Tíminn - 23.11.1980, Blaðsíða 2
„Hækka í verði hröðum skrefum
hlutabréf í vopnasmiðium”
,,Þaö er kælan” sagfii maOurinn
sem kom kófsveittur til kirkju á
heitum sólskinsdegí. ÞaO var
háátt og málvenja hans var aO
kalla þaO kælu, ef andaOi viO
norOur. Núna höfum viO á köflum
haft óvéfengjanlega kælu.kyrr-
viöri meö frosti svona til þess aö
minna okkur á, aö þaö heyrir
skammdeginu til aö jörö stiröni.
Þessir kælukaflar hafa oröiö ti'l
þess aö rifja upp visu sem Gunn-
laugur Pétursson orti einhvern
tlma, þegarfrosthart var og mik-
illþell í jöröu svo aö enginn lagöi i
aö brjóta hann nema brýnt væri
til dæmis vegna þeirrar
nauösynjar sem er á aö koma
þeim niöur á kirkjugarö er dauöir
voru.
Klakavísa Gunnlaugs er
þannig:
Þess ég eygi engan kost,
yls og kraftasnauöur,
aö komast niöur fyrir frost
fyrr en ég er dauöur.
Þessari vísu um jaröþelann má
tengja aöra eftir Kolbein Högna-
son í Kollafiröi:
Byltist margt í barmi mér,
berst um hjartaö auma.
Frost er hart, og fallinn er
fifill bjartra drauma.
Sveitungi Kolbeins, Hjálmar
Þorsteinsson á Hofi á Kjalarnesi,
kvaö aftur á móti bessa vlsu:
Vekur kviöa, tætir tó,
tekur bliöa ylinn,
frekur viöa rænir ró,
rekur hriöarbylinn.
Baldvin Halldórsson, Norö-
lendingur, sem fluttist til
Kanada, þegar vesturfararfáriö
var i algleymingi, ljóöaöi á
skammdegisveöráttuna meö
þessum hætti:
Hristast eikur, hniga strá,
hrlöin sleikir gljána.
Kólgu leika klærnar á
kinnableikum mána.
Halla Eyjólfsdóttir á Laugabóli
viö DjUp kvaö eitt vetrarkvöldiö:
Húmar aö, og hélurós
hylur sérhvern glugga.
0, ég þrái yl og ljós,
ekki kaldan skugga.
Viljum viö fá vitnisburö um
þessa árstiö noröan úr Þingeyjar-
sýslu, gæti hentaö aö bera niöur
hjá Sigurjóni Friöjónssyni á
Litlu-Laugum i Reykjadal:
Fækkar skjólum, nötrar nál,
nöpur gjóla tefur,
lækkar sólin, unnarál
armi njóla vefur.
Um þessa visu Sigurjóns, svo
og visu Hjálmars á Hofi, er þaö aö
segja, aö þær eru ekki allar, þar
sem þær eru séöar og geta menn
velt þeim fýrir sér og leitaö þess,
á hverju þær luma.
Sami er leyndardómur þessar-
ar visu Hreiöars Geirdals, bróöur
Höllu á Laugabóli:
Tiöin grána fremur fer,
frostiö ána spennir,
hriöin gljána bitur ber,
birtu mána grennir.
Og svo aö viö forsmáum ekki
Austurland, þá leitum viö á náöir
Gisla Helgasonar I Skógargeröi
og hnuplum frá honum þessari
prýöisvisu:
Dagsins leynir ljósiö sér,
langar reynast nætur.
Þaö er mein, aö eygló er
allt of sein á fætur.
En til aö skilja ekki viö alla i
svartamyrkri, án þess aö minna
fólk á, aö aftur mun birta aö
vanda, tökum viö undir okkur
stökk og látum ekki staöar numiö
fyrr en á góu. Þá er oft fariö nær
aösjá fram úr, og veöur stundum
kyrr, þótt kalt kunni aö vera. Þaö
er á Hávarsstööum i Leirársveit,
sem drepiö er aö dyrum, og
erindiö er aö sælast eftir þessari
visu Sigrlöar Beinteinsdóttur frá
Grafardal:
Nú er ró um fjörö og fjöll,
fagrar góunætur.
Jöröin glóir úti öll,
isblóm gróa lætur.
Ekki kemur á óvart, þótt for-
setakosningarnar i Bandarlkjun-
um hafi oröiö sumum hvatning til
þess aö gripa til iþróttar sinnar.
Kona sem vill láta nefna sig
Nunnu, þótt vatni væri ausin til
annars nafns, hefur komiö á
framfæri vi'su, er hún segist hafa
gert, þegar hún las blaöafregnir
um heillavænleg áhrif þess, aö
Reagan náöi kosningu, þar sem
meöal annars var fært fram þvi
til sönnunar, aö hlutabréf stór-
fyrirtækja, sem framleiöa vopn,
hefðu stigið I veröi vegna vona
þeirra, sem viö hann er bundnar.
En visa henn ar er á þessa leiö:
Fegin næsta frétt ég hef um
framtak, sem er laust úr
viðjum:
Hækka I veröi hrööum skrefum
hlutabréf i vopnasmiðjum.
