Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.03.1980, Blaðsíða 9
Föstudagur 28. mars 1980 13 Saga Múameðs ■ trúar M. A. Shaban: Islamic History. A New Interpretation. Vols. I. — II. Cambridge Universitv Press 1977 (2. útg.) 197 + 221 bls. Verkiö, sem hér er til umfjöll- unar, er i tveim bindum. Hiö fyrra fjallar um sögu Mú- hameöstrúar á timabilinu 600 — 750, sem aö timatali Múhameös- manna er frá upphafi og til 132. Siöara bindiö nær yfir árin 750-1055 eftir okkar timatali, en þaö er 132-448 samkvæmt tíma- reikningi fylgjenda spámanns- ins. I þessum bókum er fyrst og fremst sögö stjórnmála- saga Múhameöstrúar, ef svo má aö oröi kveöa. I fyrra bind- inu lýsir höfundur upphafi Múhameöstrúar, sigrum henn- ar i Arabiu og útbreiöslu en þegar kom fram um 750 var Islam rikjandi trúarbrögö frá Indusfljóti, um Botnalönd og Noröur-Afriku, allt til Spán- ar. Höfundur leggur mikla bjuggu viö menningu, sem var Siöara bindiö hefst við lok inn- ar eiginlegu Abbasidbyltingar og greinir frá þvi heimsveldi er hún skóp. Um skeiö voru Abba- sidar allsráðandi með Múhameösmönnum og sjaldan mun veldi þessa svæðis hafa verið meira ne efnahagur þess blómlegri. En Abbasidum hélst illa á völdunum. Þeim tókst aldrei að gera riki sitt að efna- hagslegri heild, skærur voru tiöar á milli héraða og ætta og viöa risu upp valdahópar, sem gripu til vopna gegn Abbasid- um. Af bókum Annar öflugur valdaflokkur innan Islams, sem höfundur fjallar ýtarlega um eru Fat- imidar. Þeir náðu völdum i Túnis og Egyptalandi, tókst ekki að vinna hylli þjóöanna, sem þar bjuggu og uröu þvi brátt að lútá i lægra haldi fyrir andstæðingum sinum. Siðasti hluti bókarinnar fjall- ar um innrás Selsjúka. sem voru fyrstir tyrkneskra þjóö- flokka til þess aö ráöast inn i lönd Araba. Þeir fóru sem eldur i sinu um arabaheiminn, sigruðu hann og stofnuðu nýtt stórveldi Islams. Þetta verk er tvimælalaust i hópi hinna bestu, sem út hafa komið um Islam á siöari árum. Höfundur leggur megináherslu á stjórnmalasögu Múhameðs- trúar, en fjallar litið, sem ekki um innri byggingu trúarinnar. 1 þrengsta skilningi getur verkið þvi ekki talist trúarbragöasaga. Ritiö hlvtur aö teljast yfirlits- verk, sem slikt er þaö furðu itarlegt og nákvæmt. Islam, eöa Múhameöstrú, hefur verið mikið til umræöu i fjölmiðlum aö undanförnu. Sú umræöa hefur oftar en ekki ein- kennst af furðu litilli þekkingu og misskilningi. öllum þeim, sem vilja afla sér staögóörar þekkingar á sögu Islams á um- ræddu timabili skal bent á þetta verk. M.A. Shabanhefur um allangt skeiö helgað sig rannsóknum á sögu Islams, og þegar hann hafði lokiö þessu verki tók hann til viö annaö um sögu trúarinnar á Spáni og i Norður-Afriku. Hann er nú kennari i arabisku og islömskum fræöum viö há- skólann i Exeter. 