Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 32
Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Borgarstjóri Reykjavíkur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðir viðskiptasendinefndina í heimsókn sinni til Moskvuborgar. Í ferðinni verður sérstök áhersla lögð á orkumál og hefur verið boðað til viðskiptaþings um nýtingu endurnýjanlegrar orku og viðskipti tengd því fimmtudaginn 5. júlí. Nú þegar hafa leiðandi fyrirtæki staðfest þátttöku sína í sendi- nefndinni. Fyrirtækjum í tengdum greinum er hér með boðin þátttaka á þinginu og einnig aðstoð við skipulagningu funda með rússneskum fyrirtækjum meðan á heimsókninni stendur. Frestur til að skrá þátttöku í ferðina er til 15. maí. Nánari upplýsingar veita Þorleifur Þór Jónsson thorleifur@utflutningsrad.is og Guðjón Svansson gudjon@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Viðskiptasendinefnd til Moskvu orka í brennidepli Útflutningsráð skipuleggur nú viðskipta- sendinefnd til Moskvu dagana 4.- 6. júlí 2007. F í t o n / S Í A Frambjóðendurn- ir hafa brosað til okkar úr öllum áttum undanfarn- ar vikur. Stræt- isvagnar, auglýs- ingaskilti, hús- þök og veggir hafa verið veggfóðraðir með andlitum frambjóðendanna. Sumir fengu góða kosningu. Aðrir hverfa af sjónarsviðinu um leið og auglýsingarnar eru teknar niður. Ég er fegin að kosningarnar eru búnar. Mér hefur þótt hálf óþægi- legt að labba um bæinn með augu frambjóðendanna starandi á mig úr öllum áttum. Það hefur ekki verið hægt að opna blað eða sjón- varp mánuðum saman fyrir æstu fólki í framboði hrópandi „kjóstu mig, kjóstu mig,“ eins og krakkar í leikfimitíma. Nú eru kosningarnar búnar og auglýsingarnar hverfa hver á fætur annarri. Mér dauðbrá þegar ég fletti Fréttablaðinu í gær og sá eitthvað annað en Geir H. Haarde á síðu tvö. Nú er búið að kjósa og Geir hefur verið skipt út fyrir bílaauglýsingu. Í stað lofræðu um forsætisráð- herrann var komin lofræða um nýjan Volkswagen Golf sem ku hafa svipaða eiginleika og ráð- herrann: traustur, öruggur og sportlegur. Bílaauglýsingar eru fyrir löngu hættar að snúast um eiginleika bif- reiðanna. Nú til dags snýst allt um lífsstíl og stemningu. Ef þú kaup- ir svona bíl verður líf þitt svona. Ef þú kaupir hinsegin bíl verður líf þitt öðruvísi. Það er eins með frambjóðendurna. Við vitum í raun sáralítið um eig- inleika fólksins sem við kusum en höfum hins vegar einhverja tilbúna hugmynd um það hvernig líf okkar verður komist það til valda. Okkur hefur verið sagt að Toyota sé tákn um gæði, Frjálslyndir segjast vera „flokkur sem þorir“, Peugeot er ljón á veginum og Vinstri græn boða „Allt annað líf“. Við vitum minna um fjölda hestafla, aksturs- eiginleika og sparneytni og það á alveg eftir að koma í ljós hvort rík- isstjórnin verður „ljón á veginum“ eða ljón í veginum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.