Tíminn - 23.11.1980, Síða 8

Tíminn - 23.11.1980, Síða 8
8 Sunnudagur 23. nóvember 1980 Shampo erokkar sérgrein Frískandi I MORGUNSÁRIÐ, AÐ LOKNU DAGSVERKI OG EFTIR ÍÞRÓTTAKEPPNI EPLASHAMPO ORANGESHAMPO BARNASHAMPO TJÖRUSHAMPO EGGJASHAMPO LANOLÍNSHAMPO ÖLSHAMPO SÁPUSHAMPO EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN Ef allt um þryti í hinu tæknivædda viðskiptaþjóðfélagi: Leit að verk lagi horf- inna kynslóðanna og þess, sem til matar má hafa á mörk og í úthaga Arne Groth, sem rannsóknarstofnun sænska hersins hefur faliö aö stjórna könnun á þvi, hvernig fólk getur bjargaö sér, ef engrar hjáipar er aö vænta af tæknivæddu samfélagi. Hér sést hann kveikja eld meö ævafornum hætti. t kring um hann eru frumstæö verkfæri, meöal annars tinna ogstál tilþess aöslá eld. Að hve miklu leyti gæti venjulegt fólk, sem skyndilega stæði á berangri hrunins viðskiptasamfélags, bjargáð sér á eigin spýtur við það, sem náttúran hefur að bjóða? Með hversu frumstæðum verkfær- um gæti það séð sér farborða? Svarið er: Það er mjög komið undir kunnáttu og þekkingu.er að gagni kemur við slikar kringumstæður. En hvers vegna eru slík- ar spurningar hafðar uppi? Nú, mennirnir hafa náð undralangt i margbrotinni tækni en mörgum stendur stuggur af allri þess- ari tækni, og sá geigur grefur um sig, að hún eigi eftir að koma mannkyninu i koll, hún kunni einn góðan veðurdag að granda sjálfri sér og draga þjóðirnar niður á stig, sem liggur óralangt að baki. Tækninni og viöskiptasam- félögunum, sem hún bæöi er vax- in upp úr og hleypir i hemjulaus- um vexti, fylgir mikil sóun orku og jarðbundinna málma, sem ekki endurnýjast og hlýtur þess vegna aö ganga til þurröar. Þaö ber aö visu ekki aö i skyndi, svo aö samfélögunum ætti aö gefast ráörúm til þess aö leita nýrra úr- ræöa sér til bjargar i staö þeirra, er hverfa úr sögunni, að minnsta kosti aö einhverju leyti, og kannski svo nægja mætti með breyttum lífsháttum. Enhennifylgireinnigsúvá, er i einni svipan gæti þurrkaö út þjóöir, heilar og hálfar og kippt fótunum gersamlega undan þeim lifsvenjum, sem tiökazt hafa meðal þeirra, er ekki soguöust i svelginn mikla. Þarefst á blaði er hervæöing stórþjóöanna, enda- laus þráskák þeirra um völd og yfirráö, stööugar ögranir og hótanir um meiri og geigvænlegri vigbúnaö, linnulaus hatursáróöur og grátlegur skortur á vilja til þess aö setja niöur deilur eöa ræðastá annan veg viö, þótt örlög heimsins séu á vogarskálinni, en meö fulla skreppu getsaka, álass og ýfinga i farteski sinu og undir- hyggjuna bak viö augnalokin. Fengju þær hvatir, sem þar viröast allsráöandi, snögga útrás einhverja nóttina, yröi heimurinn ekki sá sami og áöur aö morgni. Minni atburöir en þeir, sem hér eru gefnir I skyn, gætu þó hæg- lega raskaö hinum tæknivæddu iönaöarsamfélögum, svo aö um munaöi. Staöbundnar róstur gætu leikið oliuvinnsluna á þann veg, aö sá orkugjaf i, sem nú er mestur yröium tima aö minnsta kosti aö- eins brot af þvi, er veriö hefur, og heil samfélög yröu snögglega, nauöug viljug, aö stokka spil sin upp i ofboöi og leita þeirra úrræöa sér til lifsbjargar, er lengi hafa veriö afrækt. Af þessum sökum er þaö, aö rannsóknarstofnun sænska hers- inshefur faliö hópi visindamanna aö safna vitneskju um möguleiká fólks I skipreika samfélagi á þvi aö bjarga sér meö frumstæöum hætti viö gæöi lands sins, reyna hvaö ætilegt væri að finna, ef i haröbakkann slægi, og prófa vinnubrögö með verkfærum, sem fólk getur búiö sér til sjálft til léttis I þvillkri lifsbaráttu. Þessi hópurá í stuttu máli sagt, aö leita uppi úrræöi sem fyrir löngu eru lögö fyrir róöa, af þvi aö hinar

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.