Tíminn - 17.04.1980, Qupperneq 6
6
Fimmtudagur 17. april 1980
V.
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Slgurósson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Elriksson. Aug-
lýsingastjóri: Steingrimur Gislason.
Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar
srðumúla 15. Simi 86300. — Kvöldsfmar blaOamanna: 86562,
86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö f lausasölu kr. 240.
-Áskriftargjald kr. 4.800 á mánubi. BlaOaprent.
J
Réttur og hagsmunir
í sjálfu sér kom það engum á óvart að ekki tókst
að ná endanlegu samkomulagi i viðræðum íslend-
inga og Norðmanna i Reykjavík á dögunum. Málin
eru flóknari en svo og viðhorf það ólflct, þrátt fyrir
góðan vilja, að þess var ekki að vænta að heildar-
samkomulag tækist i einni lotu.
Þvi er ekki að leyna að samningamenn Norð-
manna beittu um sumt mikilli hörku i viðræðun-
um. Það olli t.d. vonbrigðum að þeir töldu sig ekki
geta f jallað um málið i heild sinni og vildu stinga
nokkrum mikilvægum þáttum undan til siðari um-
fjöllunar sem fyrst gæti átt sér stað eftir að þeir
hefðu fært út landhelgi sina við Jan Mayen.
Þá benti það ekki til mikillar sanngirni af þeirra
hálfu að þeir vildu gera sem allra minnst úr ótvi-
ræðum sögulegum rétti íslendinga og þóttust varla
vilja heyra það að fyrirvarar íslendinga frá þeim
tima er eyjan var innlimuð i norska rikið hefðu
gildi.
Kjartan Jónasson
Erlent yfirlit
The World
Adversaries in the Gulf
Gontinued
TURK6Y
SOVIET
UNION
SYRIA
Teheran
Total armed (orces: 310,000
Tanks: 1,985 tro°P*
Armoredvehicles: 825
Combataircratt:192*
Submarines: 1
Destroyers: 3
Frlgates:4
Corvettes: 4
Large patrol craft: 7
Fastattackcrafts: 6
•belteved operational
■LEBANON
AFGHANISTAN
Baghdad
'JORDAN
PAKISTAN
KUWAIT
I CCOCQ
jtk, tunb greater TUNB
BAHRAIN
Oll flelds
OMAN
Total armed forces: 220,000
Tanks: 1,900 trooP*
Armored vehicles: 1,500
Combataircraft339
Fastattackcratts: 22
SAUDt ARABtA QATAr
UNITED ARAB EMtRATES-"
Verður JieUögu striði”
íraks og írans forðað?
Það kom mörgum íslendingum i viðræðunum á
óvart hve Norðmönnum virtist tamt að hóta með
einhliða útfærslu sinni þvert ofan i mótmæli is-
lenska rikisins og þrátt fyrir eigin yfirlýsingar um
samkomulagsvilja. Enn hertu þeir á með þvi að
ógna með væntanlegri útfærslu Dana og Græn-
lendinga við Grænland, en með henni verður Efna-
hagsbandalag Evrópu beinn aðili að málinu.
íslendingum er ljóst að málið er flókið og margs
að gæta. Þeir gera sér ljóst að fyrir dyrum stendur
útfærsla grænlenskrar landhelgi sem ná mun yfir
mjög miirilvæg veiðisvæði, og þegar að henni er
komið munu Norðmenn telja sér óhjákvæmilegt að
færa út landhelgi sina við Jan Mayen.
Af þessum ástæðum var það mikilvægt að ná
einhverjum formlegum áfanga á fundunum að
þessu sinni. Að svo varð ekki verður að harma, en
enda þótt Islendingar þurfi að ræða mörg atriði
betur i sinn hóp var það ljóst á fundinum að Norð-
menn voru alls ekki tilbúnir til að ganga til heilz-
arsamkomulags og bera þvi meginábyrgðina á þvi
að mál eru enn óleyst.
Við verðum að gera okkur ljóst að timinn er orð-
inn mjög naumur til þess að komast I bráð að við-
hlitandi samkomulagi sem gæti tryggt réttindi og
hagsmuni íslendinga — og reyndar Norðmanna
lika, gagnvart ásókn annarra aðila svo sem Efna-
hagsbandalags Evrópu. En sannleikurinn er vitan-
lega sá að andspænis slikum aðilum eiga íslend-
ingar og Norðmenn i öllum aðalatriðum sameigin-
legra hagsmuna að gæta.
