Tíminn - 30.03.1980, Blaðsíða 23

Tíminn - 30.03.1980, Blaðsíða 23
Sunnudagur 30. mars 1980 31 Rúðubrot í Hafnarfiröi, þannig var raöhúsið leikiö. sem aö mínum dómi og margra annarra er mikilvægastur allra: hiö siölega uppeldi? Hefur þeim þætti veriö markaö ákveöiö rúm i námskrá skólanna? Þvi miöur veröur aö játa, aö svo er ekki. Þaö veröur hvergi séö, aö neinni námsgrein, sem sérstaklega sé ætlaö þaö hlutverk aö leggja rækt viö aö þroska þennan mikilvægasta þátt upp- eldisins, sé ætlaö þar ákveöiö rúm. Kennslutimanum á aö mestu aö verja til hinnar lög- boönu, ólifrænu itroöslu. Fjöldi kennara um land allt hefur fyrir löngu gert sér ljósa þessa tilfinn- anlegu vöntun í skólakerfiö. Og til þess aö vinna aö þessum vfgöa þætti uppeldisins, sem fullyröa má, aö þeir geti harla litiö sinnt innan veggja skólanna, hafa þeir margir I fritimum sinum stofnaö og staöiö fyrir æskulýösfélags- skap, sem starfar á siörænum gundvelli. Ég nefni aöeins þrjú félagaform, sem munu algeng- ust: barnastúkur, skátafélög og Rauöa kross deildir. A þann hátt hafa margir kennarar unniö ágætt siörænt og félagslegt upp- eldisstarf viöa um land og eiga þeirvissulega miklar þakkir skil- iö. Fjarri sé mér aö gleyma i þess- um umræöum hinum kristnu fræöum barnaskólanna. Þar er einmitt aö finna kjarnann sjálfan, siöaboöskapinn besta, fyrir- myndina fegurstu: lif og starf Jesú Krists. En á þeim stutta tima sem til hennar er ætlaöur, tvær 40 minútna stundir á viku i efri bekkjunum, veröur hún I flestra höndum tæpast annaö en fræöigrein, enda þrjár bækur yfir aöfara. Ef verulegur siörænn ár- angur ætti aö nást, þyrfti aö ætla þessari námsgrein mun meira rúm I náminu, taka hana upp i unglingaskólum og hærri skólum, kenna hana ekki sem fræöigrein, heldur leggja jafnan megin- áherslu á siöaboöskap Krists. ....Ég sagöi áöan, aö ef takast ætti aö ala þjóöina upp viö þá hætti, sem hollastir væru, þyrfti aö sameina krafta fjögurra sterk- ustu uppeldisaöilanna: ríkis- valdsins, heimila, skóla og kirkju. Ég er sannfæröur um, aö meö markvissri sókn þessara aöila gæti þeim tekist aö valda straum- hvörfum i siömennt Islendinga. En á hvern hátt yröi þá best aö samstilla kraftana? Ég ætla mér ekki i þessari grein aö gefa neitt tæmandi svar viö þeirri spurn- ingu. Til þess er hún of yfir- gripsmikil.' Og máliö þarf aö ihuga vel af þar til kjörnum úr- valsmönnum, áöur en fullnaöará- kvaröanir eru teknar. En ég vil i leyfa mér aö benda á nokkur at- riöi til umhugsunar. Markmiö skólanna er einkum tviþætt: uppeldi og fræösla. Allt til þessa hefur starf þeirra næst- um eingöngu veriö miöaö viö fræösluna, itroösluna, sem ýmsir nefna svo, af þvi' aö stór hluti nemenda hefur alls dtki nægan þroska eöa getu til aö meötaka og melta allt þaö, sem á borö er bor- iö. Avextirnir eru hinn alkunni námsleiöi og margs konar van- ræksla viö námiö, sem gerir svo mjög vart viö sig I mörgum skól- um. Hinum þættinum, sem ég hef áöur fært rök aö, aö mestu máli skiptir fyrir hamingju og heill mannsins, hinu siölega uppeldi, þroskun skapgeröarinnar, dreng- lundarinnar, þegnskaparins, fórnfýsinnar, kærleikans, — hon- um hefur aö mestu veriö gleymt. Löggjafinn ætlast greinilega ekki til, aö honum sé sinnt á neinn á- kveöinn eöa markvissan