Tíminn - 24.04.1980, Page 3

Tíminn - 24.04.1980, Page 3
Fimmtudagur 24. april 1980 3 Útflutningsstjóri Marks & Spencer kynnir kaupfélags- stjórum fyrirtæki sitt Norman Krestin litfiutningsstjóri Marks & Spencer sýnir Einari Kjartanssyni deildarstjóra vefnaöarvörudeildar SIS nokkrar af vör- um fyrirtækis síns. (TfmamyndGE) KL — Þessa dagana stendur yfir innkaupafundur kaupfélagsstjóra i vefnaöarvörudeild SIS, þar sem þeir kaupa inn fyrir verslanir sln- ar til haustsins. t þvf tilefni er staddur hér á landi útfiutnings- stjóri fyrirtækisins Marks & Spencer, Norman Krestin, en Sambandiö selur vörur þess hér á landi. Allir kannast viö vörur Marks & Spencer, sem seldar eru undir vörumerkinu St. Michael. Þær hafa veriö á markaöi hérlendis árum saman og er almenningur þvi oröinn þeim vel kunnugur. Fyritækiö varö til úr litlu. Upp- hafiö var þaö, aö pólskur innflytj- andi I Bretlandi, Michael Marks, kom sér upp litlu söluboröi á markaöi I Leeds áriö 1884. Hann kunni enga ensku og fékk þvi kunningja sinn til aö mála skiiti, þar sem á stóö: Don’t Ask the Price — It’s a Penny, sem þýöir: Spyröu ekki um veröiö — þaö er eitt penny. Þetta féll i góöan jarö- veg. 10 árum siöar seldi hann hluta þessarar markaösverslunar sinnar Thomas Spencer, sem þá vann sem bókhaldari hjá heild- sala nokkrum, er Marks skipti viö. 1 kringum 1910 kom fyrirtæki þeirra félaga undir sig fótunum i London, en þá voru þeir báöir látnir. Viö rekstrinum haföi þá tekiö Simon Marks, sonur Micha- els Marks, og mágur hans, Sieff aö nafni. Þeir félagar byggöu siö- an hægt og sigandi upp þaö stór- fyrirtæki, sem Marks & Spencer er i dag, en nú er þaö oröiö hluta- félag. Marks & Spencer rekur 250-260 verslanir I Bretlandi, en hefur auk þess útibú I Kanada, Evrópu og Austurlöndum fjær. St. Michael vörumerkiö er mest selda vörumerki I Bretlandi. T.d. eru um 40% seldra brjóstahaldar þar i landi undir þvi merki, og 20% prjónavarnings, sem þar selst, ber St. Michael miöa. En Marks & Spencer selur ekki einungis fatnaö. Þar eru lika seldar ýmsar matvörur, en þó ekki allar. Herra Krestin segir skýringuna á þvi vera þá, aö ekki sé unnt aö ná fram mismiklum gæöum I öllum fæöuvörum, og þeir stefni aö þvi aö hafa einungis hæsta gæöaflokk á boöstólum. 30% veltu fyrirtækisins liggja þó I matvöruversluninni. Fyrirtækiö hefur alltaf stefnt aö þvi aö hafa nær eingöngu breskan varning á boöstólum. Þaö hefur gert itarlegar kannanir á óskum viösklptavina sinna og til aö árangur mætti veröa sem bestur hefur þaö mikla sveit tækni- manna I þjónustu sinni, nú um 400. Dískó 74 FRI — I gær var opnaöur nýr veitingasalur aö Álfheimum 74 (Glæsibæ) undir nafninu „Diskó 74”. Salurinn er tengd- ur veitingahúsinu Glæsibæ en — nýr veitingasalur að Álfheimum 74 hann er rekinn af sömu aöilum og veitingahúsiö. Salarkynnin eru rúmgóö og þægileg en þau rúma 250 manns. Eigendur eru Halldór Július- son og Siguröur Sigurösson, inn- réttingar annaöist Einar Þ. Jónsson I Hafnarfiröi og Daviö Haraldsson sá um skreytingar. Stéttarfélag grunnskólakennara: Vill alvöru samn- ingaviðræður Halldór