Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 4
Föstudagur 28. mars 1980 í spegli tímans W\ „Hattur með slöri" var þessi greiðsla sklro, og nafnið segir allt um hana. Slörið er auðvitað hár, sem greitt er þunnt fram yfir andlitið. ,,Á vetrardansleik". Þessa greiðslu er upplagt að nota á siðasta vetrardag, öðrum megin er hárið greitt upp og tekið i hnút fyrir ofan eyrað (sumar- legt), en hinum megin er það greitt snar-krullað yfir 'eyrað (vetrarleg greiðsla!)! Þarna er hárið greitt upp og fram og myndaður „hattur" úr hárinu. Ef það er mátulega sltt og klippingu hagað eftir greiðslunni, þá á að vera auðvelt að greiða sér þannig. „Ljónshöfuð" er þessi fléttugreiðsla kölluð. Nýjar hárgreiðsl ur fyrir vorið Það er alveg öruggt, að þær sem fara eftir þessum hár- greiðslumyndum, sem hér birtast, vekja mikla eftirtekt, — svo ef það er einhver kona, sem er áhyggjufull yfir þvi, að ekki sé tekið nógu mikið eftir henni, — þá er ekki annað fyrir hana að gera en að reyna einhverja af með- fylgjandi greiðslum. Þær eru sagðar algjör trygging fyrir að allra augu beinist að þeim. Jæja, hvernig list ykkur á? Victoria er nú ríkisarf i Þegar þar að kemur mun hún vera nefnd Victoria drottning, svo það er ekkert skrýtið þott hún sé alvarieg á svipinn litla, sænska prinsessan hun Victoria sem er að- eins tveggja og hálfs árs. A herðum hennar hvílir mikil ábyrgð, þvf að um áramótin siðustu var breytt lögum f Sviþjóð um erföarétt til krúnunnar á þann veg, að elsta barn konungshjónanna tekur viö rikjum á sinum tima — sama hvort rikiserfinginn er karlkyns eða kvenkyns. Fyrri lög um þetta i Svíþjóð sögðu til um aö einungis karl- ar gætu veriö bornir til rfkiserföa, en nú hefur þvi sem sagt veriö breytt. Um leið og Victoria er orðin krónprins- essa þá missir litli bróðir hennar, Carl Philip, sem er á 1. ári, sinn krónprins-titil. Hann er nú kallaður Carl Philip, prins og hertogi af Vermalandi. Þessar lagabreytingar hafa verið nokkuð lengi á döfinni, en þetta tók allt sinn tlma, þvl að stjórnarskrárbreytingar þarfnast samþykkis tveggja þinga með almennum kosningum inn á milli. Formaður stjórnarskrárnefndar, Bertil Fiskesjö, sagði um þessa lagabreytingu: — Aö rétturinn til kriinuerfða falli aðeins I hlut karlleggs konungsættarinnar er ekki í samræmi við timana sem við lifum á, og það gengur Victoria litla, hin fagra sænska krónprinsessa. einnlg þvert & jafnréttislögin um jafnrétti kynjanna, sem unnið er að um allan heim að komist á. krossgáta Q. 7 i ||* " Tt ¦ ¦" JH"H H 3 3281. Lárétt I) Land.-5) Sótt.-7) Verkfæri.-9) Kverk.- II) Korn.- 12) Stafrófsröð.- 13) Egg.- 15) Arinn.- 16) ölga.- 18) Fiskurinn.- Lóðrétt 1) Ræflana.- 2) Orka.- 3) Komast.- 4) Tog- aði.- 6) Ráð.- 8) Púki.-10) Bý.-14) Nam.- 15) Sverta.- 17) Guð.- Ráðning á gátu No. 3280. Lárétt 1) Páskar.- 5) Tár.- 7) NIu.- 9) Kál.- 11) Al.-12) Te.-13) Mat.-15) Man.-16) ósa.- 18) Smækka.- Loörétt 1) Panama.- 2) STU.- 3) Ká.- 4) Ark.- 6) Flensa.- 8) lla.- 10) Ata.- 14) Tóm.- 15) Mak.- 17) Sæ.- ' J^ŒgJ^ með morgunkaff inu ridge Eins og venjulega, þegar spil eru tölvu- gefin, var mikiö um skiptingarspil á Stór- mótinu. Eitt það skemmtilegasta var spil nr. 48 og i þvl spili fengu Danirnir að spreyta sig á vörninni I nokkuð undarleg- um samning. Norður. S. 65 H.Ad8 V/AV T. G96543 L.D6 Vestur. Austur. S.AKD1082 S. G9743 H.G102 H.965 T.AD72 T. K108 L.— Suður S.- L.A5 H. K743 T.— L.KG10987432 Vestur. Noröur. Austur Suður. Werdelin Möller llauf(16+)2tlglar dobl(8-ll)2spaðar! dobl pass pass 2 grönd dobl pass pass 3lauf pass pass 3spaðar 4lauf ðhjörtu pass pass pass. Ég hef þvl miður ekki skýringar á reið- um höndum um þýðingu 5 hjarta sagnar- innar. Gegn þessari slysalegu lokasögn spilaði norður ut laufi og ásinn átti slag- inn. Vestur spilaði spaða og suður tromp- aði, Werdelin til mikillar undrunar. „Engan spaða?" spurði hann. „Ég get vlst ekki þrætt fyrir að hafa sagt spaöa", sagði Möller, „en það var bara einu sinni". Sagnhafa tókst að lokum að fá 6 slagi en 500 til Dananna var ekki toppur. Sumir suðurspilar fengu að spila 5 til 6 lauf dobluð, sem vinnast eins og sjá má. Soœa.r-Ty-' ÞYNGD YÐAR OG FRAMTIÐ — Hann neitar að fara að sofa nema þú segir honum sögu. —...og bráðlega munt þú hitta ungan og fallegan flóöhest.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.