Þrátt fyrir allt verður erfitt fyrir Islendinga að
trúa þvi að Norðmönnum hafi ekki verið aívara
með tali um góðan vilja og samkomulagsmögu-
leika á sanngimisgrundvelli. Og það mun taka ís-
lendinga nokkra stund að trúa þvi að Norðmenn
ætli að beita fyrirætlunum Efnahagsbandalags
Evrópu fyrir sig sem keyri á Islendinga.
Raunverulegur vilji Norðmanna hlýtur að koma
i ljós á næstu vikum, vegna þess að úrslit verða
ráðin fyrir lok maimánaðar með útfærslu við
Grænland. Islendingar munu eftir sem áður leggja
áherslu á samkomulag á grundvelli réttar og
hagsmuna.
— utanrfkismálastefna þessara ríkja hefur tekiö
furðulegustu stakkaskiptum á rúmu ári
1 siðustu viku bárust þær
fréttir frá Iran að til átaka heföi
komið á landamærunum viö
írak og hefðu írakar á einum
staöráöist inn fyrir landamærin
en verið hraktir til baka á ný.
Leyniþjónustur á Vesturlöndum
telja að þessar fréttir og aðrar
slikar séu mjög oröum auknar
þó að einhver fótur sé yfirleitt
fyrir þeim. Hinu er þó ekki aö
neita aö áróðursstrfö það sem
staðiö hefur milli Irans og íraks
allt siöasta ár er hættulegur for-
boði um að strið skelli á milli
landanna áður en yfir lýkur.
Striö milli mestu hernaðar-
blakka meöal Arabarlkja mundi
án efa hafa afdrifarik áhrif á
málefni þessa heimshluta og
heimsins alls.
Þó aö svo fari aö trak verði til
þess að hefja átökin, eru það
tvimælalaust lranar sem mest
hafa hvatt til þeirra. lrakar
eiga nú þegar fjölda banda-
manna i Arabarlkjum I ýfingum
þeim sem staðið hafa við íran.
Ber þar fyrsta að telja Saudi-
Arabiu, Bahrain, Kuwait, Sam-
einuðu furstadæmin og jafnvel
Sýrlandog Egyptaland og fleiri.
Einkum hafa smárikin viö
Persaflóa fagnaö einbeittri af
stöðu traka til klerkaveldisins I
tran en framámenn I Iran hafa
siðan byltingin var gerð þar I
landi talaö ótæpilega um þaö að
koma bæri á islömsku lýöveldi I
trakog öðrum nágrannarikjum.
Með sögu trans og traks sið-
ustu árin i huga er áróðursstrið
það sem milli þeirra hefur stað-
ið siöustu mánuöina með ein-
dæmum kyndugt. Þetta stafar
af þeirri ástæöu aö á einu ári
hefur utanrlkisstefna beggja
rikjanna tekið algjörum stakka-
skiptum. Iran hefur horfið úr
bandarisku blökkinni og trak Ur
hinni sovésku.
Saddam Hussein traksforseti,
yfirstjórnandi trakshers og for-.-
maður iraska Baath flokksins
reiddi sig fyrst og fremst á
Sovétrikin framanaf stjórnartið
sinni, og mesti hluti vopnabún-
aðar Iraska hersins er sovéskur.
Fyrir um það bil ári breytti
hann um stefnu og viröist hann
nú gera sér mikiö far um aö
draga úr áhrifum Sovétrlkjanna
við Persaflóa og verða sér úti
um vopn frá V-Evrópu meö til-
styrk oliuútflutnings landsins.
Þarf ekki að taka fram að hon-
um hefur oröið þar vel ágengt.
En stefnubreytingin felur það
ekki i sér að Bandarikjunum sé
greiður vegur til áhrifa i Irak.
Hefur Saddam Hussein látiö öll-
um vinarhótum þeirra ósvarað.
