Fréttablaðið - 03.06.2007, Side 2

Fréttablaðið - 03.06.2007, Side 2
Lykill að fortíðinni Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Tugþúsundir mót- mæltu í Rostock í Þýskalandi í gær vegna fundar leiðtoga átta stærstu iðnríkja heims sem hefst á miðvikudag. Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, tekur á móti leiðtogum svo- kallaðra G-8 þjóða, Bretlands, Frakklands, Japan, Ítalíu, Rúss- lands, Kanada og Bandaríkjanna, í smábænum Heiligendamm, en fundurinn mun taka þrjá daga. Á dagskrá fundarins eru umræður um gróðurhúsaáhrifin, alnæmi og fátækt í Afríku og heimsviðskiptin. Mótmælendurn- ir vilja sýna andúð við hnattvæð- inguna og þátt G-8 þjóðanna í stríði, stéttaskiptingu og umhverf- isvandamálum. Flestir mótmælendur voru frið- samlegir, en sumir fleygðu stein- um og flöskum og svaraði lög- reglan með táragasi og kröftugum vatnsbyssum. 146 lögreglumenn særðust, þar af átján alvarlega. Ekki liggur fyrir hversu margir mótmælend- ur hafa slasast, en 17 hafa verið handteknir. Lögreglan hefur reist tólf kíló- metra langa girðingu til að hindra aðgang mótmælenda að svæðinu. Um þrettán þúsund lögreglumenn eru til taks, en fjöldi mótmælenda er á bilinu 25 og 80 þúsund. Mótmæla stríði og stéttaskiptingu Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðar- manna, segir að verði veiðiráðgjöf Hafrannsókna- stofnunar fylgt, þá þýði það allt að 25 milljarða króna skerðingu á tekjum útgerðanna í landinu. „Það liggur fyrir að hrygningarstofninn og veiðistofninn er of lítill og það kemur ekki á óvart að stofnunin leggi til minni afla en í ár. En þetta er mun meiri niðurskurður en ég bjóst við. Ef farið verður eftir þessari ráðgjöf þá verður það alveg gríðarlegt högg. Þetta er alveg grafalvarlegt mál.“ Friðrik segir jafnframt að útgerðarmenn eigi allt undir því að þorskstofninn verði byggður upp en horfur fyrir næsta ár séu jafnvel verri en í ár sökum þess að þá kemur mjög slakur árgangur inn í veiðistofninn. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasam- bands Íslands, segir ljóst að sjómenn horfi fram á tekjuhrun, verði farið að veiðiráðgjöf Hafró. „Þetta er mjög alvarlegt mál hvernig þessum málum er komið. Það virðist borin von að byggja upp þorskstofninn.“ Sævar segir það sína skoðun að það þurfi að taka á eftirliti með veiðunum og það sé eitthvað mikið að. „Þetta eru kaldar kveðjur en þetta er raunveruleiki sem við verðum að taka á. Spjótin hljóta að beinast að fiskveiðistjórnunar- kerfinu því það virðist ekki virka.“ Hafrannsókna- stofnunin leggur til að þorskveiðar verði skornar stórlega niður. Mælt er með að hámarksafli verði 130 þúsund tonn sem er 63 þúsund tonnum minni afli en á yfirstand- andi fiskveiðiári. Útflutningstekj- ur fyrir þorskafurðir myndu drag- ast saman um fimmtán milljarða króna ef ráðgjöfinni verður fylgt. Hafrannsóknastofnunin gaf út skýrslu um ástand nytjastofna á Íslandsmiðum og aflahorfur fyrir komandi fiskveiðiár í gær. Þar kemur fram að stærð veiðistofns þorks er talin nálægt sögulegu lág- marki og nýliðun stofnsins er slök. Stærð hrygningarstofnsins er tal- inn helmingur þess sem talið er að gefi hámarks afrakstur. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að ljóst sé að án stefnubreytingar við nýtingu þorskstofnsins sé hvorki að vænta stækkunar hrygningar- stofnsins né aukinnar nýliðunar á komandi árum. „Alvaran liggur í lélegum þorskárgöngum eftir alda- mótin sem eru að koma inn í veiðina. Stofninn er í vel veiðan- legu ástandi í dag en við verðum að spyrna við fótum núna og horfa til framtíðar.“ Spurður um hvað það þýði ef ráðgjöf stofnunarinnar verður ekki fylgt segir Jóhann að það yrði mjög slæm niðurstaða. „Það er mjög brýnt að snúa þessari þróun við og það verður ekki gert öðruvísi en með samdrætti í veið- um. Enda leggjum við þetta til af miklum þunga.“ Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra segir tillögurnar alvarlegar en of snemmt sé að taka afstöðu til þeirra. Hann bendir á að í gildi sé aflaregla sem samþykkt var í fyrra og samkvæmt henni yrði útgefinn kvóti 178 þúsund tonn. „En það er skynsamlegt að hagsmunaaðilar og vísindamenn fari yfir málið á næstu vikum. Þriðjungs samdráttur í þorski væri mikið áfall en ég vil vekja athygli á því að í skýrslunni er einnig margt jákvætt.“ Aðspurður hvort ekki sé líklegt að gildandi aflareglu verði fylgt segir Einar að hann geti ekki sagt til um hver niðurstaðan verði. „Ég tel að það væri ábyrgðarlaust af minni hálfu að draga ályktanir núna. Ég mun ekki gera það fyrr en að mjög vel íhuguðu máli.“ Hafró leggur til að hámarksafli ýsu verði 95 þúsund tonn, en á síð- asta ári var hann 98 þúsund tonn. Ráðlögð er 60 þúsund tonna veiði af ufsa sem er 16 þúsund tonnum minni veiði en í fyrra. Samdráttur í þessum tveimur tegundum gæti þýtt fimm milljarða samdrátt í útflutningstekjum. Vilja minnka þorsk- veiðar um þriðjung Hafrannsóknastofnunin leggur til mikinn niðurskurð í þorskveiðum og stofninn er talinn nálægt sögulegu lágmarki. Hafrannsóknastofnun leggur þunga áherslu á að ráðgjöfinni verði fylgt. Sjávarútvegsráðherra segir niðurstöðuna alvarlega. Jón Trausti, er eitthvað nýtt í vændum? Hollenskur raunveru- leikaþáttur þar sem þrír sjúkling- ar kepptu um að vinna sér inn nýra úr deyjandi konu reyndist vera gabb. Framleiðendur þáttarins vildu vekja athygli á brýnni þörf fyrir líffæragjafa í Hollandi. Í lok þáttarins var tilkynnt að konan dauðvona væri leikari, en þátttakendurnir væru sjúklingar að bíða eftir nýju nýra. Um 200 Hollendingar deyja árlega á slíkum biðlista. „Stóri líffæragjafaþátturinn“ vakti reiði í Hollandi og víðar þegar tilkynnt var um hann fyrir skömmu. Forsætisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, sagði fyrir þáttinn að hann skaðaði ímynd þjóðarinnar út á við. Tókst að gabba alla áhorfendur Innanríkisráðherra Írans, Mostafa Pourmhammadi, hefur vakið hörð viðbrögð landa sinna fyrir að hvetja til svokallaðs „tíma- bundins hjónabands“. Þessari gerð hjúskapar er ætlað að sporna gegn kynlífi utan hjónabands, með því að gefa saman pör í stuttan tíma, stundum innan við sólarhring. „Tímabundið hjónaband“ er hefð meðal sjía- múslima, en hefur þó ekki náð fótfestu í Íran. Maður og kona skrifa undir samning, sem kallast sigheh, sem giftir þau tímabundið. Andstæðingar „tímabundins hjónabands“ segja það ýta undir vændi. Vill tímabundið hjónaband Kókaínfundurinn í Leifsstöð á fimmtudaginn er sá annar stærsti á Íslandi frá upphafi. Tollgæslan á Suðurnesjum stöðvaði þá Karl Bjarna Guð- mundsson, sem var fyrstur til að sigra Idol-keppnina á Íslandi, með tvö kíló af kókaíni í fórum sínum. Hann var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald í kjölfarið. Lögreglan á Suðurnesjum segir að rannsókn málsins verði fram haldið á mánudag. Miðað við dóma sem fallið hafa í áþekkum málum er líkleg refsing í málinu fjögurra til sjö ára fangelsisvist. Stærsti kókaínfundur á Íslandi til þessa var í nóvember 2006. Þá var karlmaður tekinn í Leifsstöð með þrjú kíló af efninu. Annað stærsta kókaínmálið Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á Akrafjallsvegi um átta leytið í gærkvöldi. Tekin voru af honum blóð- og þvagsýni og leiddu þau í ljós neyslu kókaíns, amfetamíns og metamfetamíns. Maðurinn, sem er á fertugs- aldri, var umsvifalaust sviptur ökuréttindum. Í bílnum fundust lyfseðilsskyld lyf, en engin ólögleg fíkniefni. Málið er í rannsókn að sögn lögreglu. Með þrjár gerðir eiturlyfja í þvagi Rúmlega tvítugur maður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var fundinn sekur um að hafa barið rúmlega fertugan mann ítrekað í andlitið fyrir utan heimili móður hans á Akureyri í desember 2005. Árásarmaðurinn var í félagi við þrjá kominn til að innheimta skuld af fórnarlambinu, sem var undir miklum áhrifum fíkniefna. Móðir fórnarlambsins skarst síðan í leikinn en var hrint á jörðina. Fórnarlambið nefbrotn- aði og hlaut aðra áverka. Dómur- inn var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Hrinti móður fórnarlambsins

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.