hátt. Þessu veröur aö breyta. I hverjum skóla þarf aö ætla þess- um þætti ákveöiö rúm, þar sem á markvissan hátt er aö þvf stefnt aö þroska þessar göfugustu eig- indir mannsins, — þessar eigindir sem fyrst og fremst gera mann- inn að manni. Auövitaö þarf aö ihuga mjög vel, hvernig þessum þættiyröibest fyrir komiö, svo aö árangur yröi sem bestur. En auö- sætt er, aö þar veröa siöfræöi og persónusaga, heillandi frásagnir um lif og starf ýmissa mikil- menna og velgjöröarmanna mannkynsins aö skipa háan sess.- Tel ég mig hafa reynslu fyrir þvi, aö þaö sé vænlegt til árangurs. Hér veröur rikisvaldiö aö koma til skjalanna og marka þessum þætti ákveöiö rúm i skólakerfinu. Ég fullyröi, aö kennarar mundu yfirleitt taka þeirri nybreytni mjög feginsamlega, þó aö ein- stakahjaróma rödd heyröist, eins og jafnan gengur og gerist. Eins og um var getiö hér aö framan, er mörgum kennurum oröiö ljóst fyrir löngu hvaö aö er og þvi reiöubúnir til starfa. En hér verður tæpast miklu á- orkaö nema I náinni samvinnu viö heimilin i landinu. Viö skulum gera okkur aö fullu ljóst, aö á heimilunum er hornsteinn upp- eldisins lagöur. Þar alast bömin upp til sjö ára aldurs, án allrar ihlutunar skólanna, og á þeim ár- um, segja sálvisindin, aö sumir andlegir hæfileikar barnsins mót- ist mjög. — Þaö er og vitaö mál, aö iraun og veru eru börn og ung- lingar langmest undir handleiöslu heimilanna, þó aö þau dvelji i umsjá skólanna tvær til fimm stundir á dag. Jafnvel ágætur skóli fær aöeins litlu áorkaö, ef heimilin hafa ekki réttan skilníng ^ starfi hans. Heimilin eru þvi ó- neitanlega sterkasti aöilinn i upp- eldinu. Mætti þá öllum ljóst vera, hve miklu máli skiptir, aö heimilismenning þjóöanna sé holl og góö. Nú er þaö skoöun margra, aö heimilismenningu tslendinga hafi farið hnignandi hina siöustu ára- tugi. Benda þeir á, aö ýmis öfl innan þjóöfélagsins hafibeint eöa óbeint oröiö þess valdandi. Reynsla min bendir ótvirætt i þá átt, aö skoöun þessi hafi viö rök aö styöjast. — Gæti ekki einmitt hér veriöum aö ræöa eina veiga- mikla ástæðu fyrir þvi, að siö- mennt íslendinga er á of lágu stigi? — Hér veröa ekki nefnd nein dæmi aö sinni, heldur aöeins bent á, aö ef þetta er rétt, þá er vissulega full þörf á aö ná til heimilanna meö samræmdar aö- geröir til úrbóta. Ég segi sam- ræmdar aðgeröir vegna þess, aö ég tel aö fullkomin samvinna veröi aö vera milli skólanna og heimilanna a.m.k. um þann siö- ræna þátt uppeldisins, sem hér hefur veriö talaö um, og gert er ráö fyrir aö tekinn yröi upp I skólakerfiö. Bróöurleg samvinna og skilningur þessara aðila veröur aö koma f staö afskipta- leysis og úlfúðar, sem nú viö- gengst of viöa. Breytingin getur oröiö meö einföldu móti. Kenn- araliö þjóöarinnar þarf aö kom- ast I nána snertingu viö heimilin, kynnast þeim náiö og túlka hin nýju stefnumiö og margt annaö, sem varöar skóla og heimili. Stofna þarf blaö fyrir heimilin, blaö, sem laust væri viö allt póli- tiskt vopnabrak, og yröi eingöngu helgaö vandamálum heimila og skóla, uppeldi og menningu. Blaö barnakennara, „Menntamál”, er mjög áhrifalitiö I þessu efni og mun óviöa keypt, nema af kenn- urum, enda fyrst og fremst mál- gagn stéttarinnar. Eitt blaö, „Heimili ogskóli”, sem kemur út sex sinnum á ári á vegum