Fréttablaðið - 03.06.2007, Page 86

Fréttablaðið - 03.06.2007, Page 86
* Viðskiptav Vildarklú viðskipta safna ve að vera NÝJU SVONA SAFNAR ÞÚ GLITNISPUNKTUM • Kreditkortanotkun • Viðskiptavinir í Vildarþjónustu* • Bílalán hjá Glitni Fjármögnun • Viðbótarlífeyrissparnaður • Eignastýring • Einkabankaþjónusta • Tryggingar hjá Sjóvá og margt fleira Vildarklúb SKRÁÐU ÞIG NÚNA! Þeir sem skrá sig fyrir 17. júní fá 10.000 Glitnispunkta strax! Vill búa í sveit með stórfjölskyldunni Atli Örvarsson hefur verið ráðinn til að semja tónlistina við Holly- wood-myndina Vantage Point en hún skartar stórstjörnum á borð við Sigourney Weaver, Forest Whitaker og William Hurt í aðal- hlutverkum. Valdís Óskarsdóttir og Sigvaldi J. Kárason hafa verið að klippa myndina en eru nú snúin til annarra verka og í þeirra stað er Stuart Baird tekinn við skær- unum. „Þetta má eiginlega þakka læri- meistara mínum, Hans Zimmer, en hann lagði sitt á vogarskálarn- ar við að koma mér á framfæri við framleiðendurna og liðka fyrir,“ segir Atli sem hefur verið búsett- ur í Bandaríkjunum í tæp fjór- tán ár. Zimmer ætti að vera kvik- myndaunnendum að góðu kunnur, hefur sex sinnum hlotið tilnefn- ingu til Óskarsverðlauna og hlaut þau 1995 fyrir Lion King. Atli hefur síðan í mars á síðasta ári verið hluti af teymi Zimmers sem aðstoðar tónskáldið og semur með honum tónverk fyrir kvik- myndir. Síðast vann hópurinn tón- listina við Pirates of the Caribb- ean þrjú og er nú á fullu við að semja músík við Simpsons-kvik- myndina. „Allir þessir stóru karl- ar í þessum geira hafa heilan her af aðstoðarmönnum í kringum sig en fæstir af þeim gefa lær- lingunum einhverja viðurkenn- ingu. Zimmer er hins vegar mik- ill snillingur og gefur öllu sínu starfsfólki „kredit“,“ útskýrir Atli. „Reyndar var fyrsta verkefn- ið mitt eftir að ég flutti mig yfir til hans að endurgera tónlistina í skemmtigarðinn í Disney World,“ bætir Atli við og hlær en sú tón- list var í litlu samræmi við mynd- ina. Atli stóð þá með hjálm yfir rússíbönum og öðrum leiktækj- um með upptökutæki og tók upp gömlu tónlistina á meðan krakk- arnir æptu og öskruðu. „Ákaflega skemmtileg minning,“ segir tón- listarmaðurinn. Atli fluttist fyrst vestur um haf þegar hann fékk inngöngu í skóla í Boston 1993. Síðan hefur hann skotið rótum í Bandaríkjunum þótt hugurinn hafi alltaf leitað heim öðru hvoru. Hann er núna búsett- ur í Los Angeles þar sem fjöldi Ís- lendinga býr og starfar, flestir við kvikmyndagerð af einhverju tagi. Og er mikill samgangur á milli, meðal annars eru haldin þorrablót og 17. júní fagnað með hefðbund- um hætti. „Miðað við höfða- tölu erum við Íslending- ar sennilega valdamesti minnihlutahópurinn í Hollywood,“ segir Atli. „Djöfull er þetta gott, ég er ánægður með þetta,“ segir Sigurður Hjartarson, safnstjóri Reður- safnsins á Húsavík. Samkvæmt heimasíðunni OddEdge.com er safnið það skrítnasta í heimi og skýtur þar Klósettsafninu, Blæðingasafninu og Vúdú-safninu í New Orleans ref fyrir rass. Reð- ursafnið var fyrst til húsa í Reykjavík en hefur nú flust búferlum til Húsavíkur þar sem Norð- lendingar hafa tekið því ákaflega vel. „Þetta er fín auglýsing fyrir mig,“ bætir safnstjórinn við. Á safninu má sjá allskyns reði af öllum stærð- um og gerðum þótt enn vanti þann mennska. Hins vegar má sjá forhúð og eistu úr tveim- ur íslenskum karlmönnum. „Páll Arason hefur náttúrulega gefið mér sinn,“ segir Sigurður og upplýsir að sá mæti maður hafi orðið nítíu og tveggja ára í gær. Sigurður fær reglulega gjafir frá fólki sem vill aðstoða hann við að bæta safn- ið. Síðast bárust honum „tólin“ undan stóðhesti og bíða þau nú þess að komast í sýningarsalinn. „Það er erfitt að fá slíkt í heilu lagi því yfirleitt er búið að taka eistun,“ bætir Sigurður við. Safnstjórinn segir stolt búrhvalsins vekja mestu athyglina enda engin smásmíði, heilir 170 cm og sjötíu kíló. „ Og þetta er bara einn þriðji af honum,“ útskýrir hann en flestir ferðamenn vilja láta taka mynd af sér fyrir framan ferlíkið. Sá minnsti hefur líka mikið aðdráttarafl en það eru djásnin undan hamstri. Þau eru hins vegar svo lítil að smásjá þarf til að geta séð þau al- mennilega. Sigurður er bjartsýnn á framhaldið. Safnið sé nú loks rekið á núlli og hann hafi meira að segja greitt sér laun í fyrsta skipti um jólin. Hundrað þúsund krónur, hvorki meira né minna. Reðursafnið skrítnast í heimi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.