Tíminn - 23.11.1980, Page 7
Sunnudagur 23; nóvember 1980 ' 7
Jón Sigurðsson:
Launþegasamtökin vantar
ekki verkefnin
Nú eftir helgina kemur þing
Alþýöusambands Islands sam-
an til fundar aB ræöa og taka
ákvaröanir um málefni
launþegasamtakanna. Alþýöu-
sambandiö mun aö lflcindum
valdamesta stofnun islenska
þjóöfélagsins um þessar mundir
oger þaö án efa þegar svo vill til
aöalmennsamstaöa náist innan
raöa þess um aögeröir vegna
mála sem forráöamenn þess
telja aö skipti launþegana veru-
legu.
Aö þessu leyti má telja mjög
trúlegt aö Alþingi Islendinga
geti ekki haldiö i viö Alþýöu-
sambandiö. Aö visu er þaö ekki
oft sem svo almenn samstaöa
náist innan Alþýöusambandsins
um tilteknar aögeröir eöa t.d.
mótaögeröir gegn stjórnvöldum
en þó eru þess dæmin og ekki
langt siöan launþegasamtökin
brutu rikisvaldiö á bak aftur
vegna óvinsælla efnahags-
aögeröa. Þaö er þannig mjög
hæpiö aö þjóöin væri nú aö
takast á viö meira en 50% verö-
bólgu ef launþegasamtökin
heföu ekki brotiö niöur þann
árangur, sem náöst haföi meö
u.þ.b. 26% veröbólgu 1978. Aö
sama skapi veröur aö telja,
enda margt sem hnigur aö þvl,
aö Alþýöusambandiö hafi ekki
meö öllu jafnaö sig á þeim
hrapallegu mistökum sem aö-
geröir þess áriö 1978 voru eöa
náö þvi aö endurheimta traust
launþeganna síöan, en vitaö er
aö fjölda fólks hefur ofboöiö
haröfylgi samtakanna þá.
Þaö er til marks um þaö
hversu margt i stjórnarkerfi
okkar hefur dregist aftur úr, aö
hvergi er meö skipulegum hætti
gerö grein fyrir þvi hvernig
launþegasamtökin og stjórn-
völdin eiga aö starfa saman, og
hvenær hvor aöili á aö vikja fyr-
irhinum eöa hver á aö skera úr
þegar I odda skerst. 1 þessum
mikilvægu efnum gildir i
Islenska þjóöfélaginu ennþá
lögmál hafréttarins, og má hik-
laust fullyröa — og án þess aö
vera alltaf aö hnjóöa i
launþegasamtökin — aö þjóöin
hefur goldiö þessa dýru veröi
oftar en einu sinni. Aö vísu sér
þess staöi I löggjöf frá siöustu
árum aö ákvæöi séu sett um
þessi atriöi, svo sem um
„stööugt samráö” vegna efna-
hagsmála, og um stjórnun
húsnæöismála svo aö dæmi séu
nefnd.
Valdastofnun
út af fyrir
sig?
011 störf launþegahreyfingar-
innar hafa áhrif á þjóöfélags-
málin I heild og eru pólitlsk I eöli
slnu. Hins vegar er ekki þar
meösagtaö þau séu eöa þurfi aö
vera flokkspólitisk eöa
ótvlræöur þáttur I þvi valda-
tafli, sem á sér staö á öörum
sviöum þjóöfélagsmála fyrir þá
sök. 1 þjóöfélagi félagafrelsis,
samningsréttar og valddreif-
ingar er vissulega hægt aö
hugsa sér aö launþegahreyfing-
in sé valdastofnun út af fyrir sig
og haldi sig utan viö önnur
valdsafskipti, en standiþó fast á
rétti sínum og hagsmunum
umbjóöenda sinna meö tals-
veröum árangri. Og ef til vill er
hæfa i þvl áliti margra manna
aö launþegahreyfingin hafi
fremur tapaö á þvl en hagnast
hversu forráöamenn hennar
hafa löngum blandast inn I deil-
ur og reiptog stjórnmálaflokka
og tekiö afstööu til mála eftir
þvl hvernig þau hafa staöiö á
Alþingi eöa I rikisstjórnum fyrr
og slöar.
Reyndar er hægt aö færa
margvísleg rök fyrir þvi aö erf-
itt sé aö draga menn I dilka,
hvaö snertir málefni launþega,
eftir þvi hvaöa stjórnmála-
skoöanir menn aöhyllast. Þaö
má þannig spyrja hvort betra sé
frá sjónarmiöi launþega al-
mennt aö mikilvæg mál séu
leyst af opinberum aöilum, af
launþegafélögunum, I samning-
um viö hvert fyrirtæki um sig
eöa af launþega sjálfum per-
sónulega. Þetta gæti átt viö um
t.d. tryggingamál, og má sjá
t.d. af samanburöi viö nágranna
okkar aö þeir viröast fá meira I
launaumslagiö og ráöstafa þvi
siöan til ýmissa félagslegra
efna, en Islenskir launþegar sjá
ekki nema hluta raunkaupsins
hins vegar þar sem fyrir fram
er búiö aö ráöstafa verulegum
hluta til ýmissa sjóöa og þarfa.