1 tveimur siöustu visnaþáttum
hafa veriö glettur, sem snúast um
dásemdir lifsins á þeim árum, er
Reykjavlk moraöi enn af vinnu-
konum, sem hingaö komu til þess
aö „þéna i húsum” eins og þaö
hét. Þetta kviknaöi af spjalli
roskinna manna, er voru aö rifja
upp ungdómsárin og visum, sem
um þaö voru geröar. í siöasta
þætti svöruöu „tvær gamlar vin-
konur” fyrir sig og hraut þaö út
úr þeim, aö nokkuö væri fólnaöur
forn ljómi, og komnir pollar i
lærin á þeim.
Nú höfum viö fengiö svofelldan
huggunarsálm, sem „einn af
þeim gömlu” vill endilega láta
berast til þeirra:
Þiö skuluð ekki angrast hót
yfir poll á læri.
Þaö gefst oft afli i gamla
nót
og gloppótt veiöarfæri.
Ekki fleira þar um, aö minnsta
kosti aö sinni. En meö þvi aö
dálkarými er ekki enn þrotiö leit-
um viö rétt einu sinni fanga hjá
Valdimar Benónýssyni á Ægis-
siöu og er þá ekki fariö i geitarhús
aö leita ullar.
Samt veröum viö aö láta okkur
nægja þrjár visur:
Litlum tekjum upp ég ók
orös aö reka af ströndum.
Fánýt sprek af fjöru tók,
fátt mér lék i höndum.
Fornra kynna ekrum á
oft ég finn aö vonum
yl, sem grynnir gaddinn frá
gömlu minningunum.
Léttir skeiöa læt ég völl
logaseiöinn brennda,
Gnitaheiði og Hindarfjöll
hratt aö leiöarenda.
A leiöarenda leggja menn frá
sér pjönkurnar, hvort sem þeir
eiga strax ,,að komast niöur fyrir
frost” eöa biöa betri tima.
—JH
INGVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Simi 33560.
Auglýsið í Tímanum
KOSTA-KAUP
PKUÍJUL
Níðsterk Exquist þríhjól
Sver dekk, létt ástig
Þola slæma meðferð
Mjög gott verð
Fást í flestum kaupfélögum landsins
Heildsölubirgðir:
Oddný Guðmundsdóttir:
Orðaleppar
(„Á einum stað
býr þrifin þjóð”)
Rósrauðu ástarsögurnar, sem
lesnar voru í mínu ungdæmi, eru
haf ðar að háði og spotti, ef þær ber
á góma. Ekki fer hjá því, að ungu
stúlkurnar, sem sofnuðu með þær
undir koddanum, hafi dreymt þær
blómagrundir og silfurtæru lindir,
sem giöddu elskendurna í sög-
unum.
Ég var að lesa bréf ungrar
stúlku, sem leitar til draumspek-
ings Vikunnar. Þar sem mærin
reikar í draumnum, kemur hún
auga á stóreflis „skítahaug”. Yfir
hann liggur bryggja, sem endar við
ferlegt gat, en þar inn hafa allar
stallsystur hennar horfið í
draumnum. Snýr nú mærin þar
frá, en reikar inn í hús nokkurt,
sem er „fullt af skit". Það næsta,
sem henni vitrast, er ungur maður,
önnum kafinn við að „moka skítn-
um". Hann sleppir, að vonum, rek-
unni og kyssir stúlkuna vel og
iengi, unz þau verða „æðislega ást-
fangin."
Draumspekingurinn fer ekkj í
grafgötur um, að annar eins
draumur boði mikil örlög.
Ég held líka, að slíkir draumar
boði örlög. Þeir boða íslenzkri
tungu örlög.
Ég hlustaði á þýtt Ijóð lesið i
útvarp. Þar er talað um „skítuga"
sál syndarans. Þetta angurværa
Ijóð gef ur ekki ástæðu til svo gróf-
gerðrar þýðingar.
Þyki mönnum laun sín lág eða
skaðabætur ekki ríflegar, kallast
það: „skítur á priki". Hvert er sú
samlíking sótt? Ef ástæða þykir til
að fara niðrandi orðum um þessa
hluti, er hægt að segja, til dæmis
sultarlaun, smánarbætur eða
hundsbætur. Þetta „prik" á hvergi
heima. Orðatiltækið er andlaust
bull.
Fyrirsögn i blaði greindi frá
„skítsæmilegri" bíómynd. Þetta
nýja orð, „skítsæmilegur", getur
ekki verið óþverralegt jafnframt.
En ofurást blekiðjumanna á skæt-
ingsmáli blindar þa'.
Aður fyrrsögðu börnin: „Mér er
ískalt á höndunum". Eða þau
sögðu „dauðkalt". Stundum var
líka sagt„loppinn" eða „króklopp-
inn". (sinn er kaidur. Það er
dauðinn líka. Nú er börnum kennt
aðsegja „skítkalt". Hvernig er lík-
ingin hugsuð?
Vissulega geta gróf yrði átt rétt á
sér, ef því er að skipta. En venju-
iega er að þeim óþrifnaður ein-
göngu. Þjóð, sem talar subbulegt
mái, er óþrifin þjóð, hversu miklu
sem hún eyðir af sjálf virku þvotta-
efni.
Oddný Guðmundsdóttir.