Kenn- arafélags Eyjafjaröar, er aö minu mati mjög nærri þeirri leiö, sem fara þarf I þessum efnum. En þaö er ekki keypt nema á til- tölulega fáum heimilum landsins, og af augljósum ástæöum ekki eins efnismikiö og vel úr garöi gert og útgefendur heföu viljaö. Meö samræmdu átaki væri hægt aö gera blaö þetta eöa annaö sambærilegt betur úr garöi og stuöla aö þvi, aö þaö kæmist irjn á hvert einasta heimilii landinu, til ómetanlegrar blessunar fyrir alda og óborna. I þessu sambandi mætti gjarn- anspyrja: „Hvernig stendur yfir- leitt á þvi, aö stjórn fræöslumála landsins skuli ekki beita sér fyrir útgáfu sliks blaös, ráöa til þess færustu menn og beinlinis senda þaö heim á hvert heimili? Flestir, nema þá andleg litilmenni, mundu áreiöanlega greiöa and- viröisvo góörar sendingar. Hvers vegna aö láta pólitlska hrossa- kaupmenn senda næstum daglega pólitiskt moö heim á langflest heimili þjóöarinnar, henni til sundrungar og forheimskunar? Mætti ekki gjarnan lika bera fram eitthvertkjarnfóöur til mót- vægis? — Þaö er sannarlega kominn timi til aö átta sig á þess- um málum, og þaö verður aö ætl- ast til, aö stjórn kennslumálanna skiljihlutverk sitt þaö vel, aö hún beiti sér hiö fyrsta fyrir fram- kvæmd þessa nauösynjamáls. Þaö hefur nógu lengi dregizt. Þá mætti benda á, aö þaö gæti haft mikil áhrif til bóta fyrir upp- eldismenningu þjóöarinnar, aö hafa sérstakan uppeldisráöunaut, mann, sem feröast um landiö, heldur fundi meö foreldrum og kennurum, stofnar foreldrafélög og gefur hvarvetna góö ráö og bendingar, sem eingöngu varða uppeldismenningu skóla og heim- ila. Gæti ráöunauturinn jafn- framt veriö starfsmaöur viö heimilis- og skólablaö kennslu- málastjórnarinnar, a.m.k. ööru hverju. Ég lit svo á, aö starf sliks ráöunauts mimdi a.m .k. ekki hafa minna gildi, og sé ekki minna aö- kallandi heldur en t.d. starf loö- dýra- og hrossaræktarráöunauta þjóöarinnar. — Vilja ekki forvig- ismenn kennslumálanna athuga þetta I fullri vinsemd? VI. Hlutverk kirkjunnar I siðbóta- starfi þjóöarinnar er augljóst og harla mikilvægt. lslenzk kirkja byggir kenningu slna á bjargi kristindómsins,lifiog starfi mesta siöameistara allra alda, Jesú Krists. Þjónar kirkjunnar, prestarnir, eiga þvi auövitaö aö feta dyggilega I slóö hans, eftir þvi sem geta framast leyfir og vissulega gera þeir þaö og hafa gert, mjög margir I gegnum tlöina eins og Laxness kemst ein- hversstaöar aö oröi. Meö fordæmi sinu og starfi eiga þeir aö vera vökulir leiötogar i andlegum og siörænum efnum og hafa náiö samstarf viö skóla og heimili. Þarf þaö aö breytast mjög til bóta frá þvl sem nú er viöa og mundi af þvi mikil blessun hljótast. Prestarnir gætu margir hverjir ’veriö miklu meiri vökumenn I lifi þjóöarinnar en þeir eru nú og þurfa aö vera þaö. Engir menn ættu aö vera liklegri til áhrifa i þessum efnum en einmitt góöir prestar, mennirnir, sem hafa vigst til þjónustu viö kristindóm- inn, hinn undursámlega boöskap meistarans frá Nazaret. — 1 nýlega útkominni blaöa- grein minnist Ingibjörg Þorgeirs- dóttir á þaö hve mikiö gildi vissan um ódauðleika mannssálarinnar gæti haft fyrir siörænt uppeldi æskulýösins. Bendirhún réttilega á, aö sllk vissa mundi i mörgum tilfellum gefa lifinu aukiö gildi og þá kjölfestu sem