Tíminn - 05.10.1980, Blaðsíða 13
Sunnudagur 5. október 1980.
Oddný Guömundsdóttir.
lesin var í útvarp. Ritdómurum
þykir velta á miklu, aö bók hafi
sem mest „skirskotunargildi”.
Það væri hugrekki, ef skáld
áræddi að láta augu ljóma af ást
og fögnuði. Skáldið ætti á hættu að
verða hrakið um svipugöng rit-
dómaranna. Aftur á móti gera
þeir sér að góðu, að augu ljómi af
skirskotun.
Kjölfar er ágæt islenska og
hefur oft verið notað i likinga-
máli. En undanfarið hefur verið
svo þrástagast á þessu kjölfari,
að við sjálft liggur, að við finnum
til sjóveiki: Menn íáta af störfum
<1 kjölfar heilsubrests, veikjast i
kjölfar mengunar, selja biíinn i
kjölfar bensinverðsins og eru
heylausir i kjölfar óþurrkanna.
Nafnkunnur maður lést i kjölfar
leiksýningar, sagði eitt dag-
blaðanna. Og i bókmenntagrein
var sagt um merka konu, er
lenda, að hún hafi dáið ,,i kjölfar
þungunar”. En hún lést af barns-
förum.
Mikið er um vigbúnað i veröld-
inni. Enda kemur það fram i lik-
ingamáli. Menn tala um „fremstu
viglinu skapandi tónlistar”, „vig-
stöðvar menntamála”, „vig-
stöðvar jólaannrikisins” og að
„vera i eldlinunni”, ef menn hafa
forystu einhverra framkvæmda.
Að „yrkja eins og herforingi” er
hláleg samliking. (öllþessi dæmi
eru tekin úr dagblöðum). Skáld-
skapurinn mengast af þessu
óhrjálega likingamáli. „Gráir
droparnir skullu á steypunni eins
og vélbyssukúlur og endur-
köstuðust sundurtættir upp i
buxnaskálmarnar”, segir nú-
tlmaskáld.
Staglorðið bakteria er litt
fyndið likingamál. Leikari er
spurður, hvort hann hafi tekið
„bakteriuna”. Iþróttabaktería er
það að helga sig iþróttum.
Söfnunarbakteria er það að safna
einhverju. Ber að skilja það svo,
að allt sé þetta hvimleið pest og
háskaleg? Bráðum verður liklega
allt, sem menn taka sér fyrir
hendur, kennt við bakteriur.
Svona staglorð útrýma fjölda
orða og talshátta. Orðið bakteria
hefur öðlast fremur óviðfelldna
merkingu i málinu og leiðir ekki
hugann að nytsemd margra
gerla. Það er viðkunnanlegra að
frétta, að einhver hafi snúið sér
að leiklist en aö hann hafi tekið
leikhúsbakteriuna. Það minnir á
spitalabakteriurnar, sem nú er
oft getið — og ekki að góðu.
Maður nokkur ritaði hvassorða
grein um aðra grein og kallaði
hana „tröllatist”. Likingin ,er
misheppnuð. Stundum hefur ver-
ið talað um tröllahlátur, trölla-
reið og tröllaveg. Það, sem þykir
úr hófi hrikalegt, er kennt við
tröll. Er hægt að hugsa sér, að
tröll tisti?
Allir vita, hvað penni merkir.
En nú er það orðiö heiti og táknar
mann, sem skrifar. Menn eru þá
ýmist „góðir pennar” eða „lé-
legir pennar”. Gramur blaða-
maður sagði um einhverja stétt-
arbræður sina, að stinga þyrfti
upp i slika penna. Hvernig i
ósköpunum sem hægt er að stinga
upp I penna! Helst væri að odd-
brjóta hann, ef við þurfum að ná
okkur niðri á honum.
Þegar sagt var i minni sveit, að
einhver væri opinn.var átt við, að
hann væri kjöftugur. Nú er opinn
orðiö tiskuorð i mannlýsingum og
merkir þá, að maðurinn sé ein-
lægur, hreinskilinn eða opinskár.
En ekki skil ég, hvað átt er við,
þegar talað er um opin ljóð (eða
lokuö). Jafnframt er talað um, að
menn séu lokaöir. Hingað til hef-
ur verið sagt um mann, sem litt
blandar geði við aðra, að hann sé
dulur, feiminn, fáskiptinn, hlé-
drægur, orðvar eða þögull. Nú er
sagt, að hann sé lokaöur eða inni-
lokaður. Helst vil ég, að þessum
innilokuðu mönnum verði hleypt
út, svo að þeir eigi ekki aftur-
kvæmt — i bókmenntirnar.
Þegar talað er um þunga menn
og iétta, er gjarnan átt við, að
þeir séu þunglyndir eða létt-
lyndir.
Oft er málfar ritdómara myrkt
og torskilið. Til dæmis skildi ég
engu betur ljóð Sigfúsar Daða-
sonar, þó að ég sæi þetta um þau i
ritdómi: „Hann (höfundurinn)
stendur með hlýju glotti djúpt
inni I öörum augnakróknum i
köldu, björtu heiði”.
Annar ritdómari segir um nýja
bók: ,,—varpar nýju, fersku ljósi
á kveðskap Jónasar”. Orðið
ferskur er staglorð. Menn tala um
ferska upplifun, ferska innlifun,
ferska skynjun, ferska túlkun og
ferska tjáningu. Ekki er mengun-
__________Wjmnm_______________
in þar. Og nú sjáum við allt i einu
ferskt ljós.