Vestan hafs hafa menn hins
vegar komiö málunum fyrir
meö samningum félaganna viö
vinnuveitendur eöa meö eigin
frumkvæöi launþega sjálfs sem
þá fær hlutfallslega „meira” I
vasann viö útborgun.
Rétt er aö sjálfsögöu aö hafa i
huga aö þegar menn eru aö
reyna aö vega og meta þessa
hluti liggur þaö þegar til grund-
vallar aö miöaö er viö nútima-
þjóöfélag velferöar og hag-
sældar.
Engin leið
einhlít
Allt þetta er launþegunum aö
sjálfsögöu fyllilega ljóst, enda
skiptast þeir I stjórnmálaflokka
ekki síöur en annaö fólk. En
þetta sýnir I hnotskum og sem
dæmi hversu ótraustur grunnur
þaö er þegar einstakir stjórn-
málaflokkar vilja kalla sig
„verkalýösflokka” um fram
aðra flokka, og sýnir reynslan
aö þá er fyrst og fremst um þá
flokka aö ræöa sem telja aö
opinber umsjá komi launþegun-
um betur en frjálsir samningar
eöa eigin persónuleg ráöstöfun
launþega sjálfs. Má lengi um
þessi efni deila og ræöa, en aö
likindum fara þeir næst
skynsamlegustu lausninni sem
viöurkenna aö engin ein leiö er
aö öllu einhllt.
A þvl þingi Alþýðusambands-
ins sem nil er 1 vændum verður
rætt um fjöldamörg mikilsverö
mál sem snerta hvert einasta
heimili I landinu á einn eöa
annan hátt. Og þetta þing,
umræöurnar á þvl og ákvaröan-
ir þess, mun vekja mikla athygli
og þaö á sjálfsagt eftir aö hafa
mikil áhrif á framvindu
þjóðmálanna á næstu
mánuöum. Þaö skiptir þess
vegna ekki litlu máli hvemig til
tekst, jafnt um afgreiöslu mála
sem um kosningar I trúnaöar-
stööur fyrir launþegahreyfing-
una.
Kosningamar munu væntan-
lega vekja einna mesta athygli
og þær tilraunir sem geröar
veröa aö llkindum til þess aö ná
almennri samstööu I þeim,
þannig aö ekki komi til flokks-
pólitlskra átaka sem bitna
munu á hagsmunum
umbjóöendanna, fremur en aö
auka tækifæri samtakanna til aö
gæta þeirra.
Ekki skortir
viðfangsefnin
En enda þótt þessar kosningar
skipti vissulega miklu varöar þó
ekki siöur um þau megin-
málefni sem fyrir liggja. Og
a.m.k. álengdar virðist ekki
skorta brennandi viöfangsefni
fyrir launþegahreyfinguna á
tslandi:
— Hvaö er hægt aö gera
á félagslegum vettvangi 1
launþegafélögunum til þess aö
auka þátttöku og áhrif félags-
manna sjálfra? Er hreyfingin
oröin aö lokuöu valdakerfi?
Myndu hlutfallskosningar bæta
ástandiö, eöa póstkosningar, til
þess aö auka þáttöku fólksins?
— Er almenn ánægja innan
hreyfingarinnar meö önnur
skipulagsmál hennar? Hvaö
llöurt.d. framkvæmd ályktunar
Alþýöusambandsins um gagn-
gerar skipulagsbreytingar meö
þaö fyrir augum aö vinnustaö-
urinn veröi grunneining hreyf-
ingarinnar?
— Hvaö er til ráöa I
málefnum llfeyrissjóöanna sem
allirvita aö geta ekki staöiðviö
skuldbindingar sinar I óöa-
veröbólgunni? Veröur þaö
lengur þolaö aö mismunurinn 1
lifeyrisréttindum manna haldi
áfram aö aukast? Og i tengslum
viö þetta stórmál verður spurt:
Hvernig á þá aö skipuleggja
húsnæöismálin ef gagngerar
breytingar veröa geröar á lif-
eyrismálunum?
— Slöast en ekki sist hlýtur
þaö aö koma til umræöu á þessu
þingi Alþýöusambandsins
hvernigsamtökin geta best gætt
hagsmuna launþeganna, jafnt
kaupmáttar sem atvinnuörygg-
is, andspænis óöaveröbólgunni.
Er skynsamlegt eöa réttlætan-
legt aöhanga af alefli I visitölu-
kerfi kaupgjalds sem reynst
hefur óhæft til aö verja
kaupmáttinn vegna þess aö þaö
tekur ekki tillit til efnahags-
legra aöstæöna, en mælir
sjálfvirktupp á viö? Hvaöa skil-
yröi leggur Alþýöusambandiö
fram gegn þvl aö fallast á alls-
herjar uppskurö á þessu
veröbólgukerfi?
Allir — nema „leiftursóknar-
menn” — viourkenna aö
Alþýöusamband Islands hlýtur
aösetja einhver skilyröi I þessu
efni, og þess er vænst aö þingiö
tali tæpitungulaust um þaö á
næstu dögum.
— JS.
menn og málefni