Júliusson, Siguröur Sigurösson og alnafni hans Siguröur Sigurösson barþjónn viö einn barinn i hinum nýju salarkynnum. Timamynd Tryggvi. JSS— Stjórn stéttarfélags grunn- skólakennara hefur sent frá sér ályktun, þar sem tregöa stjórn- valda til aö ganga til kjarasamn- inga viö BSRB er harölega átalin. Þá skorar stjórnin á stjórn og samninganefnd BSRB aö beita sér nú þegar fyrir aögeröum, sem knýi stjórnvöld til alvörusamn- ingaviöræöna. Mörg nýmæli í orkujöfnunar- frumvarpi — málefni nýrra hitaveitna þarf að skoða sérstaklega, sagði Bogi Sigurbjörnsson Mörg nýmæli er aö finna I frumvarpi rikisstjórnarinnar um jöfnun og lækkun hitunarkostnaö- ar. Tómas Arnason, viöskipta- ráöherra, mælti i gær fyrir frum- varpinu, og nefndi þá m.a. aö greiösla oliustyrkja yröi meö allt öörum hætti en áöur, nú yröi greitt eftir stærö fjölskyldna, og þvi yröi meira samræmi milli styrkgreiöslna og raunverulegs kostnaöar viö upphitun en áöur hefur veriö. Þá nefndi ráöherra ýmisleg ákvæöi sem eiga aö stuöla aöorkusparnaöi og aukinni nýtingu innlendrar orku, s.s. aö haldin veröi námskeiö um hag- kvæma orkunýtingu á vegum Rannsóknarstofnunar byggingar- iönaöarins, veittur veröur oliu- styrkur vegna hreinsunar og still- ingar kynitækja, og aö nýjar varmaveitur sem eiga i erfiöleik- um veröi styrktar. Einar Guöfinnsson lýsti stuön- ingi viö frumvarp rikisstjórnar- innar, I sinni jómfrúrræöu á Al- þingi, og taldi oliustyrkina skv. reglum frumvarpsins dreifast mun sanngjarnar en áöur. Einar taldi ekki hafa veriö nóg unniö aö nýtingu innlendra orkugjafa til húsahitunar, og nefndi aö bygg- ingu svonefndrar Vesturlinu heföi veriö frestaö aö ástæöulausu. Steingrimur Hermannsson upp- lýsti aö töfin á byggingu linunnar heföi oröiö vegna mistaka I efnis- pöntun, og óviss stjórnarástands á s.l. hausti, en kvaö fjármagn til verksins veröa á Lánsfjáráætlun þessa árs. Guörún Helgadóttir og Bogi Sigurbjörnsson lýstu ánægju sinni meö frumvarpiö, en Bogi kvaöst hafa veriö ósammála þeirri ákvöröun aö afia fjár til jöfnunar- innar meö lækkun söluskatts. Þá taldi Bogi þurfa aö taka mun fast- ar á málefnum nýrra hitaveitna heldur en gert er I frumvarpinu, þvi margar þeirra stæöu mjög veikt, og yröu jafnvel aö selja orku á hærra veröi en olia til húsahitunar kostaöi, aö teknu til- liti til hækkunar oliustyrksins. Sem dæmi nefndi Bogi aö komi fyrirhuguö hækkun á gjaldskrá Hitaveitu Siglufjaröar til fram- kvæmda, veröur upphitun á Siglufiröi 20% dýrari en olfukynd- ing aö frádregnum oliustyrk. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 BMW sameinar kosti sportbíls og þægindi einkabíls, kraftmikill, öruggur, stöðugur í akstri, bjartur og rúmgóður, með þægilegum sætum. Það þekkja allir aksturseiginleika þessa vandaða bíls, en þeir halda flestir að hann sé mun dýrari en hann er. BMW er meira en samkeppnisfær í verði, auk þess sem þú eignast betri bíl en verðið segir til um. BMW - ÁNÆGJA í AKSTRI AKUREYRARUMBOÐ: Bílaverkst. Bjamhédins Gíslasonar. Sími: 96-22499 gæðingurinn sem allstaðar vekur athygli

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.