Maður nokkur ræddi (i Timan-
um) um viðskipti og komst svo að
orði: ,,— vekur vonir, en töfra-
sprauta er það ekki”. Hér er
ruglaö saman algengu likinga-
máli um töfrasprota. Ekki veit
ég, hvort blaðamaðurinn fellst á,
að töfrasproti sé rismeira orð en
töfrasprauta.
„Sólin stóð ekki lengi i hennar
fang”, segir blaðamaður um
dansmey nokkra. Þetta merkir
liklega, að hamingjan hafi
brugðist henni og hún hafi ekki
verið sólarmegin i lifinu. En
orðatiltækið að „hafa storminn i
fangið”, hefur liklega truflað höf-
undinn.
Lýsingarorð, sem fela i sér
samlikingar, hafa alltaf tiðkast:
koldimmur, biksvartur, snjóhvit-
ur, himinblár, risastór, naut-
sterkur, dverghagur, eldsnar og
margt fleira.
Nú ryðja sér til rúms lýsingar-
orð sem ekki fela í sér neina
sjáanlega likingu. Orðunum þræil
og þruma er skeytt framan við
orð af handahófi. Menntakona
sagði i útvarpi frá „þrumugóðum
fundi”. Menn eru i þrumustuði,
hlusta á þrumugóðan söng,
drekka þrumugott kaffi og sjá
þrumugóð listaverk. Hvernig get-
ur meinlaus fundur sálfræðinga
minnt á jafn skelfilegt náttúruafl
og þrumuveður, eða hressandi
kaffisopi leitt hugann að háska-
legum eldingum? Kunnur rithöf-
undur nefndi Næturverðina eftir
Rembrandt „þrumulistaverk”.
Þá er það „þrællinn”. Útvarps-
maður nefndi blað, sem hann
taldi „þrælgott”. Hvernig er það
blað? Minnir það á einhver gæði
þrælkunar? Ritdómari talaði um
„þrælklassiskt verk”.
Oft hefur verið sagt, að menn
verði sem þrumulostnir, ef þeir
verða óttaslegnir. Lika er talað
um þrælavinnu, ef verk er fram
úr hófi erfitt. Þarna eru þruman
og þrællinn á réttum stað.
_______________________________13
Stundum eiga orð ekki nógu vel
saman. Það er undarlegt aö
„lenda I klónum á hamingjunni”
eins og það var einu sinni orðað i
Þjóðviljanum. Likingin bendir til
þess, að hamingjan sé ránfugl eða
eitthvert óargadýr.
Talað mál og ritað tekur svo ör-
um breytingum núna, að undrum
sætir. Þær breytingar gerast á
svo mörgum sviðum i senn, að
hvergi er óhult. Þar má telja
stofnanaislenskuna, innrás
enskunnar, slangurmál unglinga
(sem rithöfundar og blaðamenn
gera jafnóðum að ritmáli),
merkingabreytingu orða og
fáránlegan framburð.
Ég var ekki ánægð með orðalag
blaðamannsins sem talar um að
menn „lendi i klónum á hamingj-
unni”. Aftur á móti þykir mér
eiga við að segja, að Islensk tunga
hafi lent i vargaklóm.
Oddný Guömundsdóttir
Lát þú
þetta ekki
henda þig!
0
POKKUNARVEL
Kynntu þér kosti a \ J
þessarar vélar Y
Auk kassa sem hafa
reglulega lögun og eru
tiltölulega stöðugir,
pakkar vélin sekkjum,
rúllum og ýmsu öðru
völtu er áður var ekki
hægt að pakka á vöru-
palla.
Vélin sparar vinnu I
öllum verksmiðjum, þar
sem framleiðslan er lát-
in á og afgreidd á vöru
pöllum. Auk þess er
fraktin oft ódýrari, sé
varan send með skipi.
Varan er bundin föst við
pallinn og auðvelt að loka
vatnsþétt yfir. Einnig
eru fyrirliggjandi
pökkunarnet sé pakkað
grænmeti — ávöxtum
eða einhverri þeirri vöru
er ekki má loka loftþétt.
Vélin er mjög einföld i
notkun. Stjórnandi get-
ur stjórnað hverjum
vafning fyrir sig sjálfur,
að „programerað” inn á
minni vélarinnar, þá
vinnur vélin sjálfvirkt sé
ýtt á einn hnapp.
Bili vélin þá sjá tækni-
menn okkar um full-
komna viðgerða- og
varahlutaþjónustu.
SEM ER
ii itap 'rn T*ifc
1 JljL milLjrkcr
Kynnið ykkur kosti þessarar vélar, sem alltaf er til taks og
ekki þarf að hita upp. Auk lœgri stofnkostnaðar, er
pökkunarkostnaður ca. 50% lœgri en pökkun með plasthjúp
eða hleypiplasti (SHRINKFILM). Við hönnun þessarar
vélar var unnið út frá eftirfarandi forsendum: vélin skyldi
vera sterk, einföld í notkun og ódýr. Nú er þessi vél seld um
allan heim og gerir kleift að pakka á palla ýmsu er ekki var
hægt áður
VÉL TIL SÝNIS Á STAÐNUM
Söluumboð ETNA hf. Grensásvegi 7 sími 83519