Tíminn - 13.05.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.05.1980, Blaðsíða 6
6 Þri&judagur 13. mal 1980 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eirlksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Glslason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýsingar Slóumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldslmar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 240. -Áskriftargjaid kr. 4.800 á mánuði. Blaöaprent. J Þórarinn Þórarinsson Erlent yfirlit Hörð deila um fóstur- eyðingar í Noregi Hún getur spillt samvinnu borgaraflokkanna Nýr Oslóarsamningur Þegar setzt er niður til að semja um viðkvæm og vandasöm millirikjamál, getur annar aðilinn ekki vænzt þess að fá allt sitt fram. Þetta var islenzku samningamönnunum vel ljóst, þegar þeir hófu framhaldsviðræður um Jan Mayenmálið i ósló i siðustu viku. Ef samkomulag átti að nást, urðu báð- ir aðilar að slaka nokkuð á fyllstu kröfum sinum. Þótt islenzku samningamennirnir hefðu kosið að fá meira fram af kröfum sinum, verður ekki annað sagt með réttu en að íslendingar geti vel unað þeim árangri, sem náðist i viðræðunum. Þessu til árétt- ingar skal bent á nokkur atriði: í fyrsta lagi fékkst viðurkenning á þvi, að íslend- ingar geti ákveðið hámarksafla á loðnu, ef sam- komulag næst ekki um það milli rikjanna. Þetta er mjög mikilvægt atriði frá fiskverndarsjónarmiði. Norðmenn fengu þann varnagla, að þeir væru óbundnir, ef ákvörðun íslendinga ,,væri talin ber- sýnilega ósanngjörn”, þ.e. ef hámarksaflamarkið væri sett of lágt. Akaflega er óliklegt að til þess komi, að þeir notfæri sér þetta ákvæði, enda er það sex sinnum meira tap fyrir Island en Noreg, ef afla- takmarkið er sett óeðlilega lágt. í öðru lagi eru settar skorður á það aflamagn, sem Norðmenn mega veiða á Jan Mayensvæðinu. Það er bundið við 15% af heildaraflamarkinu, eins og islenzku fulltrúarnir höfðu fallizt á i viðræðunum i fyrra. Sökum þess, að endanlegt samkomulag náð- ist ekki þá, veiddu Norðmenn miklu meira, eða rúm 120 þús. tonn i stað 90 þúsund tonna. Mikil hætta er á þvi, að eins hefði farið nú, ef ekki hefði verið samið. 1 þriðja lagi er Islendingum heimilt að veiða eins mikið loðnumagn á Jan Mayen svæðinu og Norð- menn, ef þeir telja það henta sér. Varðandi aðrar fisktegundir heitir Noregur þvi, að Islendingar skuli fá sanngjarnan hluta miðað við þá samninga, sem Noregur kann að gera við önnur lönd. I fjórða lagi heita Norðmenn þvi, að komi til fjöl- þjóðasamninga um nýtingu flökkustofna, skuli samkomulagið milli íslands og Noregs haft til hlið- sjónar, en eins og áður segir, er þar fallizt á, að Is- land ákveði hámarksaflamagn loðnu, en sanngjarnt tillit skuli tekið til sérstöðu Islands varðandi skipt- ingu annarra flökkustofna. 1 fimmta lagi viðurkenna Norðmenn að við skipt- ingu landgrunnssvæðisins milli íslands og Jan May- en skuli nefnd sú, sem fær það mál til umfjöllunar, ,,hafa hliðsjón af hinum miklu efnahagslegu hags- munum Islands á þessum hafsvæðum, svo og land- fræðilegum, jarðfræðilegum og öðrum sérstökum aðstæðum”. 