Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 6
Föstudagur 28. mars 1980 ftmnf tJtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Slðu- múla 15. Simi 86300. — Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 230.- Askriftargjald kr. 4.500 á inánuöi. Blaðaprent. Stóridómur Þeir eru margir orðnir dómstólarnir, og það er margt bréfið. En reyndin er sú að það er aðeins hluti dómstólanna sem fjallar um þau efni sem venjulega eru kölluð „dómsmál". Við höfum komið okkur upp fjölskrúðugu safni hvers konar dómstóla, nefnda og ráða, sem alls ekki fjalla um dómsmál i venjulegum skilningi orðsins. Þessir alvitru setudómar,þessi æðstu ráð, eru settir til þess að fjalla um mál sem betur væru fengin fólkinu sjálfu i hendur. Við höfum til dæmis eitt æðsta ráð sem kveður á um það að rekstrarkostnaður verslunarinnar af þessari vöru sé svona mikill, en svona miklu meiri eða minni af hinni vörunni. Og má svo lengi telja allan þann bálk. Með þessu er að sönnu talsvert erfiði tekið af starfsmönnum verslunarinnar. Viðast er það ann-. ars staðar álitið hlutskipti verslunarinnar sjálfrar að hafa áhyggjur af rekstrarkostnaðinum, — sem hérlendis er oftast kallaður áróðursorðinu „álagn- ing" —. Þá er skattborgarinn ekki látinn bera skyldugur kostnaðinn af ákvörðunum um þetta, heldur velur fólkið vöruna eftir þvi sem reynslan kennir þvi hver býður vöru sem næst sannvirði. Við þær aðstæður geta starfsmenn verslunarinn- ar ekki skotið sér á bak við neinn stóradóm rikisins, heldur verða að leggja sig sjálfir fram. Rikið ein- beitir sér hins vegar að þvi að gefa almenningi upp- lýsingar um verðsamanburð og gæði, vaka yfir þvi að heilbrigðir rekstrarhættir og samkeppni eigi sér stað og skilyrðum um hreinlæti og vöruvöndun sé sinnt. Slikt er eðlilegt hlutverk rikisvaldsins og þannig getur rikið veitt versluninni eðlilegt aðhald fyrir hönd almennings, fremur en að halda uppi starf- semi sem á að réttu lagi að hvila á starfsmönnum fyrirtækjanna sjálfra. Auk þessa væri það eðlileg krafa á hendur rikinu að það reyndi að greiða fyrir heilbrigðum viðskiptum en ekki tefja þau með nefndafargani þar sem enginn virðist ábyrgur fyrir nokkurri afgreiðslu og engum virðist liggja á að koma neinu frá sér. Stóridómur rikisins i verslunarmálum hefur fellt þann úrskurð að það sé harla illt ef islenskir menn fá góðan arð af viðskiptum, en það sé heldur skárra að hagnaður fari út úr landinu til útlendinga með þvi að keypt sé dýrt inn frá útlöndum. Á svipaðan hátt er sami Stóridómur með þann úr- skurð i undirbúningi, ef fram heldur sem horfir, að skárra sé að verslanir á landsbyggðinni fari á haus- inn en að þær f ái rekstrarmöguleika til að skrimta. Samvinnuhreyfingin er burðarás verslunarinnar á landsbyggðinni, og neytendur munu komast að raun um það hvert tillit verður tekið til viðhorf a þeirra ef verslun samvinnumanna verður fyrir alvarlegu áfalli. Allir vita hve erfitt veitist að vinda ofan af skekkjum rikjandi verðlags- og innflutningskerfis i óðaverðbólgunni miðri. Þeim mun meira riður á þvi að árangur náist i baráttunni við hana. Jo Kjartan Jónasson: Erlent yfirlit Getur brugðið tíl beggja vona um þróun mála í Kóreu Framtíö Kóreu er um þessar mundir bundin ýmsum spurn- ingamerkjum og kemur þar margt til. Raunar eru Kóreurlk- in tvö eins og kunnugt er, en ný- lega hafa þo fariö fram viðræð- ur um grundvöll til sameiningar rlkjanna og voru þetta fyrstu viðræðurnar þessa efnis siðan 1972 og mjög ólikar þeim að þvi leytiað viðmót samningamanna var nú allt annað og hlýlegra. 1 S-Kóreu dró til tiðinda siö- astliðið haust er Park forseti var myrtur, en hann haföi nán- ast verið einvaldur I landinu um margra ára skeiö. Ný stjórn var mynduð í kjölf arið án þess að til alvarlegra óeirða kæmi, en um miöjan desember tók herinn til sinna ráða undir stjórn Chon hershöfðingja og ræður hann nú þvi sem hann vill ráða I krafti herlaga og vopnavalds, en þó þykist hann ekki ætla að hafa afskipti af borgaralegum mál- efnum heldur láta lögformleg stjórnvöld um hituna í þeim efn- um. Enaö treysta herforingjum I slíkum efnum hefur löngum valdið vonbrigðum. Og þar með eru vandamál S- Kóreu ekki upp talin. Eitt