Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingafé/ag Föstudagur 28. mars 1980 73. tölublað—64. árgangur FIDELITY HLJÓMFLUTNINGSTÆKI Pjintiö myndalista. ndum í póstkröfu. ^. KÍNVAI Vesturgötu II vWUfllfHL simi22 600 Fer Albert fram á opinbera rannsókn á Landsvírkjun? „Dýrasta og kostnaðarsamasta stofnun landsins," segir Albert sem telur óeðfflegt að fyrirtækið hafi enga kjörna endurskoðendur Kás — Hin lélega afkoma Landsvirkjunar, sem Reykja- vikurborg og rfkiö eiga til helminga, undanfarin tvö ár, en rekstrarhalli varð rúmur einn og hálfur milljarOur á þessu timabili, hefur töluvert veriö i fréttum undanfario. Vandinn á að verulegu leyti rót slna ao rekja til þess, hve stjórnvöld hafa veriO treg ao heimila umbeönar veröhækkanir á raforku i heildsölu, sem áœtl- anir hafa sýnt ao væru nauOsyn- legar til aö mæta auknum út- gjöldum veröbólgu og gengis- breytinga. Afkoma fyrirtækisins hefur valdiö Albert Gúðmundssyní, borgnrfulltrúa, miklum dhyggj- um, ef marka má fyrirspurnir hans og bréf I borgarrdði og borgarstjórn undanfarið.. Nu siöast sendi hann bréf til Lands- virkjunar þar sem hann óskar upplýsinga um hvort endur- skoðendur fyrirtækisins hafi ekki gert neinar athugasemdir við reikninga félagsins fyrir siðustu ár, a.m.k. tvö. Landsvirkjun hefur sent borgarrdði svar við þessu bréfi „sem ég leyfi mér að skilja þannig, að ástæðulaust sé að leita upplýsinga um rekstur Landsvirkjunar, þrátt fyrir margítrekaðar beiðnir til borgarrdðs um endurtekin erlend ldn og upplýsingar um verulegan taprekstur fyrir- tækisins", segir I bókun Alberts Guðmundssonar sem hann lét færa nýlega I borgarráði. Hefur Albert lagt til að eignáraðilar Landsvirkjunar, þ.e. Reykjavfkurborg og rikið, að gagnger úttekt verði gerð d rekstri fyrirtækisins. A slðasta fundi borgar- stjórnar gerði Albert þetta mál Framhald á bls 19 Flugleiðir: Tillögurnar ræddar á stjórnar- f undi í dag JSS — „Það er raunverulega ekki farið að ræða þessar tillögur hjá stjórn félagsins. Það verður stjórnarfundur d morgun og þar verður væntanlega tekin afstaða til málsins," sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiöa, er Timinn innti hann álits á tilhögun þeim er fram hafa komið til aðstoðar Atlantshafsfluginu. Sagði Sigurður, að þær yrðu væntanlega lagðar fyrir stjórnina i dag og skýrðar I einstökum atriðum. 1 framhaldi af þvl myndu menn væntanlega gera sér einhverja mynd af þvi hvernig staðið yrði að málinu. „Lcikur kossa indæll er", sagoi skáldiö. (Ljósm.Tryggvi). Tillögur samgönguráðherra íslands og Luxemburgar: Lendingargjöld verði felld niður JSS — „t þessum tillögum sem ég lagði fyrir rikisstjórnina I gær varOandi Atlantshafsflug Flug- leiöa.erfyrst og fremst lagt til að létt verOi af lendingargjöldum hér árin 1979, 1980 og 1981. i öOru lagi er lagt til, aO athugaOar verOi leiOir til aO lækka rekstrar- kostnaO á Keflavlkurflugvelli. Þar greiOa þeir háa leigu. Þá verOi leitaO cftir betri aOstöOu varðandi viOhald þar o.s.frv., sagOi Steingrlmur Hermannsson samgönguráOherra i viOtali viO timann i gær. Varðandi tillögur Luxem- burgarmanna sagði Steingrlmur að meginatriði þeirra væri að þar yrðu lendingargjöldin einnig felld niður. Þá væri einnig i athugun hvort um aðstoö yrði að ræða úr eins konar atvinnuleysistrygg- ingasjóði I Luxemburg, en það atriði væri enn d umræðustigi. Myndu þær greiöslur verða notaðar til að koma I veg fyrir að 120 manns misstu atvinnu sina. Aðspurður um hversu há lendingargjöld Flugleiðir hefðu þurft aö greiða fyrir þessa flug- leið d slðasta ári, sagði Stein- grlmur að hér heima heföu þau numið 300 milljónum króna. I Luxemburg heföu þau verið öllu hærri, eða um 390 milljónir Isl. króna. „Við vonum, aö þessar aðgerðir nægi til þess að hægt verði að halda þessum hluta rekstrarins nokkurn veginn hallalausum fram til haustsins 1981. Auk þess sem ég hef nefnt var samþykkt að biðja þá sem til þekkja, Flug- leiðamenn o.fl. að athuga, hvers konar nýjan grundvöll fyrir Atlantshafsflugið, þ.á.m. að athuga hvort hægt sé að tryggja meiri flutning svo sem frakt fyrir það flug. Eins hvort hægt sé að skapa nánara samstarf við Cargolux og Luxair. Til þessa á að nota tlmann núna næstu mánuði og niðurstoður gætu ef til vill legið að einhverju leyti fyrir I vetur". Þá sagði Steingrimur, að yfir- völd I Luxemburg heföu tjdð sig fús til aö beita ýmsum aögeröum, sem þeim væru heimil skv. lögum til styrktar slfkum atvinnurekstri i sinu landi. Heföu þau talið sig hafa talsvert meiri möguleika, ef fyrir lægi einhver dætlun um langtimarekstur slíks fyrirtækis. „1 þessu sambandi hef ég lagt rika áherslu á, að allar breyt- ingar á rekstri Atlantshafs- flugsins megi alls ekki stofna innanlandsflugi okkar eða nauðsynlegum tengslum við Evrópu I nokkra hættu", sagði Steingrímur. „Ef taka á ein- hverja áhættu, verður að greina vandiega þarna á milli. Hins vegar get ég sagt það, að ég er sannfærður um, eftir að hafa skoðað þessi mdl eins og þau eru nú, að ákaflega veikur grund- völlur er fyrir rekstri Atlants- hafsflugsins. En að sjálfsögðu er það Flugleiða að taka afstöðu til, hvort þeir treysta sér til að halda rekstrinum dfram um nokkurn tima, d þeim grundvelli sem fæst. Upphitaður hafnar- bakki í Sundahöf n? JG — A fundi i hafnarstjórn Reykjavlkur síöastliðinn fimmtudag, var rædd sú tiliaga, að hafa hafnarbakka viö Sunda- höfn, þá sem nú er verið að ljúka við, upphitaða, á sama hátt og hluta Austurstraetis og Lækjartorgs, en vegfarendúr þekkja að þetta svæöi er þurrt ogtóist við snjó að vetrarlagi. mun ætlunin aö hita hafnar- bakkann með frárennslisvatni hitaveitunnar, er kemur frá húsum I grenndinni. Ef af verður, verður þetta ný- mæli til mikils hagræðis fyrir alla uppskipun og útskipun, þvi fyrir hefur komið að orðið hefur að stöðva skipaafgreiðslu að vetrarlagi vegna hdlku og snjó- skafla. Ef af verður verður þetta llk- lega fyrsta bryggja I heimi er þannig er útbúin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.