1 sjötta lagi skuldbinda Island og Noregur sig til þess að setja og framkvæma nauðsynlegar öryggis- reglur til að koma i veg fyrir að vinnsla auðlinda á landgrunninu hafi i för með sér mengun, sem geti reynzt hættuleg lifandi auðlindum þar. Fleiri atriði mætti nefna, sem er ávinningur fyrir Island. Reglurnar, sem samkomulagið fjallar um, eru hins vegar ekki nema annar þáttur þessara mála. Framkvæmdin er ekki siður mikilvæg. Ser- stakri fiskveiðinefnd er ætlað að fjalla um hana hvað fiskveiðarnar snertir. öll ástæða er til að ætla, að framkvæmdin verði öruggari og betri vegna þess að samkomulag náðist um undirstöðuatriðin með friðsamlegum og vinsamlegum hætti. Mikilvægt er, að góð sambúð og gagnkvæmur skilningur riki meðal norrænna þjóða. Oslóarsamn- ingurinn á dögunum mun styrkja grundvöll sliks samstarfs. Þ.Þ. ÞAÐ hafBi vafalitiB nokkur áhrif á afstöBu NorBmanna til Jan Mayenmálsins, aB þing- kosningar eiga aB fara fram á næsta ári og er þegar komlnn nokkur glímuskjálfti I þing- mennina vegna þess. ÚtgerBar- menn og sjómenn geta haft áhrif á úrslitin I nokkrum kjör- dæmum, þar sem mjóu munar milli flokkanna. Raunareru þaB þó ekki at- vinnumál eöa efnahagsmál, sem setja meginsvip á norsk stjórnmál um þessar mundir, heldur fóstureyBingarmáliB. Deilan, sem er risin um þaB, getur haft þær afleiBingar, aB hinir svonefndu borgaralegu flokkar geti ekki orBiö sammála um stjórnarmyndun, þótt þeir fengju þingmeirihluta I næstu kosningum. STAÐAN i Stórþinginu er nú sú, aB verkamannaflokkurinn hefur 76 þingmenn og Sóslaliski vinstri flokkurinn 2. Samanlagt hafa þessir flokkar 78 þing- menn, en þingmenn eru alls 155. Þessir flokkar hafa þvi aöeins eins atkvæöismeirihluta á þing- inu. Þaö nægir hins vegar til þess, aö borgaralegu flokkarnir svonefndu geta ekki myndaö stjórn saman. Verkamanna- flokkurinn fer einn meö stjorn- ina og situr I skjóli þess, aö Sósialiski vinstri flokkurinn vill ekki fella hana. Hins vegar leys- ir rlkisstjórn verkamanna- flokksins mál miklu oftar I sam- vinnu viö borgaralegu flokkana eöa einhvern þeirra en I sam- vinnu viö Sóslaliska vinstri flokkinn. Borgaralegu flokkarnir, sem eiga fulltrúa á þingi, eru fjórir. Hægri flokkurinn hefur 41 þing- mann, Kristilegi flokkurinn 22 þingmenn, Miöflokkurinn 12 þingmenn og gamli Vinstri flokkurinn 2 þingmenn. Fyrir siöustu þingkosningar, sem fóru fram haustiö 1977, höfBu þrlr fyrstnefndu flokkarnir gert samkomulag milli sin um stjórnarsamvinnu eftir kosning- arnar, ef þeir fengju meirihluta á þingi. Vinstri flokkurinn stóö hins vegar utan þess samkomulags, enda var þá taliö óvlst, aö hann fengi nokkurn þingmann kosinn. Hann haföi fyrir nokkru klofnaö næstum til helminga og virtist vera úr sögunni. Nú virBist hann samkvæmt síöustu skoöana- könnunum vera heldur aö rétta viö aftur, en hitt flokksbrotiö viröist vera aö llöa undir lok. Eftir slöustu þingkosningar rlkti mikil óvissa um úrslitin i nokkra daga eöa þangaö til lokatalningin lá fyrir. Eitt þing- sætiö féll á vlxl á Sósialiska vinstri flokkinn eöa Vinstri flokkinn. Svo fór, aö Sóslaliski vinstri flokkurinn hreppti hnossiö aö lokum. Heföi Vinstri flokkurinn unniö Lars Korvald þetta