verkið. „Allar okkar ábendingar og gagn- rýni náðu fram að ganga, þótt það hafi tekið tíma.“ Lausn fengin í um- deilt skipulagsmál Viljayfirlýsing um byggingu menningarmiðstöðvar í Mjódd olli deilum innan borgarstjórnar í fyrra. Formaður borgarráðs segir gagnrýni hafa verið ástæðu- lausa frá upphafi. Minnihlutinn segir borgarstjórn hafa bakkað í málinu. Það stendur allt sem ég sagði um málið. Það urðu mistök varðandi orðalag í viljayfirlýsingu og málið var afgreitt í samræmi við það sem ég þá lýsti. Landspítalanum - háskóla- sjúkrahúsi (LSH) bar að leggja mat á hæfni Salmanns Tamimi saman- borið við aðra starfsmenn áður en honum var sagt upp störfum árið 2006, samkvæmt dómi Hæstaréttar sem féll á fimmtudag. Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjavík- ur og dæmdi uppsögnina ólög- mæta. „Þessi niðurstaða er fagnaðar- efni og að nokkru leyti fordæmis- gefandi,“ sagði Jóhannes Rúnar Jóhannsson, lögmaður Salmanns, eftir að dómur var kveðinn upp. Hann sagðist ekki vita til þess að áður hefði fallið dómur þar sem fram kæmi að leggja bæri mat á hæfni starfsmannsins samanborið við aðra starfsmenn áður en honum væri sagt upp. Salmann er menntaður tölvunar- fræðingur og vann sem verkefna- stjóri á upplýsingatæknisviði LSH í 11 ár. Honum var sagt upp störfum þar sem ákveðið hafði verið að leggja niður starf hans vegna skipu- lagsbreytinga. Í rökstuðningi vegna uppsagnarinnar kom fram að þar sem Salmann hefði sérhæft sig í að þjónusta ákveðið tölvukerfi spítal- ans sem til stæði að hætta að nota þyrfti að leggja starf hans niður. Hæstiréttur komst að þeirri nið- urstöðu að uppsögnin hefði verið ólögmæt, en að ekki hefði verið hægt að ógilda hana þar sem hún hefði þegar verið orðin að veru- leika þegar málið fór fyrir dóm. Uppsögnin var því dæmd ólögmæt, og Landspítalanum gert að greiða málskostnað Salmanns, 750 þúsund krónur. Átti að leggja mat á hæfni Vextir hér á landi verða að líkindum áfram háir næstu árin, og erfitt að sjá hvern- ig Seðlabankinn getur lækkað vexti jafnvel þótt atvinnuástandið versni, segir Þórólfur Matthías- son, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir að upp sé kominn ákveðinn vítahringur. Ef Seðla- bankinn lækki stýrivextina megi búast við því að erlendir aðilar sem eiga eignir í krónum selji. Við það lækki gengið og verðbólga aukist, svo eina leið Seðlabankans sé að hækka stýrivextina aftur til að standast verð- bólgumarkmið- in. Hann bendir á að erlendir aðil- ar sem eiga bréf í íslenskum krón- um fjármagni þau með lánum í erlendri mynt þar sem vextir séu mun lægri, og hagnist á vaxta- muninum. Það séu þeir sem græði á háu vaxtastigi hér á landi, á meðan almenningur tapi. „Það getur vel verið að við verð- um í þeirri aðstöðu að þurfa að hafa háa vexti áfram, jafnvel þótt atvinnuástandið versni, bara til þess að halda uppi genginu, og þar með halda verðbólgunni niðri,“ segir Þórólfur. Vel geti verið að það takist að ná vöxtunum niður, en ljóst að það eigi eftir að taka talsverðan tíma. Þórólfur segir að ein leið út úr vítahringnum sé að taka upp erlenda mynt, til dæmis evruna, hér á landi, þó það geti auðvitað tekið töluverðan tíma, og krefjist líklega inngöngu í Evrópusam- bandið. Vextir áfram háir næstu árin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.