1 lok hvors bindis um sig eru heimilda- og nafnaskrár. Jón Þ. Þór. Minning Kristinn Þorsteinsson Margrét Friðriksdóttir Þriðjudaginn hinn 17. mars lést Kristinn Þorsteinsson frá Grund að Borgarspitalanum eftir tæpa tveggja vikna legu. Kristinn var fæddur i Sléttu- hreppi á Vestfjöröum þann 25. des. 1919 og náöi þvi einungis aö veröa 60 ára gamall. Leiöir okkar Kristins lágu saman að hausti til árið 1966. Haföi Kristinn þá veriö giftur móöursystur minni Huldu Inga- dóttur i nokkur ár og eignast meö henni soninn Kristin sem þá var fjögra ára gamall. Þetta varö upphafiö aö góöri vináttu viö þessa fjölskyldu sem haldist hefur fram til þessa dags, en Hulda lést um voriö 1971. Kristinn fluttist til Reykjavikur fljótlega uppúr seinni heims- styrjöldinni og hefur mest allan timann siöan veriö starfsmaöur Stálsmiöjunnar. Hygg ég aö hann hafi veriö þar virkur og góöur starfskraftur, enda mjög áreiöanlegur og laginn vel. Heim- ili þeirra hjóna bar þessari lagni hans gott vitni, þvi þar var margan hlu^inn aö finna sem Kristinn haái hannaö sjálfur. Var þetta allt frá smávægilegum viögeröum upp i smíöi húsgagna. Haföi Kristinn komiö sér upp litlu verkstæöisem var sæmilega búiö áhöldum. Hafði hann mikinn unaö af aö dvelja þar í frístundum sin- um og vinna aö gerö ýmissa smá- hluta, aðallega úr járni. Annaö áhugamál Kristins var lestur góöra bóka. Haföi hann sterk tengsl til lslenskrar tungu og bókmennta. Sérstaka unun haföi hann þó af kveöskap og var vel að sér um marga höfunda 19. og fyrri hluta 20. aldar. Kristinn talaöi kjarnmikiö mál sem hann frá Grund haföi gott vald á. Kunni hann þvi ekki allskostar vel aö meta allt þaö sem kveðiö var á Islandi hin siöustu ár. Arin eftir aö Hulda lést, voru Kristni ekki auöveld, svo aö hann var ekki ætiö sæll maöur. Enn erfiöara átti Kristinn er sonur hans og nafni hvarf aö heiman til framhaldsnáms, fyrst I Borgar- nesi en slöar á Akureyri. Atti Kristinn ekki marga vini og var þvi oft einmana síöustu ár ævi sinnar. Kristinn haföi sterka réttlætis- kennd, og var þvl næmur á allt réttlæti. Hann var oft hvassyrtur og dró enga dul á skoðanir sinar er samræöurnar bárust aö stjórn- málum. Má vera aö einhverjum hafi þótt návist viö hann óþægileg þegar honum var sem mest niöri fyrir, en þá mæltist honum oftast vel, þvi hann var vel máli farinn og haföi glögga yfirsýn á islenskt stjórnmálalif. Kristinn var alla æviróttækur vinstri maöur. Siöan hann flutti til Reykjavikur, var ann þó eftir þvi sem ég best veit hvergi virkur I stjórnmálastarf- semi. Hann fylgdist þvi mun betur meö og haföi góöan skilning áislenskuatvinnullfi, sérstaklega sjávarútveginum sem honum var mjög annt til. Haföi Kristinn stundaö sjó á sfnum yngri árum heima á Vestfjöröum. Minntist hann oft og gjarna þeirra tima. Kristinn var oft sár og leiö und ir þvf sem miöur fór i okkar fámenna samfélagi. Sérstaka andstyggö haföi hann á öllu f jár- málabraski og spillingu. Ekki ósjaldan talaði hann um þá miklu möguleika sem jafn litiö land og tsland heföi til þess aö byggja upp fyrirmyndar velferöarriki. Mælt- ist honum þá af miklum krafti sem upptök sin áttu i stórri hug- sjón. En Kristinn vissi vel af hverju fyrirmyndar jafnréttisriki hefur ekki orðiö aö staöreynd á íslandi. Um eina af orsökunum fór hann ekki ósjaldan höröum oröum sem blandin voru hnittnu spaugi. Reykjavikurauövaldiö fékk oft óþægilega en veröskuld- aöa meöferö I oröum hans. Krist- inn,semsvo margir aðrirgat ein- faldlega ekki sætt sig viö þaö aö efnahagslifiö launaöi betur þeim er versla meö plastblóm eöa pipuhreinsara en hinum sem vinna aö verömætahugmyndum og byggja