úrslitasæti endanlega, myndi aö llkindum hafa veriö mynduö svokölluö borgaraleg stjórn I Noregi. Aö þessu sinni hefur flokkurinn ekki tekiö endanlega afstööu til þess, hvort hann muni heldur styöja stjörn borgaralegu flokkanna eöa verkamannaflokksins, ef hann hefur um þaö aö velja eftir næstu kosningar. Flokkurinn hefur I seinni tlö sett umhverfis- mál mjög á oddinn og geta þau ráöiö úrslitum um afstööu hans. Skoðanakannanir sem hafa fariö fram að undanförnu, gefa til kynna, aö Hægri flokkurinn sé aö vinna á, en þó hefur vinn- ingur hans oröið minni I siöustu skoöanakönnunum en hann virt- ist ætla aö veröa um skeiö. Miö- flokkurinn virtist ætla aö veröa fyrir verulegu tapi, en hann rétti sig nokkuð viö i aprll- könnuninni. Fékk þá 7,3%, en fékk 8,6% I kosningunum 1977. Kristilegi flokkurinn virtist ætla aö halda sæmilega hlut slnum, en I aprílkönnuninni varö hann fyrir verulegu áfalli, en vonir þykja þó standa til, aö hann rétti sig viö aftur. Vinstri flokkurinn hefur hins vegar styrkt sig og viröist ætla aö fá nokkru meira fylgi en 1977. Verkamannaflokkurinn virö- ist heldur hafa tapaö, en þó ekki verulega. Sóslaliski vinstri flokkurinn hefur staðiö I staö. Af skoðanakönnunum viröist það helzt ráðiö, að úrslit næstu kosninga geti oröiö állka tvlsýn og þingkosninganna 1977. Þar kemur þaö einnig til greina, aö heppni getur ráðið miklu um úr- slit, t.d. þaö hver hreppir slö- asta þingsætiö I viökomandi kjördæmum, en i Noregi eru hlutfallskosningar I stórum kjördæmum. Verkamanna- flokkurinn hefur oft reynzt heppinn I þessu sambandi, enda nýtast atkvæöi hans bezt, þar sem hann er stærsti flokkurinn. BORGARALEGU flokkarnir þrlr gengu til slöustu kosninga meö sameiginlega yfirlýsingu um þau mál, sem þeir myndu beita sér fyrir,ef þeir mynduðu- stjórn saman, Meðal þeirra mála, sem yfirlýsingin fjallaöi um, var fóstureyöingarmáliö. Þeir lýstu yfir þvl, aö þeir myndu beita sér gegn frjálsum fóstureyöingum. Þaö var svo samþykkt á flokksþingi Hægri flokksins, sem haldið var nýlega, aö þing- menn flokksins mættu hafa frjálsar hendur viö atkvæöa- greiösluum þetta mál I þinginu. Þaö mun vitaö um nokkra þeirra, aö þeir eru fylgjandi frjálsum fóstureyöingum, og samtök yngri manna I flokknum eru hliöholl þeirri stefnu. Þetta hefur veriö tekiö óstinnt upp af leiötogum Kristilega flokksins og Miöflokksins, sem telja aö Hægri flokkurinn hafi hér rofið samstarfsyfirlýsing- una frá 1977. Báðir hafa þeirorö á þvl, aö stjórnarsamstarf við Hægri flokkinn komi ekki til greina, nema þvl veröi yfirlýst, aö væntanleg stjórn þeirra hafi sömu stefnu I þessum málum og heitiö var 1977. Einkum hefur Lars Korvald , fyrrum for- sætisráöherra og formaður þingflokks Kristilega flokksins, lýst þessu skorinort yfir. Hvernig, sem þessari deilu lyktar, bendir flest til aö hún verði vatn á myllu verka- mannaflokksins og auðveldi honum aö sýna fram á, aö stjórn borgaralegu flokkanna geti oröiö ósamstæö og því erfitt að treysta henni. Kjell Magne Bondevlk, varaformaöur Kristilega flokksins, og Johan J. Jakobsen, formaöur Miöflokksins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.