Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.06.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 03.06.2007, Qupperneq 8
greinar@frettabladid.is Ásjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakka- skiptum á skömmum tíma og þar á sjávar- útvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósér- hlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfs- fólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumark- aði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Marg- háttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileika- ríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnu- grein sem krefst þess vegna starfsfólks með marg- háttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíð- rætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda mark- aði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til at- hafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægju- leg þróun og við gleðjumst yfir framgang- inum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútveg- ur brautryðjandinn – fyrsta útrásargrein- in sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútveg- ur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttu- dagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóð- arinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virð- ingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velk- ist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslending- ar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Til hamingju með daginn T óbakslaust líf á veitingahúsum og skemmtistöðum er mikið ánægjuefni. Skiljanlega eru þó margir reykinga- menn ósáttir auk þeirra sem telja sig standa vörð um frelsið. Auðvelt er að færa rök fyrir því að tóbaksbannið sé frelsisskerðing. Þá sérstaklega skerðing á athafnafrelsi eigenda veitinga- og skemmtistaða og rétt þeirra að velja hvort fólk fái að reykja inn á stöðum sínum, enda er það ekki ólöglegt athæfi að reykja. Enn erfiðara virðist vera að færa rök fyrir því að tóbaksbannið auki á frelsi. Ekki eru menn á eitt sáttir hvað frelsi þýðir. Heimspekingar velta því ætíð fyrir sér og hafa sumir þeirra jafnvel skilgreint það sem jákvætt og neikvætt frelsi. Frelsið til að reykja hvar og hvenær sem er myndi þá flokkast sem neikvætt frelsi því að reykingar eru ávanabindandi og gera reykingamanninn þannig ófrjálsan. Oft virðist frelsi á einum stað kalla á frelsiskerðingu annarsstaðar. Það á við um tóbaksbannið. Tóbaksbannið heftir frelsi reykingamanna og veitingahúsaeigenda en eykur á frelsi starfsfólks og gesta sem verða fyrir heilsufarslegum skaða í reykmettuðu lofti. Andstæðingar tóbaksbannsins telja það vera brot á eigna- rétti og skerði athafnafrelsi veitingahúsaeigenda. Vel er hægt að færa fyrir því rök að með því að hleypa sígarettureyk út í and- rúmsloftið sé verið að beita aðra ofbeldi. Enginn á rétt á því að beita aðra manneskju ofbeldi í skjóli eignaréttar eða frelsis. Það verður að liggja ljóst fyrir hvaða frelsi er verið að verja og hvað vegur mest. Árið 2000 fóru hjón í Bandaríkjunum í mál við North American Man/Boy Love Association, skammstafað NAMBLA, eftir að tveir menn sem höfðu aflað sér upplýsinga um hvernig ætti að tæla unga drengi á vefsíðu samtakanna höfðu nauðgað, misþyrmt og myrt 10 ára son þeirra. Skiljanlega stóðu flestir með hjónunum í þeirra máli. Önnur samtök tóku hinsvegar að sér að verja NAMBLA, samtökin American Civil Liberties Union (ACLU). Það eru samtök sem sérhæfa sig í að vernda stjórnarskárréttindi fólks og málfrelsið. Í skemmstu máli sagt þá vann ACLU málið. Öfga frjálshyggjumaðurinn Bill O‘Reilly sem er með sjónvarps- þátt á amerísku fréttastöðinni FOX gat ekki orða bundist og réðst að ACLU og heimtaði útskýringar á því af hverju þeir völdu að verja jafn ógeðfelld samtök og NAMBLA. Í þessu tilfelli fannst honum að rétturinn til málfrelsis ætti að víkja fyrir frelsi barna til að verða ekki fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ekki er þar með sagt að mál NAMBLA og íslenskra veitinga- húsamanna eigi eitthvað sameiginlegt. En eitt er víst að ekki er hægt að verja hvað sem er í nafni frelsis. Endamarkmið okkar hlýtur að vera að tryggja öllum athafna- frelsi. Það er þó hægara sagt en gert. Hversu þversagnakennt sem það hljómar er ekki ólíkegt að við þurfum að stikla öðru hvoru á braut frelsiskerðinga til að ná því markmiði. Tefur það för ef við sættum okkur ekki við það. Aukið frelsi eða frelsissvipting? © In te r I KE A Sy ste m s B .V .2 00 7 Góður vinur minn, íslensk-ur maður, búsettur í Lond- on var einu sinni sem oftar hér á ferð. Við sátum saman á veit- ingahúsi