þannig undirstööuna aö efnahagsgrundvelli þjóöarinnar. Hygg ég aö heillavænleg framtiö lands okkar sé aö miklu leyti háö þvi aö fleiri eigi sér svipaöar skoðanir. Þó rumlega þrjátiu ára aldurs- munur okkar Kristins hafi verið mikill, tókst með okkur á fimm ára sambýli á árunum 1966-1971 góö vinátta sem varaö hefur meöan báöir liföu. Ekki væri þó réttaösegja aöaldreihafi skugga þar á boriö, en þaö var einmitt okkar vináttu vegna aö viö leystum úr öllum hnútum sam- skipta okkar og skildumst siöast jafn inmlega og samband okkar ætiö var. Kristinn er vissulega einn af þeim sem haft hefur mikil áhrif á lifsviöhorf mitt og skoðanir. Er ég honum fyrir þaö þakklátur. Oldruöum fööur Kristins og systur, Hjálmfriöi sendi ég minar innilegustu samúöarkveöjur, svo og syni hans og frænda minum sem ég óska velfarnaðar og ham- ingju i framtiöinni. Sverrir ólafsson Fædd 13. ágúst 1898 Dáin 19. mars 1980. Þann 19. mars s.l. andaöist i Reykjavik Margrét Friöriks- dóttir frá Seli i Asahreppi, Rangárvallasýslu. Gömul kona og þreytt hefur nú lokað augum sinum i hinsta sinni, sátt viö lifiö og dauöann. Svo var nú komiöheilsu og þreki þessarar dugmikluelskulegusæmdarkonu. að enginn gestur var henni kær- komnari en sá er kom og vitjaöi hennar og leiddi hana á braut til betri heima. Þolinmóö og æöru laus var hún búin aö biöa, — svo lengi. 13. ágúst 1898 geröist sá fágæti atburöur 1 Rangárvallasýslu aö hjónunum Málfriöi Ölafsdóttur og Friöriki Egilssyni bónda i Hávarðarkoti i Þykkvabæ fædd- ust þriburar, tveir drengir og ein stúlka. Drengirnir sem voru skiröir Guömundur og Egill voru liflitlir og dóu fljótlega. Telpan sem skirð var Margrét dafnaöi hins vegar vel og náöi fullum þroska. Margrét ólst upp hjá foreldrum sinum ásamt fleiri systkinum og fluttist með þeim aö Miökoti i Þykkvabæ 15 ára gömul.Þegar hún komst á legg þótti hún meö eindæmum mikilvirk og verklag- in. Hún vann fyrir sér aö þeirrar tiðar hætti sem vinnukona i heimabyggð sinni og i Vest- mannaeyjum, uns hún giftist eftirlifandi eiginmanni sinum Vigfúsi Guömundssyni áriö 1931. ÞaubjugguISeli i Asahrepp allan sinn búskap og eignuðust tvo syni. Eldri sonurinn Guð- mundur Friörik býr nú ásamt konu sinni Klöru Andrésdóttur á nýbylinu Bólstað hjá Seli. Þau eiga 4 syni. Yngri sonurinn Egill Guömar er bilstjóri i Reykjavik, kvæntur Sigriði Skúlad. og eiga þau þrjú böm. Kynni min og Margrétar hófust vorið 1945 er ég 13 ára gömul réðst til þeirra hjóna i sumar- vinnu. Þetta fólk var mér blá- ókunnugt, og satt aö segja var ég dálitiö kviöin. Allur heimilisbrag- ur og móttökur húsráöenda voru meö þeim hætti aö allur kviöi hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég óharönaöur unglingurinn fann strax hlýjuna og gæskuna sem streymdifrá þeim hjónunum báö- um. Enda fór fljótlega svo aö ég vissi varla hvort var betra, aö vera i sveitinni hjá Möggu og Fúsa, eöa aö vera heima hjá pabba og mömmu. Næsta sumar var yngri bróöir minn Trausti hjá þeim lika og var hann hjá þeim fleiri sumur én ég. Einnig hann átti þar sitt annaö heimili. Hjá Mögguog Fúsa voru fleiri sumar- börn þótt ekki væru þau samtima mér, sumar eftir sumar. Oll nutu þau hins sama ljúfa atlætis og hlýju. Þegarég