Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 5

Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 5
V. Föstudagur 28. mars 1980 Jónas Guðmundsson Er leikstjóm iðngrein eða listgrein? í Þjóðviljanum síðast- liðinn miðvikudag getur að lesa eftirfarandi orð í tilefni af fagdeilu, sem virðist risin milli leikara annars vegar og Sjón- varpsins hins vegar: „Fullkomin óvissa rikir nú um æfingar og upptökur á nýju islensku sjónvarpsleikriti eftir Daviö Oddsson þar sem sjón- varpiö hyggst ekki láta leik- stjóra leikstýra þvi heldur pródúsent, Andrés Indriöason. Samkvæmt samþykktum leikarafélagsins er leikurum hins vegar óheimilt aö leika undir stjórn manna sem ekki eru viourkenndir af Leikstjóra- félagi Islands. í leikritinu taka margir leikarar þátt og höfðu LEIKLIST undirritaö samninga slna meö fyrirvara um þetta atriöi. Þegar svo ljóst var að enginn leikstjóri yröi ráöinn varð ekkert úr sam- lestri. Deilan um þaö hverjir eigi aö leikstýra i sjónvarpinu er ekki ný af nálinni og kemur upp i hvert sinn, sem Islenska sjón- varpið tekur upp leikrit. Erlingur Glslason formaöur Leikstjórafélagsins sagöi I sam- tali við Þjóöviljann I gær að leikstjórar og leikarar heföu bundist samtökum til þess ao verja sig fyrir þvi annars vegar aö áhöfn leikstjóra væri fyllt meö viðvaningum og þvl hins vegar að leikarar fengju yfir sig óvanan leikstjóra." „Réttindamenn" í listum Þaö er út af fyrir sig skilj- anlegt, aö leikarar reyni a& halda I atvinnu slna, en þar eö áöurnefnd yfirlýsing varðar almennt tjáningarfrelsi I landinu, veröur ekki hjá þvl komist aö fleiri tjái sig um svo afgerandi fagréttindi er þarna er krafist. Almenningi hlýtur aö viröast ao þetta jafngildi þvi I raun og veru, aö sérstök félags- réttindi hljóti hér eftir að vera forsenda þess að menn fáist við listir. Að visu skal undirritaöur viðurkenna það orðalaust, að vissir hlutir i þessu máli eru vægast sagt mjög dljósir, eins og til að mynda það hvernig unnt er að tryggja það til fram- búöar að leikarar fái ekki „yfir sig óvanan leikstjóra", ef aðeins „vanir" menn mega stjórna leikjum. Hvernig a að endur- nýja leikstjórastéttina, ef byrj- endur mega ekki stjórna? Og þá I framhaldi af þvi, hvernig verður seinasti leikstjórinn út- lits og I umgengni og háttum, áður en þessi stétt manna er endanlega farin undir græna torfu? Og maður spyr sig einnig. Við hvað er átt með orðunum „samkvæmt samþykktum leikarafélagsins er leikurum hins vegar óheimilt að leika undir stjórn manna sem ekki eru viöurkenndir af Leikstjóra- félagi Islands"? Getur Leikarafélag íslands tekið slikar ákvarðanir fyrir einsaka Hstamenn? Höfundar- réttur er a.m.k. einstaklings- bundinn, er réttur leikarans þaö þá ekki einnig? Erum við kannski að sigla inn i timabil, þar sem enginn má skrifa bækur, eða yrkja nema vera i rithöfundafélagi og að stjórnin samþykki yrkingar? Dregur aö þvi að einungis þeir megi syngja a tslandi, sem stjórn söngvarafélagsins ákveður? Áð viöhöföu nafnakalli? En vikjum nú ögn frekar aö „samykktum leikarafélagsins" um að vinna aðeins meö „viður- kenndum" leikstjórum. Að vlsu skal það strax tekið fram, aö slikar samþykktir hafa I raun og veru ekkert gildi, þvl réttur listamanns til tjáningarfrelsis er einstaklingsbundinn, en er ekki i höndum þriðja aðila. t öðru lagi er rétt að það komi fram, að flestir meðíima I Leik- stjórafélagi Islands eru einnig meðlimir I leikarafélaginu, og hafa þannig öflug ahrif, eða geta haft, á samþykktir leikara- félagsins, og ekki sist ef at- kvæðagreiðsla er ekki leynileg. Leikstjórar ráöa yfir mörgum atvinnutækifærum. Er það llk- legt að atvinnulitlir leikarar þori á fundi að greiða atkvæði opinberlega á móti stóru leik- stjórunum. Það er mér til efs Þaö er þvl Hklegt að „sam- bvkktir" leikarafélagsins._séu gerðr eftir pöntun Leikstjóra- félags Islands, fram bornar og samþykktar af leikstjórum er einnig eru I leikarafélaginu. Gott væri a.m.k. aö fá aö vita hver flutti þessa tillögu og eins hvort atkvæöagreiðslan var leynileg. Annars hljótum við aö ætla að þarna hafi verið farið öðruvisi að, er minnir á kosningar fyrri