alvar- legasta vandamálið þar I landi um þessar mundir er verulegur afturkippur i efnahagsuppbygg- ingu landsins. A þessum áratug hefur ör hagvöxtur verið ein- kenni á efnahagslifi S-Kóreu,en slfkt virðist nú heyra sögunni til og fjármagn flýr nú landið i striöum straumum, verðbólgan er um 30%- vaxandi atvinnu- leýsi, fjölmörg fyrirtæki hafa orðiö gjaldþrota og erlent fjár- festingarfjármagn leitar ekki lengur tilS-Kóreu svo sem verið hefur. Astæður afturkippsins eru einkum óvissan I stjórnmálum, hækkað olluverð og skortur á oliu, auk þess sem samkeppni I helstu atvinnugreinum Kóreu- manna hefur farið vaxandi, og þá ekki síst við nálæg Asiurlki. Eru áhrif samdráttarins þegar farin að sýna sig i hækkuðu vöruverði og minnkandi kaup- getu. Hinir verst settu búa orðið við alvarlegan skort sem að mestu hafði tekist að útrýma á uppgangsárunum. Þaö er þvi ekki að ástæöu- lausu að menn velta þvi fyrir sér hvort búast megi við óeirö- um og upplausn I landinu, ekki sist með tilliti til þess að hinn „sterki" Park forseti er nú fall- inn frá. Til að firra slikum vandræöum hafa Chon og koll- egar hans í hernum vafalaust talið rétt að sýna hvar valdið lægi, en vopnavaldið er þó aldrei einhlitt. S-Kóreumenn hafa löngum notio órofa stuðn- ings Bandarlkjanna, sem þð hafa hvatt til íy.ðræðislegri stjórnarhátta og hafa meðal annars mótmælt „valdaráni" hersins. En þvi er lika fleygt IS- Kóreu, að herinn hafi einmitt Chon. Herinn tók völdin I S-Kóreu undir hans stjórn. ætlað að tryggja stuðning Bandarlkjanna og forðast að „tran-harmleikurinn" endur- tæki sig, en samkvæmt þeim skilningi hershöfðingjanna þarf ekki nema vaxandi andóf og uppþót til þess að bandarlsk stjórnvöld dragi sig inn I skel slna og gefi stjórnir eins og Seoul-stjórnina upp á bátinn. Enn ein spurningin er það, hvort slðustuatburðir I S-Kóreu muni stuðla að framgangi sam- einingarviðræðna af alvöru og hvort pólitiskur þrýstingur kunni að skapast í landinu I þá átt. Svo er að sjá sem innrás Sovétmanna I Afganistan hafi ennfært Kim II Sung leiðt. N- Kóreu, nær Klnverjum, en þeir hafa einmitt hvatt hann ein- dregið til sameiningarviöræðn- anna. Raunar hefur miklu siður þurft að hvetja Kim en leiðtog- ana sunnanmegin. Eins og áður segir fóru ekki alls fyrir löngu fram samninga- viðræður milli landanna og var andrúmsloftiö á þeim fundum mjög gott og allt annað en árið 1972, þegar svipuð tilraun var gerð til samningaviðræðna. Einn árangur fundarhaldanna var, að komið yrði á ný á beinu simasambandi milli stjórnvalda ihöfuðborgunum tveimur, Seoul ogPyongyang. Enhins vegar er varla við þvi að biiast, þrátt fyr- ir vinsamlegar viöræöur, að rlk- in tvö hlaupi saman I eina sæng eftir 35 ára aðskilnað og grimmileg strlðsátök sln á milli. Ráðamenn sunnanmegin hafa raunar látið hafa eftir sér, að það mundi taka að minnsta kosti þrjá áratugi I viðbót að sameina löndin fullkomlega, jafnvel þó samkomulag yrði um slika sameiningu. Hins vegar telja þeir að fljótlega væri hægt að taka upp sam vinnu á ýmsum sviðum, leyfa heimsóknir milli landanna, iþróttakappleiki og fleira þess háttar. N-Kóreumenn hafa látið uppi hugmyndir sem ganga miklu lengra. Þeir segjast sem fyrst vilja mynda sambandsstjórn með sameiginlegum her og utanrikisþjónustu, en efnahags- leg og pólitisk skipan rikjanna hvors um sig fengi að halda sér og þróast hlið við hliö. Hafa þeir lagt til, að sameinað héti rlkið Koryo eftir fyrsta konungsrik- inu á Kóreu. Eftir Kim II Sung var nýlega haft: „Við erum af sama kynstofni, tölum sama tungumál, biium að sömu menningu og þurfum ekki annað en stofna sambandsrlki. önnur vadamál leysa sig svo sjálf". Ekkert skal um það sagt i hvaða tilgangi Kim einfaldar svona hlutina fyrir sér, en þó verður ekki annað séð en að honum og þjóð hans sé þetta full alvara þar sem hið sterka áróð- urskerfi N-Kóreu er heltekið af þessari kenningu um þessar mundir. En á meðan menn dreymir um sameiningu og reyna að semja um sameiningu standa svo 500.000 N- og S- Kóreanskir hermenn andspænis hverjir öðrum við landamæri rlkjanna, viö öllu btinir. Gott andriimsloft á sameiningarviðræðufundum N- og S-Kóreumanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.