nauösynleg er til þess aöflýja ekki frá viöfangsefn- um þess, og til þess aö gefast ekki upp 1 hinni daglegu baráttu. Stingur hún upp á, þar sem hún telur framhaldslifiö fullsannaö mál aö þaö sé viöurkennt og þess rækilega getiö i fræöum þeim, sem æskunni sé ætlaö aö tileinka sér. Hér er minnst á mjög athyglis- vert mál i sambandi viö þetta tal mitt um hiö siöræna uppeldi. Eins pg öllum hugsandi mönn- um er kunnugt, hefur trúin á lif eftir likamsdauöann fylgt mann- kyninu frá örófi alda. Þegar Kristur kom fram á sjónarsviöiö boöaöi hann tnlna á framhaldslif- iö sem fullkomna staöreynd. Þá trú hefur kirkjan lika jafnan boðaö en þvi miöur af svo litlum þrótti og meö svo htlum árangri aö alltof fáir viröast hafa veitt henni eftirtekt. — En nú á siöustu áratugunum hafa ýmsir heims- frægir vlsindamenn taliö fram- haldsllfiö visindalega sannaö mál. Ég veit vel aö þaö hefur mikiö veriö deilt um þetta atriöi ogerenn. Enef framhaldslifiö er eitthvaö annaö og meira en glæsi- legt, þokukennt fyrirheit höfund- ar kristninnar, ef þaö er raun- verulega oröin vlsindaleg staöreynd.þá má sllkt ekki liggja i þagnargildi, þá á aö boöa æskunni þaö sem fullkomna vissu i fræöum hennar. — Fullkomin vissa um framhaldslifíö hiýtur aö geta oröiö voldug hvatning fyrir hvern óspilltan ungling aö vanda framferði sitt svo sem mest má veröa. Þá yröi litiö á dvölina hér á jöröinni sem áfanga á feröalagi á óendanlegri þroskabraut. Og þvi auöugri sem viö erum af andleg- um verömætum, af drenglund, vizku, sannleika, kærleika, þvi betur erum viö búin undir förina miklu til huliösheima, — þvi aö viö getum ekkert flutt meö okkur þangaö, annaö en hina sálrænu eiginleika, sem viö höfum áunniö okkur. Vilja ekki prestarnir hugleiöa þettabetur og beita sér hér fyrir? Ég hygg aö bezt færi á aö þeir tækjú þaö aö sér. VII. Ég þykist nú hafa leitt nokkur rök aö þvi aö leggja þarf áherzlu á aukiö siögæöisuppeldi meöal þjóöar. okkar. Jafnframt hef ég bent á nokkur atriöi sem ég vænti aö gætu oröiö til umhugsunar, þegar sezt veröur á rökstóla um þessi mál. Þaö er einlæg ósk min og von aö réttir aöilar sameinist til átaka I þessum efnum og þaö sem fyrst. Þá mundi smám saman birta I margs konar skilningi meöal okk- ar kæru þjóöar. Þá mundi hátt- visi, hreinskilni og bróöurleg samskipti rlkja manna á milli og Islendingar geta sér ómetanlegan oröstir I þeim efnum meöal ann- arra þjóöa. Þá mundi dreng- skaparhugtakiö sem hefur fjar- lægst svo mjög um skeiö, I vitund þjóöarinnar, hefjast til vegs á ný. HlX TALSTÖÐVAKLÚBBURINN Bylgjan Klúbbur fólks á öllum aldri, sem hefur áhuga á t3.1StÖClvá~ vicfskiptum og líflegu felagslífi. Allar upplýsingar um klúbbinn er aJ fá í síma 45311 frá kl. 20 til 22 öll virk kvöld. VX; Akraneskaupstaður Prjónavélar Til sölu eru prjónavélar, JACQUARDS MASKINER, BORAS. * 1 stk. Bore 14 W — 35, breidd 140 cm. 1 stk. Bore 2 K — 18 — 35, breidd 178 cm. 1 stk. Bore 2 K —18 — P25, breidd 178 cm. 1 stk. Bore, breidd 120 cm. Auk þess 2 stk. NORVA gufustraujárn með gufukút. Nánari upplýsingar veitir undirritaður i sima 93-1211, eða á skrifstofunni, Kirkju- braut 2, Akranesi. Bæ j artæknif r æðingur. Skotgat á glugga, tæpast verknaöur neins óvita.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.