og skröfuðum um heima og geima, höfðum lokið við mat- inn og reyktum fyrirtaks vindla í hliðarherbergi. Skyndilega hrutu blótsyrði af vörum vinar míns sem annars er hinn kurteisasti maður. Þannig var, sagði hann, að nú væri reglum svo háttað í höf- uðborg Bretaveldis að ef hann héldi samkvæmi heima hjá sér og réði til starfa veisluþjónustu þá mætti hann ekki leyfa reykingar á heimilinu. Hvar endar þetta allt saman dæsti hann vonleysislega, hvað með óbeinu áhrifin af áfeng- inu, barsmíðarnar og allt það, hve- nær banna þeir manni að drekka áfengi? Þegar hér var komið sögu var vinur minn í reykjarmekki með glas í annarri hendi og vindil- inn í hinni, holdgervingur syndar- innar og martröð Lýðheilsustöðv- ar. Ég sagði svo sem fátt, ég er orðinn hluti af því sem vinur minn kallar pirringslega þeir, sem er stytting á orðinu löggjafarvald og á því heldur erfiðara með að vísa ábyrgðinni á þessa umræddu þá. Ekki er hægt að neita því að það má finna ýmis rök fyrir reykinga- banninu sem nú hefur tekið gildi. Jöfnum höndum er vísað til rétt- inda starfsfólks til þess að vinna í reyklausu umhverfi og til al- mennra sjónarmiða um að reyk- ingar séu óhollar og þær eigi því að takmarka með öllum möguleg- um ráðum. Vandinn við þessa rök- semdafærslu er bara sá að að það er hægt að nota hana svo víða. Með hana að vopni má réttlæta mjög víðtæk inngrip hins opinbera í líf og störf borgaranna. Þess vegna hefur margt frjálslynt fólk miklar áhyggjur af þessari þróun. Hættan sem við höfum áhyggjur af snýr ekki að reykingabanninu einu og sér, hún snýr að því hvern- ig menn beita ríkisvaldinu, hvern- ig þessir margumtöluðu þeir hagi sér. Ríkisstjórnin sem nú hefur sest að völdum er frjálslynd umbóta- stjórn. Frjálslyndið er gríðarlega mikilvægt, að ég tali nú ekki um þegar meirihlutinn í þinginu er svona mikill og stjórnarandstað- an er svona veik. Miklu skiptir að það sé farið varlega með löggjaf- arvaldið, ekki sé reynt að beita því um of, að meðalhófs sé gætt. Því miður var sú ekki raunin þegar lögin um reykingabann voru sett. Meðalhófið hefði til dæmis leyft veitingamönnum að bjóða gestum sínum upp á vel loftræst reykher- bergi þar sem engin þjónusta væri veitt en gestir gætu sótt veitingar sínar sjálfir og neytt þeirra án samneytis við þá sem ekki reykja. Það má ekki gleyma því að við erum að tala um fullorðið fólk sem ber ábyrgð á gerðum sínum og hegðan og það er mjög langt geng- ið að svifta veitingamenn yfirráða- rétti yfir eignum sínum með þeim hætti sem gert hefur verið. Hættan er sú að handhafar ríkisvaldsins gangi alltaf lengra og lengra í því að passa þegnana fyrir sjálfum sér. Þrýstihópar og annað hjálpsamt fólk er sífellt að kalla eftir því að næstu skref verði stigin í baráttunni gegn til- teknum skaðvaldi, að halda verði áfram að berjast gegn einhverju sem ósiðlegt þykir. Nú kynni ein- hver að spyrja, er það svo slæmt, er ekki um að gera að finna út hvað er siðferðislega slæmt eða hvað er okkur hættulegt og banna það svo? Auðvitað þurfi að kalla eftir samstöðu, finna út vilja meirihlutans í skoðannakönnun- um, fá skýrslur sérfræðinga, ræða málið á Alþingi og í fjölmiðlum, stunda samræðustjórnmál, en svo þarf að grípa til aðgerða. Hví ekki að banna það sem óheilbrigt er eða það sem er siðferðislega rangt? Hví að heimila ósómann? Frjálslyndir menn svara því til að í fyrsta lagi sé eng- inn endanlegur handhafi vitn- eskju um það hvað sé siðferðis- lega rétt og hvað rangt. Eins er að það sem einum finnst hættulegt kann öðrum að finnast svo eftir- sóknarvert að það sé hættunnar virði, of mikil inngrip löggjafans verði því gjarnan óréttlát. Marg- breytileiki, fjölbreytni og um- burðarlyndi fá illa þrifist þar sem mannleg hegðan er um of bundin í lög. Í öðru lagi er, að ef stjórn- mála- og embættismenn ætla með bönnum að koma í veg fyrir alla siðferðislega ámælisverða hegð- an eða tryggja að við förum okkur ekki að voða, þá er verið að af- siða þjóðfélagið og gera hvert og eitt okkar ábyrgðarlaust. Sið- ferði hvers og eins okkar felst til dæmis í því að þurfa að velja og hafna, gera okkur grein fyrir því hverjar afleiðingar gerða okkar eru. Ef búið er að ákveða fyrir okkur hvað sé rétt og hvað sé rangt og allt rangt er bannað með lögum þá er siðferðið orðið rík- isvætt og þjóðfélagið nánast sið- laust. Þessar hugleiðingar leiða ekki til þeirrar niðurstöðu að allt eigi að leyfa, en það á að beita rík- isvaldinu af mikilli hófsemi, það á að gæta meðalhófs og það á að leyfa fólki að lifa lífi sínu eins og því sjálfu hentar, ábyrgðin á að vera fólksins, ekki ríkisins. Okkar eigin ábyrgð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.