alda, er voru I heyranda hljóði, að viðstöddum faktorum, sýslu- mönnum og öörum frambjóö- endum er höföu allt I hendi sér. Ef annað sannast ekki, er ég hræddur um að þessi samþykkt sé of veikburða til þess að hafa raunverulegt gildi, og við spyrjum enn. Hvað um þá leikaraer (hugsanlega) greiddu ekki atkvæði, eða voru á móti? Hvað með þá leikara er ekki sátu fundinn? Fer Leikstjóra- félag Islands einnig með þeirra Framhald á bls 19 Nemendur Hótel- og veitingaskólans Sýna listir sínar umhelgína JSS — Um helgina munu nem- endur Hótel- og veitingaskólans gangast fyrir myndarlegri sýn- ingu. Verður hún haldin I húsnæöi skólans að Hótel Esju. Er til- gangurinn sá að veita almenningi tækifæri til að fræðast um það sem fram fer innan veggja skól- ans og líta með eigin augum ár- angur námsins. Sýningin hefst á föstudagskvöld kl. 19.30, en þá veröur veitinga- salurinn opnaöur. Þar veröa a boðstólum ljúffengar krásir, sem nemendur skólans hafa útbúiö. A matseðlinum verða m.a. síldar- réttir, kjötseyöi meö eggjahlaupi gufusoðin smálúðuflök meö sveppum og lauki, innbakaður lambahryggur og ljúffengur rjómals meöávöxtum. Verðinu er mjög stillt I hóf, þótt um sann- kallaðan veislumat sé að ræða. Laugardag og sunnudag verður veitingasalurinn opinn frá kl. 19.30-23.30, en ef einhver skyldi hafa áhuga á ab kynna sér hvern- ig krásirnar verða til, þá veröur eldhúsið opið almenningi báða þessa daga frá kl. 10.00-18.00. Einnig gefst fólki kostur á að kynna sér hinar ýmsu borð- skreytingar og hvernig utbúa skal veisluborö. Herstöðva- andstæðingar með samkomu — I tílefni af 31 árs afmæli aðildar íslands að NATO Sunnudaginn 30. mars gangast Samtök herstöðvaandstæðinga fyrir samkomu í félagsheimili stúdenta við Hringbraut og hefst hún kl. 14 meö setningarræöu Guðmundar Georgssonar for- manns miðnefndar herstöðva- Framhald á bls 19 ' I tengslum við sýninguna verða nokkur fyrirtæki með kynningar á framleiöslu sinni. Má þar nefna Osta- og smjörsöluna, Mjólkur- samsöluna, Costa Boda, Sól hf. o.fl. Þá gefst gestum kostur á að bragða óáfenga kokkteila, og grænmetiskæfu, svo eitthvaB sé nefnt auk þess sem blómaskreyt- ingar verBa á staðnum, til að gle&ja augað. Hafa sýningar nemenda skól- ans verið árlegur viðbur&ur allt frá árinu 1973. Hafa þær veri& vel sóttar og hlotið gó&ar undirtektir. Agóðinn rennur til styrktar þeim nemendum sem Utskrifast I vor, þar sem þeir halda til útlanda I skemmti- og fræösluferö. Þetta vasklega fólk mun ásamt fleirunt, sjá um mutseld og þjónustu á sýningunni. Tfmamynd Tryggvi TÉKKÓSLÓVAKÍA - VÍN - AUSTURRÍKI - UNGVERJALAND Kaupmannahöfn 'Ki Ótf Berlln 3 f erðir um gamla Habsborgarakeisaradæmið þar sem list ög menning reis hvað hæst í Evrópu Fyrsta ferðin verður 23. júni. Flogiðtii Kaupmannahafnar með Flugleiöum en þaöan meö ungverska flugféiaginu Malev til Budapest. Vikuferð um Ungverjaland. Slöun siglt með fljótabáti frá Budapest til Vfnar, dvallst þar f nokkra daga og borgin skoöuð. Sföan fariö á fljótabáti frá Vin til Bratislva I Tékkóslóvakfu og eftir það vlkuferð um Tékkóslóvakíu. Fiogið veröur tii Kaupmannahafnar 14. jiilf. meö tékkneska flugfélaglnu CSA. Hægt að stoppa IKaupmannahöfn. Sams konar ferð 18. iúll til 4. ágúst. Enn bnnur ferð 14. júil, en þá veröur farið fifugt við hinar, þ.e. fyrst til Tékkósldvaklu. Feröast verður I hverju iandi með loftkœldum iangferðabifreiðum. Gist á 1. flokks hótelum með WC og baði/sturtu. Fæði innifalið og Islenskur leiðsögumaður. ' \ • Prag ' -\ V Tékkóslóvakfa \-\ .... ¦'-.'•• '•- J^S.....'í Btat*«W*/-\.-'. Vfn« S?>......-' ,'"v—-''AU8turrlkl f' ' .Budapest/ ""-/^—', rJty Ungverjaland / f* Ferðaskril.'stola KJARTANS HELGASONAR Gnoðarvogi 44—104 Reykjavík ¦ SimarB625S& 29211 Tekift á móti bókunum á skrif stof u okkar. Takmarkaftrýmilhverrlferð. . Golfferðir — Marianske Lazne (Marienbad) i Tékkðslóvakíu 19. maí — 2. júní og \. júní— 16. júrtí. Fullkominn golfvöllur. Hannaður upphaf lega fyrir Játvarð 7. Bretakonung, í gullfallegu umhverfi. Gist á Hotel Cristal. Hálft fæði. Tak- markað framboð. Bókiðstrax.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.