Stefna hans er einfaldlega aö
bald2 risaveldunum utan við
málefni heimshlutans og ekki
laust viö að hann ætli sjálfum
sér stærri hluta áhrifanna þar
um slóðir auk þess sem hann er
talsmaöur arabískrar sam-
heldni og sameiningar
arabiskra rikja. Sameiningar-
stefnunni hefur ljöslega séð staö
i sameiningarviöræðum viö
Sýrland i staö þess að lrak og
Sýrland elduðu áður grátt silfur
saman. Stuðningur Hussein viö
Assad Sýrlandsforseta viröist
ogfara vaxandi þar sem honum
fellur ekki tilhugsunin um aö
hinir herskáu trúmenn
Múslimabræðrafélagsins nái
undirtacunum í Sýrlandi, en
þeir hafa einmitt gert Assad
margan óleik á þessu ári, og er
nú svo komið að völd hans i
landinu eru ótryggari en nokkru
sinni.
Þaö er einnig i nafni arabiskr-
ar sameiningar aö Hussein hef-
ur tekið upp merkiö gagnvart
Irönum og Islamskri heittrúar-
stefnu þeirra. Iranar deila
íslam með Aröbum og hafa um
aldir ráöiö málum Arabaþjóöa,
en þeir eru hins vegar ekki af
arabiskum stofni heldur
persneskum. Hefur Hussein
tekiö það óstinnt upp að Kho-
meini og atirir byltingarmenn I
Iran hafa látið þau ummæli frá
sér fara er benda til þess að
tranar séu nú tilbúnir að hefja á
nýjan leik heimsvaldastefnu 1
Arabaheiminum. Er nú svo
komiö að Iranir hafa beðið
Sovétmenn að hætta að selja
Irökum vopn og varahluti þar
sem þeir séu útsendarar Banda-
rikjanna, en írakar aftur á móti
gefa það ljóslega i skyn aö
kannski væri rétt aö taka Iran
áður en Sovétmenn veröi til
þess.
A þvi rúma ári sem liðið er
siðan Camp David friöarvið-
ræðurnar rufu einingu
Arabaþjóða og siðan keisaran-
um var steypt í lran hefur staða
Iraks I Arabaheiminum tekið
fullkomnum stakkaskiptum.
Hussein hefur rifiö sig lausan
frá Sovétmönnum og rifiö
Saudi-Arabiu lausa frá Banda-
rlkjunum. Hann hefur samið
frið við erkifjendurna sem áður
voru, Sýrland og Saudi-Arabíu,
og skapað grundvöll fyrir því að
stórveldunum Bandarikjunum
og Sovétrikjunum verði úthýst i
Arabaheiminum. Hann hefur
jafnvel hótað að kollvarpa hinu
marxiska S-Jemen. Þó hefur
hann, þegar það hefur átt við,
sýnt af sér nokkra friösemd, t.d.
þegar hann lagöist á eitt með
Saudi-Arabíu á Bagdad fundun
um og kom I veg fyrir að fyllstu
hefndaraögerðir sem Libýa og
Sýrland beittu sér fyrir gagn-
vart Egyptum næðu fram að
ganga. Með þvl aö hann tók að
sér hlutverk Sadat I Araba-
heiminum er honum var útskúf-
aö þaöan, hefur hann greinilega
tekið upp þá stefnu að friömæl-
ast við arablsk nágrannariki sin
og reyna að hafa þau ofan af of
nánu samstarfi við risaveldin
með þvi aö það hafi sýnt sig að
það leysti engan vanda heldur
hefur miklu fremur aukiö hann
um allan helming, eins og sam-
starf lrana og Egypta viö
Bandarikin séu ljós dæmi um.
En hvað veröur ef áróöur-
strlðiömilli Irans og Iraks verð-
ur aö raunverulegu stríði? Mið-
að við aðstæöur nú er óhætt aö
spá þvi að Irak mundi hafa bet-
ur. Spurningin er aðallega hvaö
risaveldin kysu að gera og þá
ekki sist Sovétrikin. Siðan bylt-
ingin var gerö I Iran hefur rikt
þar hálfgildings stjdrnleysi og
innbyröis erjur veikja mjög
landið, ef til ófriðar drægi.
Raunverulegur hernaöarstyrk-
ur segir þvi ekki alla söguna, en
jafnvel þar hafa Irakar betur,
þegar litiö er til vopnabúnaðar
oe á bá eftir að taka tillit til þess
að Jjeim bærist óefað stuöningur
annars staöar frá úr
Arabaheiminum. Það er þvi
áleitin spurning, takist ekki aö
forða ófriði milli landanna,
hvort Sovétríkin gætu staðist
freistinguna miklu þó ekki væri
nema aö koma Iran til hjálpar.