nú sit og skrifa þessar iinur streyma kærar minningar frá liönum dögum fram I hugskot- iö. myndir frá hinum daglegu störfum. — Þaö var gaman aö vinna meö Möggu, — viö rakstur úti á engjum, eöa snúa heyi. — Viö eldhússtörfin á rigningardegi, kannske vorum viö aö baka. eöa aö ganga frá eftir hádegismatinn og ræddum um allt milli himins og jaröar. Magga heyröi illa, af- leiöing barnaveiki iæsku. Enginn vafi er á þvi, aö heyrnarskortur- inn háöi henni og mótaöi skap- gerö hennar i uppvextinum. Hún haföi sig lítiö i frammi I fjöl- menni, þar var ekki hennar vett- vangur, en hún haföi einstakt lag á þvi aö finna og rækta þaö besta sem i hverjum manni býr. Til þessarar hljóðlátu bliðu konu sótti maöur friö og uppörvun, fann aö verkin sem maöur vann voru virt og þökkuð. Fann aö maöur var einhvers nýtur og var glaöur og ánægöur meö tilveruna. Þaö var ekki litils viröi fvrir óharönaöan ungling aö fá aö vera samvistum viö slika konu. Oft hefúr leiöokkar systkinanna legiö aö Seli siöar og alltaf höfum viö mætt þar sömu vináttunni og góöa atlætinu. Viö fórum heim, — heim aö Seli. Enga konu, mér óskylda, hefur mér þótt eins vænt um og Möggu, og þau bæöi hjónin Starfsdagur bóndans er langur og þá ekki siður konu hans. Hjón- in I Seli liföu og störfuöu aö búi sinu á þeim tima sem mest breyt- ing hefur oröið á i búskaparhátt- umhérá landi. Frá þviað búa viö kertaljós og lampatýrur, til þess að geta notiö alls þess er raf- magniö getur fært okkur. Frá þvi aö vaða um i blautum mýrum milli túnblettanna meö orf og hrifu, til þess að geta gengið og starfaö á eggsléttum harðbala- túnum, þar sem allt er unnið meö vélum. Enginn skyldi ætla aö slikt gerist fyrirhafnarlaust. Strit og aftur strit liggur aö baki allrar þessarar framvindu. Engin kyn- slóö þjóöar okkar hefur skilaö þjóðarbúinu öörum eins afrakstri vinnu sinnar og aldamótakyn- slóðin. — En engin kynslóö hefur heldur fengiö aö sjá eins riku- legan ávöxt erfiöis sins. Magga i Seli fékk ekki sem skyldi aö njóta ávaxta vinnu sinn- ar. Hún sem heföi átt aö geta átt svo ánægjulegt ævikvöld I bænum sinum. Eldri sonurinn kvæntur og farinn að búa I túnjaðrinum og barnabömin farin aö tritla um hlaðiö. — Hún veiktist af hægfara erfiðum sjúkdómi sem geröi hana fljótlega ósjálfbjarga. Þrátt fyrir góöan vilja og umönnun manns sins og elskulegrar tengdadóttur fór svo aö lokum aö hún varð aö fara á sjúkrahús. 1 löng ár er þessi starfsama ósérhlitna kona búin aö liggja rúmföst á sjúkra- húsi fjarri heimabyggö sinni. Hjúkrunarfólk og læknar hafa reynt aö létta henni leguna og gert henni lifiö eins bærilegt og þeim var unnt og Fúsi flutti suö- ur, tilaö geta veriö nærri henni og hjá henni. Þolinmóð og æörulaus er hún búin að biöa. En nú er hún öll, hún Magga min. Nú flytur hún aftur heim á æskuslóöir. Guö blessi hana og varðveiti. Aö leiðarlokum viljum viö, móöir min og við systkinin þakka Margréti vináttuna og alúöina sem viö áttum alltaf visa, og um leiö vottum viö ástyinum hennar okkar dýpstu samúö. Hjördis Þorleifsdóttir. KONI i i \7 Tvivirkir — stillanlegir \ v / Höggdeyfar i Chevrolet Van - SM'S h-c.TT-T- ÁRMÚLA 7 SÍAAI 84450 ©

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.